Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. desember 2017 11:19 Frá vettvangi um klukkan 14:30 í dag. Vísir/Vilhelm Alvarlegt umferðarslys varð þegar rúta með 44 kínverska ferðamenn innanborðs fór útaf veginum og valt eftir árekstur við fólksbíl á Suðurlandsvegi um sex kílómetra vestur af Kirkjubæjarklaustri rétt upp úr klukkan ellefu í morgun. Slysið varð með þeim hætti að rútunni var ekið aftan á fólksbíl. Ökumaður fólksbílsins, ferðamaður frá Litháen, var að beygja inn á útsýnisstað vestan Hunkubakka þegar rútan lenti aftan á bifreiðinni og síðan norður fyrir veg og valt þar á hliðina. 33 einstaklingar voru fluttir af slysstað í fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri. Tólf voru fluttir með þyrlum af vettvangi alvarlega slasaðir, þeirra á meðal rútubílstjórinn sem er íslenskur, og eru þyrlurnar lentar í Reykjavík. Einn er látinn. Því til viðbótar voru ökumaður fólksbifreiðarinnar og farþegi frá Litháen sem slösuðust ekki. Fólkið var allt flutt áleiðis til höfuðborgarinnar síðdegis. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar eru á leiðinni á vettvang.Vísir/map.is Þetta er það sem við vitum um slysið: Einn lést og a.m.k. tólf slösuðust alvarlega og voru flutt af vettvangi í þyrlu Tveir farþegar festust undir rútunni og tók langan tíma að ná þeim þaðan. Annar þeirra var upphaflega talinn látinn en reyndist alvarlega slasaður. Allar þrjár þyrlur Landhelgisgæslunnar tóku þátt í aðgerðum Ökumaður fólksbifreiðarinnar og farþegi, ferðamenn frá Litháen, slösuðust ekki alvarlega Miklar annir voru á Landspítalanum Blóðbankinn óskar eftir blóðgjöfum í O-flokki vegna slyssins Þjóðvegi 1 var lokað við Klaustur og verður lokuð fram á kvöld. Hjáleið er um Meðallandsveg. Kínverskir túlkar fóru á vettvang. Mikil hálka var á vettvangi og bratt niður af veginum þaðan sem rútan valt Fylgst var með nýjustu vendingum jafnóðum í vaktinni.
Alvarlegt umferðarslys varð þegar rúta með 44 kínverska ferðamenn innanborðs fór útaf veginum og valt eftir árekstur við fólksbíl á Suðurlandsvegi um sex kílómetra vestur af Kirkjubæjarklaustri rétt upp úr klukkan ellefu í morgun. Slysið varð með þeim hætti að rútunni var ekið aftan á fólksbíl. Ökumaður fólksbílsins, ferðamaður frá Litháen, var að beygja inn á útsýnisstað vestan Hunkubakka þegar rútan lenti aftan á bifreiðinni og síðan norður fyrir veg og valt þar á hliðina. 33 einstaklingar voru fluttir af slysstað í fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri. Tólf voru fluttir með þyrlum af vettvangi alvarlega slasaðir, þeirra á meðal rútubílstjórinn sem er íslenskur, og eru þyrlurnar lentar í Reykjavík. Einn er látinn. Því til viðbótar voru ökumaður fólksbifreiðarinnar og farþegi frá Litháen sem slösuðust ekki. Fólkið var allt flutt áleiðis til höfuðborgarinnar síðdegis. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar eru á leiðinni á vettvang.Vísir/map.is Þetta er það sem við vitum um slysið: Einn lést og a.m.k. tólf slösuðust alvarlega og voru flutt af vettvangi í þyrlu Tveir farþegar festust undir rútunni og tók langan tíma að ná þeim þaðan. Annar þeirra var upphaflega talinn látinn en reyndist alvarlega slasaður. Allar þrjár þyrlur Landhelgisgæslunnar tóku þátt í aðgerðum Ökumaður fólksbifreiðarinnar og farþegi, ferðamenn frá Litháen, slösuðust ekki alvarlega Miklar annir voru á Landspítalanum Blóðbankinn óskar eftir blóðgjöfum í O-flokki vegna slyssins Þjóðvegi 1 var lokað við Klaustur og verður lokuð fram á kvöld. Hjáleið er um Meðallandsveg. Kínverskir túlkar fóru á vettvang. Mikil hálka var á vettvangi og bratt niður af veginum þaðan sem rútan valt Fylgst var með nýjustu vendingum jafnóðum í vaktinni.
Ferðamennska á Íslandi Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð á Klaustri Fjörutíu til fimmtíu erlendir ferðamenn voru um borð í rútu sem fór útaf Suðurlandsvegi vestan við Kirkjubæjarklaustur í morgun. 27. desember 2017 12:03 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Sjá meira
Fjöldahjálparstöð opnuð á Klaustri Fjörutíu til fimmtíu erlendir ferðamenn voru um borð í rútu sem fór útaf Suðurlandsvegi vestan við Kirkjubæjarklaustur í morgun. 27. desember 2017 12:03