Trump skrifar undir nýja skattalöggjöf Kjartan Kjartansson skrifar 22. desember 2017 20:19 Trump var stoltur af undirskrift sinni í dag. Hann hefur neitað að opinbera skattaskýrslu sína og því liggur ekki fyrir hvaða áhrif nýju lögin hafa á skattgreiðslur hans. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir ný lög sem repúblikanar samþykktu í vikunni og umbylta skattkerfi Bandaríkjanna. Þá staðfesti forsetinn lög sem fjármagna rekstur ríkisins tímabundið til að forða lokun alríkisstjórnarinnar tímabundið. Skattalög repúblikana eru sögð kosta 1.500 milljarða dollara á næstu árum. Skoðanakannanir hafa bent til þess að þau séu almennt óvinsæl hjá Bandaríkjamönnum. Repúblikanar hafa fullyrt að meiriháttar skattalækkanir á fyrirtæki og tímabundnar skattalækkanir á einstaklinga muni borga fyrir sig sjálfar. Þær muni ýta undir hagvöxt og fjölga störfum í Bandaríkjunum. Gagnrýnendur laganna segja að þau hygli þeim efnameiri á kostnað þeirra snauðari. Þannig eru skattalækkanir stórfyrirtækja varanlegar en lækkanir einstaklinga renna út á næsta áratuginum. Trump skrifaði lögin undir áður en hann hélt til seturs síns í Mar-a-Lago í Flórída í dag. Nýju lögin eru talin stærsti sigur Trump síðan hann tók við embætti forseta í janúar, að því er segir í frétt Reuters. Áður hafði repúblikönum mistekist að afnema sjúkratryggingalögin Obamcare sem hefur verið helsta stefnumál þeirra frá því að þau voru sett. Á sama tíma staðfesti Trump frumvarp sem frestar átökum um skuldaþak alríkisstjórnarinnar til 19. janúar. Bandaríkjaþing þarf að samþykkja að hækka þak í lögum um skuldir ríkisins en því hefur ítrekað verið skotið á frest. Donald Trump Tengdar fréttir Fátækum fórnað á altari hinna ríku Repúblikanar ætla sér að skera niður í aðstoð við aldraða og fátæka til að laga fjárlagahalla ríkisins sem mun aukast verulega með nýju skattafrumvarpi. 7. desember 2017 14:00 Repúblikanar við það að umbylta skattkerfi Bandaríkjanna Stærstu breytingar á skattkerfi Bandaríkjanna í áratugi voru samþykktar í neðri deild Bandaríkjaþings í dag. Búist er við að efri deildin greiði atkvæði um frumvarp þess efnis seint í kvöld. 19. desember 2017 20:24 Skattafrumvarp nýtur nú fulls stuðnings Repúblikana Útlit er fyrir að lokaútgáfa frumvarpsins verði kynnt á þinginu í kvöld svo hægt verði að kjósa um það í næstu viku. 15. desember 2017 22:43 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir ný lög sem repúblikanar samþykktu í vikunni og umbylta skattkerfi Bandaríkjanna. Þá staðfesti forsetinn lög sem fjármagna rekstur ríkisins tímabundið til að forða lokun alríkisstjórnarinnar tímabundið. Skattalög repúblikana eru sögð kosta 1.500 milljarða dollara á næstu árum. Skoðanakannanir hafa bent til þess að þau séu almennt óvinsæl hjá Bandaríkjamönnum. Repúblikanar hafa fullyrt að meiriháttar skattalækkanir á fyrirtæki og tímabundnar skattalækkanir á einstaklinga muni borga fyrir sig sjálfar. Þær muni ýta undir hagvöxt og fjölga störfum í Bandaríkjunum. Gagnrýnendur laganna segja að þau hygli þeim efnameiri á kostnað þeirra snauðari. Þannig eru skattalækkanir stórfyrirtækja varanlegar en lækkanir einstaklinga renna út á næsta áratuginum. Trump skrifaði lögin undir áður en hann hélt til seturs síns í Mar-a-Lago í Flórída í dag. Nýju lögin eru talin stærsti sigur Trump síðan hann tók við embætti forseta í janúar, að því er segir í frétt Reuters. Áður hafði repúblikönum mistekist að afnema sjúkratryggingalögin Obamcare sem hefur verið helsta stefnumál þeirra frá því að þau voru sett. Á sama tíma staðfesti Trump frumvarp sem frestar átökum um skuldaþak alríkisstjórnarinnar til 19. janúar. Bandaríkjaþing þarf að samþykkja að hækka þak í lögum um skuldir ríkisins en því hefur ítrekað verið skotið á frest.
Donald Trump Tengdar fréttir Fátækum fórnað á altari hinna ríku Repúblikanar ætla sér að skera niður í aðstoð við aldraða og fátæka til að laga fjárlagahalla ríkisins sem mun aukast verulega með nýju skattafrumvarpi. 7. desember 2017 14:00 Repúblikanar við það að umbylta skattkerfi Bandaríkjanna Stærstu breytingar á skattkerfi Bandaríkjanna í áratugi voru samþykktar í neðri deild Bandaríkjaþings í dag. Búist er við að efri deildin greiði atkvæði um frumvarp þess efnis seint í kvöld. 19. desember 2017 20:24 Skattafrumvarp nýtur nú fulls stuðnings Repúblikana Útlit er fyrir að lokaútgáfa frumvarpsins verði kynnt á þinginu í kvöld svo hægt verði að kjósa um það í næstu viku. 15. desember 2017 22:43 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Fátækum fórnað á altari hinna ríku Repúblikanar ætla sér að skera niður í aðstoð við aldraða og fátæka til að laga fjárlagahalla ríkisins sem mun aukast verulega með nýju skattafrumvarpi. 7. desember 2017 14:00
Repúblikanar við það að umbylta skattkerfi Bandaríkjanna Stærstu breytingar á skattkerfi Bandaríkjanna í áratugi voru samþykktar í neðri deild Bandaríkjaþings í dag. Búist er við að efri deildin greiði atkvæði um frumvarp þess efnis seint í kvöld. 19. desember 2017 20:24
Skattafrumvarp nýtur nú fulls stuðnings Repúblikana Útlit er fyrir að lokaútgáfa frumvarpsins verði kynnt á þinginu í kvöld svo hægt verði að kjósa um það í næstu viku. 15. desember 2017 22:43