Oprah orðuð við Hvíta húsið eftir þakkarræðu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. janúar 2018 06:00 Oprah Winfrey, forseti Bandaríkjanna? vísir/afp Fjölmiðlar í Bandaríkjunum birtu í gær umfjallanir hver af öðrum um mögulegt forsetaframboð fjölmiðlamógúlsins og fyrrverandi spjallþáttastjórnandans Opruh Winfrey vegna þeirra góðu undirtekta sem þakkarræða hennar fékk á Golden Globes-verðlaunahátíðinni á sunnudag, þar sem hún fékk heiðursverðlaun Cecils B. DeMille. Ræðan fjallaði einna helst um það mótlæti sem svartir Bandaríkjamenn og -konur hafa þurft að sæta í gegnum tíðina. „Of lengi hafa raddir kvenna ekki fengið að heyrast. Konur hafa vart þorað að segja sannleikann vegna ofríkis valdamikilla karlmanna, en þeirra tími er liðinn. Þeirra tími er liðinn,“ sagði Winfrey til að mynda en hún er fyrsta svarta konan sem hlýtur verðlaunin. Fjöldi hátíðargesta mætti í svörtum klæðum til þess að sýna samstöðu með þolendum kynferðislegrar áreitni og ofbeldis og nældi á sig nælur sem á stóð „Time’s up“. Um var að ræða fyrstu stóru verðlaunahátíðina sem haldin hefur verið eftir #MeToo-byltinguna. Um leið og úrslit forsetakosninganna árið 2016 lágu fyrir fóru strax af stað umræður um hver gæti leitt Demókrataflokkinn í forsetakosningum ársins 2020. Nafn Winfrey hefur ekki verið ofarlega í umræðunni fyrr en nú. CNN greindi í gær frá samtali sínu við tvo vini Winfrey sem fór fram í skjóli nafnleyndar. Sögðu þeir að ýmsir úr innsta hring mógúlsins hefðu hvatt hana til þess að bjóða sig fram undanfarna mánuði og að Winfrey hafi ekki gert upp hug sinn. Talsmaður Winfrey svaraði ekki bón miðilsins um viðbrögð en vinirnir tveir fullyrtu að hún íhugaði nú alvarlega að taka slaginn og bjóða sig fram gegn Donald Trump, sitjandi forseta. Orð Winfrey er varða mögulegt forsetaframboð í gegnum tíðina eru misvísandi. Í júní sagði hún við Hollywood Reporter: „Ég fer aldrei í framboð. Það er nokkuð öruggt.“ Hún hefur einnig gefið hið gagnstæða til kynna. Í september tísti hún til að mynda hlekk á skoðanadálk í New York Post sem bar fyrirsögnina „Besta von Demókrata árið 2020: Oprah“ og skrifaði: „Þakka þér kærlega fyrir stuðninginn!“ Í viðtali við Bloomberg TV í mars sagðist hún aldrei alvarlega hafa íhugað forsetaframboð. Þegar blaðamaður benti henni á að Trump forseti hefði ekki haft neina reynslu af stjórnmálum sjálfur áður en hann fór í framboð svaraði Winfrey: „Eitt sinn hugsaði ég „ó, ég hef enga reynslu. Ég veit ekki nóg“, nú hugsa ég bara „Ó“.“ LA Times tók Stedman Graham, kærasta Winfrey til tæplega þrjátíu ára, tali í gær og spurði út í mögulegt forsetaframboð. „Það er undir fólkinu komið. Hún myndi án nokkurs vafa taka slaginn,“ sagði Graham. Kysi Winfrey að fara í framboð gegn Trump ætti hún ágætis möguleika, ef marka má skoðanakönnun Public Policy Polling frá því í mars. Þar mældist Winfrey með 47 prósenta fylgi gegn 40 prósentum Trumps en vinsældir hans hafa dalað síðan. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Fjölmiðlar í Bandaríkjunum birtu í gær umfjallanir hver af öðrum um mögulegt forsetaframboð fjölmiðlamógúlsins og fyrrverandi spjallþáttastjórnandans Opruh Winfrey vegna þeirra góðu undirtekta sem þakkarræða hennar fékk á Golden Globes-verðlaunahátíðinni á sunnudag, þar sem hún fékk heiðursverðlaun Cecils B. DeMille. Ræðan fjallaði einna helst um það mótlæti sem svartir Bandaríkjamenn og -konur hafa þurft að sæta í gegnum tíðina. „Of lengi hafa raddir kvenna ekki fengið að heyrast. Konur hafa vart þorað að segja sannleikann vegna ofríkis valdamikilla karlmanna, en þeirra tími er liðinn. Þeirra tími er liðinn,“ sagði Winfrey til að mynda en hún er fyrsta svarta konan sem hlýtur verðlaunin. Fjöldi hátíðargesta mætti í svörtum klæðum til þess að sýna samstöðu með þolendum kynferðislegrar áreitni og ofbeldis og nældi á sig nælur sem á stóð „Time’s up“. Um var að ræða fyrstu stóru verðlaunahátíðina sem haldin hefur verið eftir #MeToo-byltinguna. Um leið og úrslit forsetakosninganna árið 2016 lágu fyrir fóru strax af stað umræður um hver gæti leitt Demókrataflokkinn í forsetakosningum ársins 2020. Nafn Winfrey hefur ekki verið ofarlega í umræðunni fyrr en nú. CNN greindi í gær frá samtali sínu við tvo vini Winfrey sem fór fram í skjóli nafnleyndar. Sögðu þeir að ýmsir úr innsta hring mógúlsins hefðu hvatt hana til þess að bjóða sig fram undanfarna mánuði og að Winfrey hafi ekki gert upp hug sinn. Talsmaður Winfrey svaraði ekki bón miðilsins um viðbrögð en vinirnir tveir fullyrtu að hún íhugaði nú alvarlega að taka slaginn og bjóða sig fram gegn Donald Trump, sitjandi forseta. Orð Winfrey er varða mögulegt forsetaframboð í gegnum tíðina eru misvísandi. Í júní sagði hún við Hollywood Reporter: „Ég fer aldrei í framboð. Það er nokkuð öruggt.“ Hún hefur einnig gefið hið gagnstæða til kynna. Í september tísti hún til að mynda hlekk á skoðanadálk í New York Post sem bar fyrirsögnina „Besta von Demókrata árið 2020: Oprah“ og skrifaði: „Þakka þér kærlega fyrir stuðninginn!“ Í viðtali við Bloomberg TV í mars sagðist hún aldrei alvarlega hafa íhugað forsetaframboð. Þegar blaðamaður benti henni á að Trump forseti hefði ekki haft neina reynslu af stjórnmálum sjálfur áður en hann fór í framboð svaraði Winfrey: „Eitt sinn hugsaði ég „ó, ég hef enga reynslu. Ég veit ekki nóg“, nú hugsa ég bara „Ó“.“ LA Times tók Stedman Graham, kærasta Winfrey til tæplega þrjátíu ára, tali í gær og spurði út í mögulegt forsetaframboð. „Það er undir fólkinu komið. Hún myndi án nokkurs vafa taka slaginn,“ sagði Graham. Kysi Winfrey að fara í framboð gegn Trump ætti hún ágætis möguleika, ef marka má skoðanakönnun Public Policy Polling frá því í mars. Þar mældist Winfrey með 47 prósenta fylgi gegn 40 prósentum Trumps en vinsældir hans hafa dalað síðan.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira