Trump skrifar undir nýja skattalöggjöf Kjartan Kjartansson skrifar 22. desember 2017 20:19 Trump var stoltur af undirskrift sinni í dag. Hann hefur neitað að opinbera skattaskýrslu sína og því liggur ekki fyrir hvaða áhrif nýju lögin hafa á skattgreiðslur hans. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir ný lög sem repúblikanar samþykktu í vikunni og umbylta skattkerfi Bandaríkjanna. Þá staðfesti forsetinn lög sem fjármagna rekstur ríkisins tímabundið til að forða lokun alríkisstjórnarinnar tímabundið. Skattalög repúblikana eru sögð kosta 1.500 milljarða dollara á næstu árum. Skoðanakannanir hafa bent til þess að þau séu almennt óvinsæl hjá Bandaríkjamönnum. Repúblikanar hafa fullyrt að meiriháttar skattalækkanir á fyrirtæki og tímabundnar skattalækkanir á einstaklinga muni borga fyrir sig sjálfar. Þær muni ýta undir hagvöxt og fjölga störfum í Bandaríkjunum. Gagnrýnendur laganna segja að þau hygli þeim efnameiri á kostnað þeirra snauðari. Þannig eru skattalækkanir stórfyrirtækja varanlegar en lækkanir einstaklinga renna út á næsta áratuginum. Trump skrifaði lögin undir áður en hann hélt til seturs síns í Mar-a-Lago í Flórída í dag. Nýju lögin eru talin stærsti sigur Trump síðan hann tók við embætti forseta í janúar, að því er segir í frétt Reuters. Áður hafði repúblikönum mistekist að afnema sjúkratryggingalögin Obamcare sem hefur verið helsta stefnumál þeirra frá því að þau voru sett. Á sama tíma staðfesti Trump frumvarp sem frestar átökum um skuldaþak alríkisstjórnarinnar til 19. janúar. Bandaríkjaþing þarf að samþykkja að hækka þak í lögum um skuldir ríkisins en því hefur ítrekað verið skotið á frest. Donald Trump Tengdar fréttir Fátækum fórnað á altari hinna ríku Repúblikanar ætla sér að skera niður í aðstoð við aldraða og fátæka til að laga fjárlagahalla ríkisins sem mun aukast verulega með nýju skattafrumvarpi. 7. desember 2017 14:00 Repúblikanar við það að umbylta skattkerfi Bandaríkjanna Stærstu breytingar á skattkerfi Bandaríkjanna í áratugi voru samþykktar í neðri deild Bandaríkjaþings í dag. Búist er við að efri deildin greiði atkvæði um frumvarp þess efnis seint í kvöld. 19. desember 2017 20:24 Skattafrumvarp nýtur nú fulls stuðnings Repúblikana Útlit er fyrir að lokaútgáfa frumvarpsins verði kynnt á þinginu í kvöld svo hægt verði að kjósa um það í næstu viku. 15. desember 2017 22:43 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir ný lög sem repúblikanar samþykktu í vikunni og umbylta skattkerfi Bandaríkjanna. Þá staðfesti forsetinn lög sem fjármagna rekstur ríkisins tímabundið til að forða lokun alríkisstjórnarinnar tímabundið. Skattalög repúblikana eru sögð kosta 1.500 milljarða dollara á næstu árum. Skoðanakannanir hafa bent til þess að þau séu almennt óvinsæl hjá Bandaríkjamönnum. Repúblikanar hafa fullyrt að meiriháttar skattalækkanir á fyrirtæki og tímabundnar skattalækkanir á einstaklinga muni borga fyrir sig sjálfar. Þær muni ýta undir hagvöxt og fjölga störfum í Bandaríkjunum. Gagnrýnendur laganna segja að þau hygli þeim efnameiri á kostnað þeirra snauðari. Þannig eru skattalækkanir stórfyrirtækja varanlegar en lækkanir einstaklinga renna út á næsta áratuginum. Trump skrifaði lögin undir áður en hann hélt til seturs síns í Mar-a-Lago í Flórída í dag. Nýju lögin eru talin stærsti sigur Trump síðan hann tók við embætti forseta í janúar, að því er segir í frétt Reuters. Áður hafði repúblikönum mistekist að afnema sjúkratryggingalögin Obamcare sem hefur verið helsta stefnumál þeirra frá því að þau voru sett. Á sama tíma staðfesti Trump frumvarp sem frestar átökum um skuldaþak alríkisstjórnarinnar til 19. janúar. Bandaríkjaþing þarf að samþykkja að hækka þak í lögum um skuldir ríkisins en því hefur ítrekað verið skotið á frest.
Donald Trump Tengdar fréttir Fátækum fórnað á altari hinna ríku Repúblikanar ætla sér að skera niður í aðstoð við aldraða og fátæka til að laga fjárlagahalla ríkisins sem mun aukast verulega með nýju skattafrumvarpi. 7. desember 2017 14:00 Repúblikanar við það að umbylta skattkerfi Bandaríkjanna Stærstu breytingar á skattkerfi Bandaríkjanna í áratugi voru samþykktar í neðri deild Bandaríkjaþings í dag. Búist er við að efri deildin greiði atkvæði um frumvarp þess efnis seint í kvöld. 19. desember 2017 20:24 Skattafrumvarp nýtur nú fulls stuðnings Repúblikana Útlit er fyrir að lokaútgáfa frumvarpsins verði kynnt á þinginu í kvöld svo hægt verði að kjósa um það í næstu viku. 15. desember 2017 22:43 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Fátækum fórnað á altari hinna ríku Repúblikanar ætla sér að skera niður í aðstoð við aldraða og fátæka til að laga fjárlagahalla ríkisins sem mun aukast verulega með nýju skattafrumvarpi. 7. desember 2017 14:00
Repúblikanar við það að umbylta skattkerfi Bandaríkjanna Stærstu breytingar á skattkerfi Bandaríkjanna í áratugi voru samþykktar í neðri deild Bandaríkjaþings í dag. Búist er við að efri deildin greiði atkvæði um frumvarp þess efnis seint í kvöld. 19. desember 2017 20:24
Skattafrumvarp nýtur nú fulls stuðnings Repúblikana Útlit er fyrir að lokaútgáfa frumvarpsins verði kynnt á þinginu í kvöld svo hægt verði að kjósa um það í næstu viku. 15. desember 2017 22:43