„Framkvæmdatími“ Trump fer í sjónvarp, símtöl og tíst Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2018 10:36 Trump finnst gott að halda til í íbúð sinni, horfa á sjónvarpið, tala í símann og tísta, fram eftir morgni. Vísir/AFP Vinnudagur Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur styst frá því að hann tók fyrst við embætti. Forsetinn er sagður mæta seinna á skrifstofuna og taka færri fundi en áður. Í staðinn ver Trump meiri tíma í að horfa á sjónvarp og hanga á Twitter í vistarverum sínum í Hvíta húsinu. Að sögn bandaríska fréttamiðilsins Axios sem fékk að sjá raunverulega dagskrá Trump, sem er nokkuð frábrugðin þeirri opinberu sem fjölmiðlar og almenningur fá yfirleitt að sjá, mætir forsetinn oft ekki á skrifstofuna fyrr en um klukkan ellefu á morgnana. Vinnudagur hans er tiltölulega stuttur, frá 11 til 18. Breytingin á vinnutilhögun forsetans er sögð hafa verið gerð til rýma til fyrir sjónvarpsáhorf hans og Twitter-venjur. Tíminn sem hann ver í það er kallaður „framkvæmdatími“ í dagskrá hans. Embættismenn í Hvíta húsinu segja að framkvæmdatímann nýti Trump fyrst og fremst í að horfa á sjónvarpið, tala í símann og tísta einn í íbúð sinni. Þannig sé tíminn frá 8 til 11 alla morgna lagður undir „framkvæmdatíma“. Eftir það mæti Trump á forsetaskrifstofuna fyrir fyrsta fund dagsins. Til samanburðar nefnir Axios að George Bush yngri hafi yfirleitt verið mættur á skrifstofuna kl. 6:45 á morgnana. Barack Obama hafi yfirleitt byrjað á líkamsrækt áður en hann mætti á milli níu og tíu.Segir forsetann einn þann vinnusamasta sem hún hefur séðAxios segir að vinnudagar Trump hafi verið lengri fyrst eftir að hann tók við embætti í fyrra. Dagskráin hafi byrjað fyrr en endað seinna. Forsetinn hafi hins vegar kunnað illa við svo langa dagskrá og ýtt á eftir því að dagskráin byrjaði seinna á daginn. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir að Trump verji morgnunum að hluta til í íbúð sinni og að hluta til á skrifstofunni en hann eigi reglulega símtöl við starfslið sitt, þingmenn, ráðherra og erlenda leiðtoga. Sjálf segir hún að Trump sé einn vinnusamasti maður sem hún hafi nokkru sinni séð. Blaðamenn hafi margoft óskað þess að forsetinn hægði á sér því þeir ættu erfitt með að halda í við hann. Donald Trump Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Vinnudagur Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur styst frá því að hann tók fyrst við embætti. Forsetinn er sagður mæta seinna á skrifstofuna og taka færri fundi en áður. Í staðinn ver Trump meiri tíma í að horfa á sjónvarp og hanga á Twitter í vistarverum sínum í Hvíta húsinu. Að sögn bandaríska fréttamiðilsins Axios sem fékk að sjá raunverulega dagskrá Trump, sem er nokkuð frábrugðin þeirri opinberu sem fjölmiðlar og almenningur fá yfirleitt að sjá, mætir forsetinn oft ekki á skrifstofuna fyrr en um klukkan ellefu á morgnana. Vinnudagur hans er tiltölulega stuttur, frá 11 til 18. Breytingin á vinnutilhögun forsetans er sögð hafa verið gerð til rýma til fyrir sjónvarpsáhorf hans og Twitter-venjur. Tíminn sem hann ver í það er kallaður „framkvæmdatími“ í dagskrá hans. Embættismenn í Hvíta húsinu segja að framkvæmdatímann nýti Trump fyrst og fremst í að horfa á sjónvarpið, tala í símann og tísta einn í íbúð sinni. Þannig sé tíminn frá 8 til 11 alla morgna lagður undir „framkvæmdatíma“. Eftir það mæti Trump á forsetaskrifstofuna fyrir fyrsta fund dagsins. Til samanburðar nefnir Axios að George Bush yngri hafi yfirleitt verið mættur á skrifstofuna kl. 6:45 á morgnana. Barack Obama hafi yfirleitt byrjað á líkamsrækt áður en hann mætti á milli níu og tíu.Segir forsetann einn þann vinnusamasta sem hún hefur séðAxios segir að vinnudagar Trump hafi verið lengri fyrst eftir að hann tók við embætti í fyrra. Dagskráin hafi byrjað fyrr en endað seinna. Forsetinn hafi hins vegar kunnað illa við svo langa dagskrá og ýtt á eftir því að dagskráin byrjaði seinna á daginn. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir að Trump verji morgnunum að hluta til í íbúð sinni og að hluta til á skrifstofunni en hann eigi reglulega símtöl við starfslið sitt, þingmenn, ráðherra og erlenda leiðtoga. Sjálf segir hún að Trump sé einn vinnusamasti maður sem hún hafi nokkru sinni séð. Blaðamenn hafi margoft óskað þess að forsetinn hægði á sér því þeir ættu erfitt með að halda í við hann.
Donald Trump Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira