Allsherjarþing SÞ um Jerúsalem: Ísland hluti af yfirgnæfandi meirihluta gegn Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 21. desember 2017 17:36 Sérstakur aukafundur var haldinn í allsherjarþinginu í dag. Vísir/AFP Ályktun þar sem þess er krafist að Bandaríkjastjórn dragi til baka ákvörðun sína um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Ísland greiddi atkvæði með tillögunni. Alls greiddu 128 af 193 ríkjum atkvæði með tillögunni þrátt fyrir hótanir Donald Trump Bandaríkjaforseta um að svipta ríki sem greiddu atkvæði gegn honum fjárstuðningi, að því er kemur fram í frétt BBC. Þrjátíu og fimm ríki sátu hjá en níu kusu á móti Ályktunin er ekki bindandi en New York Times lýsir samþykkt hennar sem „stingandi ávítum“ fyrir ríkisstjórn Trump. Bandaríkin eru ekki nefnd á nafn í ályktuninni en hún beinist að ákvörðun Trump um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og að flytja sendiráð Bandaríkjanna þangað. Ísraels stjórnvöld hafa fordæmt atkvæðagreiðsluna og kallaði Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra, allsherjarþingið „hús lyganna“ í dag. Atkvæðagreiðslan fór fram á sérstökum aukafundi í allsherjarþinginu sem araba- og múslimaríki óskuðu eftir. Svipuð tillaga var felld í öryggisráðinu með neitunarvaldi Bandaríkjamanna á mánudag. Hin fjórtán ríkin sem eiga sæti í ráðinu greiddu atkvæði með tillögunni. Auk Bandaríkjanna og Ísraels greiddu Gvatemala, Nárú, Hondúras, Marshall-eyjar, Palá og Tógó atkvæði gegn ályktuninni. Tengdar fréttir Hótanir Trump hafa ekki áhrif á afstöðu Íslendinga Utanríkisráðherra Íslands segir bréf sendiherra Bandaríkjanna við SÞ um að fylgst verði með atkvæðum ríkja í allsherjarþinginu á morgun óvenjulegt. 20. desember 2017 19:36 Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50 Ætla að skrá svikin niður Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, varaði önnur aðildarríki við því í gær að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði skipað henni að láta sig vita hverjir væru á móti því að Bandaríkin flyttu sendiráð sitt í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem. 21. desember 2017 09:15 Trump fylgist með atkvæði Íslands Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að Bandaríkjaforseti ætli sér að fylgjast grannt með því hvaða lönd greiði atkvæði gegn Bandaríkjunum á allsherjarþinginu á morgun. 20. desember 2017 15:30 Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Ályktun þar sem þess er krafist að Bandaríkjastjórn dragi til baka ákvörðun sína um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Ísland greiddi atkvæði með tillögunni. Alls greiddu 128 af 193 ríkjum atkvæði með tillögunni þrátt fyrir hótanir Donald Trump Bandaríkjaforseta um að svipta ríki sem greiddu atkvæði gegn honum fjárstuðningi, að því er kemur fram í frétt BBC. Þrjátíu og fimm ríki sátu hjá en níu kusu á móti Ályktunin er ekki bindandi en New York Times lýsir samþykkt hennar sem „stingandi ávítum“ fyrir ríkisstjórn Trump. Bandaríkin eru ekki nefnd á nafn í ályktuninni en hún beinist að ákvörðun Trump um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og að flytja sendiráð Bandaríkjanna þangað. Ísraels stjórnvöld hafa fordæmt atkvæðagreiðsluna og kallaði Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra, allsherjarþingið „hús lyganna“ í dag. Atkvæðagreiðslan fór fram á sérstökum aukafundi í allsherjarþinginu sem araba- og múslimaríki óskuðu eftir. Svipuð tillaga var felld í öryggisráðinu með neitunarvaldi Bandaríkjamanna á mánudag. Hin fjórtán ríkin sem eiga sæti í ráðinu greiddu atkvæði með tillögunni. Auk Bandaríkjanna og Ísraels greiddu Gvatemala, Nárú, Hondúras, Marshall-eyjar, Palá og Tógó atkvæði gegn ályktuninni.
Tengdar fréttir Hótanir Trump hafa ekki áhrif á afstöðu Íslendinga Utanríkisráðherra Íslands segir bréf sendiherra Bandaríkjanna við SÞ um að fylgst verði með atkvæðum ríkja í allsherjarþinginu á morgun óvenjulegt. 20. desember 2017 19:36 Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50 Ætla að skrá svikin niður Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, varaði önnur aðildarríki við því í gær að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði skipað henni að láta sig vita hverjir væru á móti því að Bandaríkin flyttu sendiráð sitt í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem. 21. desember 2017 09:15 Trump fylgist með atkvæði Íslands Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að Bandaríkjaforseti ætli sér að fylgjast grannt með því hvaða lönd greiði atkvæði gegn Bandaríkjunum á allsherjarþinginu á morgun. 20. desember 2017 15:30 Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Hótanir Trump hafa ekki áhrif á afstöðu Íslendinga Utanríkisráðherra Íslands segir bréf sendiherra Bandaríkjanna við SÞ um að fylgst verði með atkvæðum ríkja í allsherjarþinginu á morgun óvenjulegt. 20. desember 2017 19:36
Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50
Ætla að skrá svikin niður Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, varaði önnur aðildarríki við því í gær að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði skipað henni að láta sig vita hverjir væru á móti því að Bandaríkin flyttu sendiráð sitt í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem. 21. desember 2017 09:15
Trump fylgist með atkvæði Íslands Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að Bandaríkjaforseti ætli sér að fylgjast grannt með því hvaða lönd greiði atkvæði gegn Bandaríkjunum á allsherjarþinginu á morgun. 20. desember 2017 15:30
Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43