Andstaða sjálfstæðismanna í Reykjavík við borgarlínu er á skjön við stefnu flokksins í nágrannasveitarfélögum Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2018 19:39 Andstaða við borgarlínuna innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er á skjön við stefnu flokksins í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi almenningssamgöngur á svæðinu. Áherslur Sjálfstæðismanna í nágrannasvitarfélögum borgarinnar í samgöngumálum almennt eru þó aðrar en hjá meirihlutanum í Reykjavík. Borgarlínan er langtímaverkefni til næstu tuttugu ára sem miðar að því að koma upp hröðum og tíðum almenningssamgöngum frá útjöðrum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu inn að miðju þess. Sveitarfélögin hafa öll sameinast um verkefnið sem í heild sinni mun kosta tugi milljarða króna. Hugmyndafræðileg sátt hefur verið um borgarlínu hjá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu, einnig innan Sjálfstæðisflokksins í þessum sveitarfélögum. En Eyþór Arnalds sem býður sig fram til forystu í Reykjavík hefur sett fram miklar efasemdir um borgarlínuna. Ríkisstjórnin er hins vegar með í stjórnarsáttmála sínum að styðja borgarlínuna. Eyþór Arnalds sem býður sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að fyrst og fremst sé hægt að bæta almenningssamgöngur með því að bæta gatnakerfið.Eyþór Arnalds segir að borgarlínan muni ekki koma til með að leysa umferðarvandann í Reykjavík.„Borgarlínan getur hentað fyrir Kópavog og Mosfellsbæ til að tengjast Reykjavík en hún leysir ekki umferðarvanda Reykvíkinga. Þannig að ef við tökum bara hluta af þessum 75 milljörðum sem eiga að fara í borgarlínuna og setjum þáí að leysa umferðarvandan hér í borginni, bæði fyrir fólksbílana og strætó, held ég að við séum að gera miklu betri hluti,“ segir Eyþór. Sjálfstæðismenn í meirihlutasamstarfi í öðrum sveitarfélögum styðja hins vegar borgarlínuna og það gerir Áslaug María Friðriksdóttir, frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, einnig. Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði segir borgarlínuna mikilvægt langtímaverkefni sem flokkarnir í bæjarstjórn séu einhuga um. En mikilvægt sé að greina fjárhagslegar forsendur verkefnisins. „Við þurfum frekara samtal við íbúana. Við eigum eftir að ákveða með þeim hvernig legan verður hér í Hafnarfirði. Ég legg áherslu á að þetta er langtímaverkefni sem við þurfum að fá íbúana með okkur í,“ segir Rósa.Rósa Guðbjartsdóttir segir mikilvægt að samgöngumálin séu skoðuð með heildstæðum hætti. Einnig þurfi að taka sem fyrst um viðræður við stjórnvöld um aðkomu þeirra að málinu og brýnt sé að huga að öðrum samgöngubótum samhliða þessum hugmyndum. Til að mynda þurfi að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar. „Því miður er enn ekki gert ráð fyrir fjármagni í það. En við erum að berjast fyrir því að það verði gert. Það er okkar helsta baráttumál. En þetta er ekki annað hvort eða. Þetta er ekki annað hvort samgöngubætur fyrir einkabílinn versus almennings samgöngur. Við þurfum að skoða þetta heildstætt og hvoru tveggja í fullkominni sátt og taka þannig ákvarðanir inn í framtíðina,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir. Borgarlína Samgöngur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Andstaða við borgarlínuna innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er á skjön við stefnu flokksins í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi almenningssamgöngur á svæðinu. Áherslur Sjálfstæðismanna í nágrannasvitarfélögum borgarinnar í samgöngumálum almennt eru þó aðrar en hjá meirihlutanum í Reykjavík. Borgarlínan er langtímaverkefni til næstu tuttugu ára sem miðar að því að koma upp hröðum og tíðum almenningssamgöngum frá útjöðrum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu inn að miðju þess. Sveitarfélögin hafa öll sameinast um verkefnið sem í heild sinni mun kosta tugi milljarða króna. Hugmyndafræðileg sátt hefur verið um borgarlínu hjá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu, einnig innan Sjálfstæðisflokksins í þessum sveitarfélögum. En Eyþór Arnalds sem býður sig fram til forystu í Reykjavík hefur sett fram miklar efasemdir um borgarlínuna. Ríkisstjórnin er hins vegar með í stjórnarsáttmála sínum að styðja borgarlínuna. Eyþór Arnalds sem býður sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að fyrst og fremst sé hægt að bæta almenningssamgöngur með því að bæta gatnakerfið.Eyþór Arnalds segir að borgarlínan muni ekki koma til með að leysa umferðarvandann í Reykjavík.„Borgarlínan getur hentað fyrir Kópavog og Mosfellsbæ til að tengjast Reykjavík en hún leysir ekki umferðarvanda Reykvíkinga. Þannig að ef við tökum bara hluta af þessum 75 milljörðum sem eiga að fara í borgarlínuna og setjum þáí að leysa umferðarvandan hér í borginni, bæði fyrir fólksbílana og strætó, held ég að við séum að gera miklu betri hluti,“ segir Eyþór. Sjálfstæðismenn í meirihlutasamstarfi í öðrum sveitarfélögum styðja hins vegar borgarlínuna og það gerir Áslaug María Friðriksdóttir, frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, einnig. Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði segir borgarlínuna mikilvægt langtímaverkefni sem flokkarnir í bæjarstjórn séu einhuga um. En mikilvægt sé að greina fjárhagslegar forsendur verkefnisins. „Við þurfum frekara samtal við íbúana. Við eigum eftir að ákveða með þeim hvernig legan verður hér í Hafnarfirði. Ég legg áherslu á að þetta er langtímaverkefni sem við þurfum að fá íbúana með okkur í,“ segir Rósa.Rósa Guðbjartsdóttir segir mikilvægt að samgöngumálin séu skoðuð með heildstæðum hætti. Einnig þurfi að taka sem fyrst um viðræður við stjórnvöld um aðkomu þeirra að málinu og brýnt sé að huga að öðrum samgöngubótum samhliða þessum hugmyndum. Til að mynda þurfi að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar. „Því miður er enn ekki gert ráð fyrir fjármagni í það. En við erum að berjast fyrir því að það verði gert. Það er okkar helsta baráttumál. En þetta er ekki annað hvort eða. Þetta er ekki annað hvort samgöngubætur fyrir einkabílinn versus almennings samgöngur. Við þurfum að skoða þetta heildstætt og hvoru tveggja í fullkominni sátt og taka þannig ákvarðanir inn í framtíðina,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir.
Borgarlína Samgöngur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira