Erlent

May vill fá yngri konur í ríkisstjórnina

Atli Ísleifsson skrifar
Theresa May vill fríska upp á ríkisstjórn sína.
Theresa May vill fríska upp á ríkisstjórn sína. Vísir/afp
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun tilkynna um uppstokkun í ríkisstjórn sinni á morgun. Frá þessu greinir Sunday Times.



Ekki verður þó hróflað við þungavigtarráðherrum á borð við utanríkisráðherranum Boris Johnson, Brexit-ráðherranum David Davis og fjármálaráðherranum Philip Hammond.

Tilgangurinn með uppstokkuninni er að fá inn yngri konur óg fólk sem tilheyra minnihlutahópum til að vera með ríkisstjórn sem betur endurspegli breskt samfélag.

Búist er við að May muni einnig tilkynna um hver muni taka við embætti aðstoðarforsætisráðherra eftir að Damian Green hrökklaðist úr embætti eftir að hafa logið til um klámefni sem fannst í vinnutölvu hans.

Í hópi þeirra sem munu annað hvort hverfa úr ríkisstjórn eða fá ný verkefni eru menntamálaráðherrann Justine Greening og viðskiptaráðherrann Greg Clark. Times greinir frá því að allt að sex ráðherrar muni hverfa úr embættum og nýir taka við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×