Giggs gagnrýnir United: Ég benti liðinu á bæði Mbappe og Jesus Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. desember 2017 08:30 Ryan Giggs ræðir við Louis van Gaal. Vísir/Getty Ryan Giggs gagnrýnir Manchester United í nýju viðtali sem birtist í The Times í dag. Giggs lék með liðinu í 24 ár og var svo í þjálfarateymi liðsins til 2016. Á meðan að Giggs var í þjálfarateymi Louis van Gaal fylgdist hann vel með ungum leikmönnum víða um heim fyrir félagið. Og hann segir að Van Gaal og aðrir hjá United hafi sofið á verðinum. „Ég fylgdist með Gabriel Jesus fyrir þremur árum síðan. Ég horfði á Mbappe í heilt ár. Ég horfði á þessa leikmenn með njósnara og þetta var ekkert flókið - semjið við þessa drengi. Þeir hefðu kostað fimm milljónir punda eða eitthvað álíka. Það hefði verið hægt að kaupa þá og lána þá svo til baka til þeirra félaga,“ sagði Giggs meðal annars í viðtalinu. Mbappe sló í gegn með Monaco á síðustu leiktíð og er nú á mála hjá PSG eftir viðburðarríkt sumar. Jesus hefur svo slegið í gegn sem leikmaður Manchester City. Giggs hefur enn áhuga á að taka við liði og gerast knattspyrnustjóri. En hann vill ekki fara í neðri deildirnar á Englandi. „Ég hef enga reynslu af neðri deildunum. Ég hef verið allt mitt líf í ensku úrvalsdeildinni - ekki bara sem leikmaður heldur einnig sem spilandi þjálfari og aðstoðarþjálfari.“ „Ég veit að ég var ekki tilbúinn þegar ég stýrði United [í fjórum leikjum þegar David Moyes var rekinn árið 2014] en ég er mun betur í stakk búinn fyrir starfið eftir tvö ár með Louis. Það var frábær reynsla.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Carragher: Ryan Giggs kemur ekki til greina sem stjóri Everton Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og nú knattspyrnuspekingur á Sky Sports, telur að Ryan Giggs eigi enga möguleika á því að verða næsti knattspyrnustjóri Everton. 24. október 2017 08:30 Giggs vill taka við Everton eða Leicester Ryan Giggs segist hafa áhuga á að taka við stjórastólnum hjá Everton eða Leicester. 23. október 2017 18:45 Giggs: Myndi ekki vilja Jesus fyrir Rashford Leikjahæsti leikmaður Manchester United frá upphafi, Ryan Giggs, myndi ekki vilja skipta á Marcus Rashford og markamaskínunni Gabriel Jesus. 14. nóvember 2017 14:45 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Fleiri fréttir Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Sjá meira
Ryan Giggs gagnrýnir Manchester United í nýju viðtali sem birtist í The Times í dag. Giggs lék með liðinu í 24 ár og var svo í þjálfarateymi liðsins til 2016. Á meðan að Giggs var í þjálfarateymi Louis van Gaal fylgdist hann vel með ungum leikmönnum víða um heim fyrir félagið. Og hann segir að Van Gaal og aðrir hjá United hafi sofið á verðinum. „Ég fylgdist með Gabriel Jesus fyrir þremur árum síðan. Ég horfði á Mbappe í heilt ár. Ég horfði á þessa leikmenn með njósnara og þetta var ekkert flókið - semjið við þessa drengi. Þeir hefðu kostað fimm milljónir punda eða eitthvað álíka. Það hefði verið hægt að kaupa þá og lána þá svo til baka til þeirra félaga,“ sagði Giggs meðal annars í viðtalinu. Mbappe sló í gegn með Monaco á síðustu leiktíð og er nú á mála hjá PSG eftir viðburðarríkt sumar. Jesus hefur svo slegið í gegn sem leikmaður Manchester City. Giggs hefur enn áhuga á að taka við liði og gerast knattspyrnustjóri. En hann vill ekki fara í neðri deildirnar á Englandi. „Ég hef enga reynslu af neðri deildunum. Ég hef verið allt mitt líf í ensku úrvalsdeildinni - ekki bara sem leikmaður heldur einnig sem spilandi þjálfari og aðstoðarþjálfari.“ „Ég veit að ég var ekki tilbúinn þegar ég stýrði United [í fjórum leikjum þegar David Moyes var rekinn árið 2014] en ég er mun betur í stakk búinn fyrir starfið eftir tvö ár með Louis. Það var frábær reynsla.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Carragher: Ryan Giggs kemur ekki til greina sem stjóri Everton Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og nú knattspyrnuspekingur á Sky Sports, telur að Ryan Giggs eigi enga möguleika á því að verða næsti knattspyrnustjóri Everton. 24. október 2017 08:30 Giggs vill taka við Everton eða Leicester Ryan Giggs segist hafa áhuga á að taka við stjórastólnum hjá Everton eða Leicester. 23. október 2017 18:45 Giggs: Myndi ekki vilja Jesus fyrir Rashford Leikjahæsti leikmaður Manchester United frá upphafi, Ryan Giggs, myndi ekki vilja skipta á Marcus Rashford og markamaskínunni Gabriel Jesus. 14. nóvember 2017 14:45 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Fleiri fréttir Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Sjá meira
Carragher: Ryan Giggs kemur ekki til greina sem stjóri Everton Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og nú knattspyrnuspekingur á Sky Sports, telur að Ryan Giggs eigi enga möguleika á því að verða næsti knattspyrnustjóri Everton. 24. október 2017 08:30
Giggs vill taka við Everton eða Leicester Ryan Giggs segist hafa áhuga á að taka við stjórastólnum hjá Everton eða Leicester. 23. október 2017 18:45
Giggs: Myndi ekki vilja Jesus fyrir Rashford Leikjahæsti leikmaður Manchester United frá upphafi, Ryan Giggs, myndi ekki vilja skipta á Marcus Rashford og markamaskínunni Gabriel Jesus. 14. nóvember 2017 14:45