Innlent

Gengu í minningu þeirra sem sviptu sig lífi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Eftir gönguna skrifaði fólk nöfn og falleg minningarorð  á plexígler sem sett hafði verið utan á vitann á Skarfagarði.
Eftir gönguna skrifaði fólk nöfn og falleg minningarorð á plexígler sem sett hafði verið utan á vitann á Skarfagarði. Vísir/Vilhelm
Í gær stóðu samtökin Pieta Ísland fyrir Vetrarsólstöðugöngu til þess að minnast þeirra sem sviptu sig lífi. Þetta er í annað skipti sem þessi viðburður er haldinn hér á landi en séra Bjarni Karlsson átti hugmyndina.

Áður en gengið var frá Klettagörðum út að Vitanum á Skarfagarði hittist fólk inni í húsnæði Kynnisferða, hlustaði á tónlistarflutning Jón Ólafssonar og Högna Egilssonar. Eftir að allir höfðu drukkið heitt súkkulaði var gengið með kerti út að vitanum. Lögreglan stóð heiðursvörð um gönguna og rótarýklúbbur úr Garðabæ fór fremst með blys. 

Vísir/Vilhelm
Þetta var virkilega friðsæl og falleg stund þar sem aðstandendur þeirra sem hafa fallið fyrir eigin hendi komu saman ásamt fleirum. Eftir gönguna skrifaði fólk nöfn og falleg minningarorð  á plexígler sem sett hafði verið utan á vitann.

Vísir/Vilhelm
Sirrý Arnardóttir framkvæmdastjóri Pieta Ísland sagði í samtali við Vísi í gær að vitinn táknaði vonina. 

„Þetta er bara heilandi fyrir fólk. Þetta er friður og líka gleði því við megum aldrei missa sjónar á því að það er von.“

Á viðburðinum voru seld kerti til styrktar Pieta en samtökin opna fyrsta Pieta húsið á Baldursgötu 7 snemma á næsta ári til mæta þeirri miklu þörf í samfélaginu fyrir úrræði fyrir fólk í sjálfsvígshættu og með sjálfsskaða.


Tengdar fréttir

Sjálfsvígsforvarnarsamtökin Pieta Ísland eru komin með húsnæð

Félags- og jafnréttismálaráðherra mætti í styrktargöngu Pieta Ísland síðasta vor þar sem hann lofaði stuðningi við samtökin. Hann stóð við stóru orðin og skrifað var undir styrktarsamning í dag sem stjórnarmaður segir vera eitt mesta framfaraspor í íslensku samfélagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×