Leyfi fyrir auknu fiskeldi á Vestfjörðum Aron Ingi Guðmundsson skrifar 29. desember 2017 06:00 Fjarðalax hefur fengið starfsleyfi í Patreksfirði. vísir/pjetur Umhverfisstofnun hefur veitt Fjarðalaxi og Arctic Sea Farm starfs- og rekstrarleyfi fyrir fiskeldi í Patreksfirði og Tálknafirði. Fjarðalaxi er heimilt að framleiða allt að 10.700 tonnum og Arctic Sea Farm 6.800 tonnum. Fjarðalax er dótturfyrirtæki Arnarlax en líkt og Fréttablaðið greindi frá í september hafði Arnarlax hætt fiskeldisstarfsemi sinni í Patreksfirði. Sýnatökur Náttúrustofu Vestfjarða síðastliðinn vetur bentu til mikillar uppsöfnunar lífræns úrgangs sem bærist með straumum inn fjörðinn. Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að til standi að hefja aftur starfsemi í Patreksfirði. Kristian Matthíasson, forstjóri Arnarlax, sagði aftur á móti í september að það væri á hreinu að kvíarnar yrðu færðar og Arnarlax myndi ekki setja út fisk á þessum stað. Auk þess sagði hann að staðsetningin uppfyllti ekki skilyrði sem fyrirtækið setji umhverfi sínu. Leyfin nú eru gefin út fyrir sömu staðsetningar í Patreksfirði og kvíar Arnarlax voru á. „Í ljósi frétta af mengun frá því sjókvíaeldi sem hefur verið í Patreksfirði vekur útgáfa á nýjum leyfum fyrir stórauknu eldi óneitanlega furðu,“ segur Jón Kaldal, hjá Icelandic Wildlife Fund. „Samkvæmt þeim fréttum leiddi úttekt Náttúrustofu Vestfjarða í ljós að mengun frá laxeldiskvíunum hlóðst ekki aðeins upp í nágrenni eldiskvíanna og eyddi lífi botndýra þar, heldur hefur mengunina líka rekið inn fjörðinn og safnast þar saman. Þetta hlýtur að vera mikið áhyggjuefni.“ Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur veitt Fjarðalaxi og Arctic Sea Farm starfs- og rekstrarleyfi fyrir fiskeldi í Patreksfirði og Tálknafirði. Fjarðalaxi er heimilt að framleiða allt að 10.700 tonnum og Arctic Sea Farm 6.800 tonnum. Fjarðalax er dótturfyrirtæki Arnarlax en líkt og Fréttablaðið greindi frá í september hafði Arnarlax hætt fiskeldisstarfsemi sinni í Patreksfirði. Sýnatökur Náttúrustofu Vestfjarða síðastliðinn vetur bentu til mikillar uppsöfnunar lífræns úrgangs sem bærist með straumum inn fjörðinn. Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að til standi að hefja aftur starfsemi í Patreksfirði. Kristian Matthíasson, forstjóri Arnarlax, sagði aftur á móti í september að það væri á hreinu að kvíarnar yrðu færðar og Arnarlax myndi ekki setja út fisk á þessum stað. Auk þess sagði hann að staðsetningin uppfyllti ekki skilyrði sem fyrirtækið setji umhverfi sínu. Leyfin nú eru gefin út fyrir sömu staðsetningar í Patreksfirði og kvíar Arnarlax voru á. „Í ljósi frétta af mengun frá því sjókvíaeldi sem hefur verið í Patreksfirði vekur útgáfa á nýjum leyfum fyrir stórauknu eldi óneitanlega furðu,“ segur Jón Kaldal, hjá Icelandic Wildlife Fund. „Samkvæmt þeim fréttum leiddi úttekt Náttúrustofu Vestfjarða í ljós að mengun frá laxeldiskvíunum hlóðst ekki aðeins upp í nágrenni eldiskvíanna og eyddi lífi botndýra þar, heldur hefur mengunina líka rekið inn fjörðinn og safnast þar saman. Þetta hlýtur að vera mikið áhyggjuefni.“
Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira