Ikea-geitin stendur enn en brennur á málverki Þórarinn Þórarinsson skrifar 14. desember 2017 07:00 "Ég fékk eiginlega bara þessa vitrun, að ég yrði að mála jólageitina í björtu báli.“ Þrándur Þórarinsson myndlistarmaður. Vísir/eyþór Glænýtt málverk Þrándar Þórarinssonar af Ikea-geitinni alelda hefur vakið athygli enda vantar ekkert upp á dramatíkina þar sem heiðnar vísanir og demónísk áhrif frá sjálfum Francisco de Goya dansa í bálinu. „Ég fékk eiginlega bara þessa vitrun, að ég yrði að mála jólageitina í björtu báli,“ segir Þrándur um verkið sem hann vann mjög hratt.„Ég vildi koma henni út fyrir jólin.“ Enda ekki eftir neinu að bíða þegar Ikea-geitin er annars vegar þar sem segja má að hefð sé komin fyrir því að kveikja í henni fyrir jól. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea, er yfir sig hrifinn af málverkinu og segist endilega vilja eignast það fyrir hönd Ikea.Sjáið geitina í listrænum logum.„Mér finnst þetta frábærlega flott og ég væri til í að eignast þessa mynd og gefa henni heiðurssess á skrifstofunni minni. Ég gleðst yfir að alvöru listamaður sýni þessu áhuga,“ segir Þórarinn. „Hún er með horn, eins og hún komi úr neðra, en annars eru ansi mikil líkindi með henni og geitinni okkar,“ segir hann, býsna glöggur á myndmál Þrándar. „Það er eitthvað díabólískt og heiðið við að kveikja í geit og ég velti fyrir mér hvernig ég gæti undirstrikað það,“ segir listamaðurinn sem sótti í smiðju Goya en horn geitarinnar minna mjög á geitur í þekktum nornamyndum þess mikla meistara. Þótt Þórarinn hrífist af málverkinu vonast hann til þess að Ikea-geitin fái að standa í friði þetta árið. „Það er þegar búið að sýna henni nokkur tilræði og nýlega voru þrír drengir stöðvaðir áður en þeim tókst að kveikja í henni. Eitthvað hefur verið talað um auglýsingagildi þess að hún brenni en það er ekki það sem við viljum.“ Þórarinn segir geitina aldrei hafa verið jafn vel vaktaða. „Við erum með mann í bíl við hliðina á henni allar nætur, umhverfis hana er rafmagnsgirðing með gaddavírum og myndavélum er beint að henni. Við kostum miklu til til þess að koma í veg fyrir þetta en ef brotaviljinn er nógu einbeittur getur það reynst erfitt,“ segir Þórarinn og nefnir sem dæmi að hann hafi heyrt hugmyndir um að nota dróna til þess að hella yfir hana bensíni og kveikja í. „Einu sinni brann hún á Þorláksmessu þannig að hún er ekki sloppin.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira
Glænýtt málverk Þrándar Þórarinssonar af Ikea-geitinni alelda hefur vakið athygli enda vantar ekkert upp á dramatíkina þar sem heiðnar vísanir og demónísk áhrif frá sjálfum Francisco de Goya dansa í bálinu. „Ég fékk eiginlega bara þessa vitrun, að ég yrði að mála jólageitina í björtu báli,“ segir Þrándur um verkið sem hann vann mjög hratt.„Ég vildi koma henni út fyrir jólin.“ Enda ekki eftir neinu að bíða þegar Ikea-geitin er annars vegar þar sem segja má að hefð sé komin fyrir því að kveikja í henni fyrir jól. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea, er yfir sig hrifinn af málverkinu og segist endilega vilja eignast það fyrir hönd Ikea.Sjáið geitina í listrænum logum.„Mér finnst þetta frábærlega flott og ég væri til í að eignast þessa mynd og gefa henni heiðurssess á skrifstofunni minni. Ég gleðst yfir að alvöru listamaður sýni þessu áhuga,“ segir Þórarinn. „Hún er með horn, eins og hún komi úr neðra, en annars eru ansi mikil líkindi með henni og geitinni okkar,“ segir hann, býsna glöggur á myndmál Þrándar. „Það er eitthvað díabólískt og heiðið við að kveikja í geit og ég velti fyrir mér hvernig ég gæti undirstrikað það,“ segir listamaðurinn sem sótti í smiðju Goya en horn geitarinnar minna mjög á geitur í þekktum nornamyndum þess mikla meistara. Þótt Þórarinn hrífist af málverkinu vonast hann til þess að Ikea-geitin fái að standa í friði þetta árið. „Það er þegar búið að sýna henni nokkur tilræði og nýlega voru þrír drengir stöðvaðir áður en þeim tókst að kveikja í henni. Eitthvað hefur verið talað um auglýsingagildi þess að hún brenni en það er ekki það sem við viljum.“ Þórarinn segir geitina aldrei hafa verið jafn vel vaktaða. „Við erum með mann í bíl við hliðina á henni allar nætur, umhverfis hana er rafmagnsgirðing með gaddavírum og myndavélum er beint að henni. Við kostum miklu til til þess að koma í veg fyrir þetta en ef brotaviljinn er nógu einbeittur getur það reynst erfitt,“ segir Þórarinn og nefnir sem dæmi að hann hafi heyrt hugmyndir um að nota dróna til þess að hella yfir hana bensíni og kveikja í. „Einu sinni brann hún á Þorláksmessu þannig að hún er ekki sloppin.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira