Ólympíumeistarinn tjáir sig um Nassar: Ég hélt ég myndi deyja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2018 09:30 McKayla Maroney á frægri mynd með Obama. Vísir/Getty McKayla Maroney er ein af meira en hundrað konum sem eiga það sameiginlegt að vera fórnarlamb bandaríska læknisins Larry Nassar. McKayla Maroney er í hópi þeirra frægustu enda átti hún frábæran feril í fimleikunum og vann meðal annars Ólympíugull í London 2012. Þá var hún sextán ára en hún hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að Larry Nassar hafi byrjað að misnota hana þegar hún var þrettán ára gömul. McKayla Maroney sagði fyrst frá Nassar í október en hann misnotaði hana meira að segja á Ólympíuleikunum í London þar sem hún vann gull í liðakeppni. Hann hætti ekki fyrr en hún hætti í fimleikum árð 2013. Larry Nassar hefur játað að hafa brotið á sjö ólögráða stúlkum í Michigan en það er aðeins byrjunin því það er með ólíkindum að hann hafi komist upp með brot sín í svo langan tíma. Fórnarlömb Nassar fá tækifæri til að standa fyrir framan hann í réttinum eða að láta lesa fyrir sig yfirlýsingu. McKayla Maroney setti saman yfirlýsingu sem var lesin í réttinum og fyrir framan Larry Nassar í gær. „Ég hafði flogið allan daginn og alla nóttina með liðinu á leið til Tókýo,“ sagði McKayla Maroney í yfirlýsingu sinni en hún var þá að lýsa ferð sinni á alþjóðlegt fimleikamót í Japan og hvað gerðist þar. „Hann var búinn að gefa mér svefntöflu fyrir flugið og það næsta sem ég vissi var að ég var stödd ein með honum í hótelherberginu hans að fá „meðferð“. Ég hélt að ég myndi deyja þessa nótt,“ skrifaði Maroney.Aly Raisman, Gabby Douglas, McKayla Maroney, Kyla Ross og Jordyn Wieber unnu saman Ólympíugullið í liðakeppni á OL 2012.Vísir/Getty„Af því að foreldrar fengu ekki að koma í æfingabúðir landsliðsins þá gátu mamma og pabbi ekki séð hvað Nassar var að gera. Með þessu hefur hann búið til óverðskuldaða sektarkennd hjá elsku fjölskyldu minni,“ skrifaði Maroney og bætti við: „Larry Nassar á skilið að vera í fangelsi það sem eftir lifir ævi sinnar. Ekki bara vegna þess sem hann gerði mér, liðfélögum mínum og svo mörgum öðrum ungum stelpum heldur til þess að koma í veg fyrir að hann misnoti fleiri börn. Ég hvet ykkur til að gefa honum hámarksrefsingu,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Maroney. Það má lesa meira um þetta í umfjöllun Washington Post. Fimleikar MeToo Mál Larry Nassar Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
McKayla Maroney er ein af meira en hundrað konum sem eiga það sameiginlegt að vera fórnarlamb bandaríska læknisins Larry Nassar. McKayla Maroney er í hópi þeirra frægustu enda átti hún frábæran feril í fimleikunum og vann meðal annars Ólympíugull í London 2012. Þá var hún sextán ára en hún hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að Larry Nassar hafi byrjað að misnota hana þegar hún var þrettán ára gömul. McKayla Maroney sagði fyrst frá Nassar í október en hann misnotaði hana meira að segja á Ólympíuleikunum í London þar sem hún vann gull í liðakeppni. Hann hætti ekki fyrr en hún hætti í fimleikum árð 2013. Larry Nassar hefur játað að hafa brotið á sjö ólögráða stúlkum í Michigan en það er aðeins byrjunin því það er með ólíkindum að hann hafi komist upp með brot sín í svo langan tíma. Fórnarlömb Nassar fá tækifæri til að standa fyrir framan hann í réttinum eða að láta lesa fyrir sig yfirlýsingu. McKayla Maroney setti saman yfirlýsingu sem var lesin í réttinum og fyrir framan Larry Nassar í gær. „Ég hafði flogið allan daginn og alla nóttina með liðinu á leið til Tókýo,“ sagði McKayla Maroney í yfirlýsingu sinni en hún var þá að lýsa ferð sinni á alþjóðlegt fimleikamót í Japan og hvað gerðist þar. „Hann var búinn að gefa mér svefntöflu fyrir flugið og það næsta sem ég vissi var að ég var stödd ein með honum í hótelherberginu hans að fá „meðferð“. Ég hélt að ég myndi deyja þessa nótt,“ skrifaði Maroney.Aly Raisman, Gabby Douglas, McKayla Maroney, Kyla Ross og Jordyn Wieber unnu saman Ólympíugullið í liðakeppni á OL 2012.Vísir/Getty„Af því að foreldrar fengu ekki að koma í æfingabúðir landsliðsins þá gátu mamma og pabbi ekki séð hvað Nassar var að gera. Með þessu hefur hann búið til óverðskuldaða sektarkennd hjá elsku fjölskyldu minni,“ skrifaði Maroney og bætti við: „Larry Nassar á skilið að vera í fangelsi það sem eftir lifir ævi sinnar. Ekki bara vegna þess sem hann gerði mér, liðfélögum mínum og svo mörgum öðrum ungum stelpum heldur til þess að koma í veg fyrir að hann misnoti fleiri börn. Ég hvet ykkur til að gefa honum hámarksrefsingu,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Maroney. Það má lesa meira um þetta í umfjöllun Washington Post.
Fimleikar MeToo Mál Larry Nassar Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira