Opnun ungbarnadeilda í öllum hverfum lausn á vanda foreldra Baldur Guðmundsson skrifar 13. janúar 2018 07:00 Skúli Helgason segir að vel hafi gengið að bæta úr manneklu á leikskólum eða rót vandans. vísir/anton brink Stofnun ungbarnadeilda á leikskólum í öllum hverfum Reykjavíkurborgar og fjölgun dagforeldra eru lykilatriði þegar kemur að lausn þess vanda sem að foreldrum ungra barna steðjar. Þetta er mat Skúla Helgasonar, formanns skóla- og frístundaráðs. Reykvíkingurinn Rebekka Júlía Magnúsdóttir sagði í Fréttablaðinu í gær frá glímu sinni við að finna dagforeldri fyrir dóttur sína. Þrátt fyrir að hafa leitað á öllu höfuðborgarsvæðinu frá því á meðgöngunni hefur Rebekku ekkert orðið ágengt. Alls staðar sé fullt og fæðingarorlofið sé að klárast. „Þetta veldur mér miklum áhyggjum,“ sagði Rebekka við Fréttablaðið. Rebekka er ekki ein í þessum sporum. Facebook-hópur foreldra sem ekki fá pláss hjá dagforeldrum var stofnaður í vikunni. Á fyrsta degi höfðu yfir 300 manns skráð sig í hópinn. Skúli segir vandamálið ekki síst stafa af manneklu haustsins í leikskólum borgarinnar. Þar hafi mikið áunnist. Í ágúst hafi 130 starfsmenn vantað inn í leikskólana, sem tafið hafi fyrir inntöku yngstu barnanna. Samkvæmt nýjustu tölum vanti 46 starfsmenn á 62 leikskóla borgarinnar, eða innan við eitt stöðugildi á hvern að meðaltali. Nú séu fjórir af hverjum fimm leikskólum borgarinnar fullmannaðir, innan við tvo starfsmenn vanti. Á miðvikudaginn var settur á fót sérstakur starfshópur um dagforeldrakerfið. „Hann á að fara heildstætt yfir þessa þjónustu,“ segir Skúli sem bendir á að dagforeldrar séu ekki á vegum borgarinnar. Hann segir að markmiðið sé að auka gæði og öryggi í þessari þjónustu til framtíðar. Það sé ekki endilega heppilegasta fyrirkomulagið að ein manneskja annist fjögur til fimm börn á heimili sínu, til dæmis ef slys eða óhapp ber að höndum. Skúli segir unnið að því markmiði borgarinnar að öllum 18 mánaða börnum standi pláss á leikskóla til boða en stefnt sé að því að lækka þann aldur enn frekar þegar fram í sækir. Annar starfshópur, Brúum bilið, hópur sem Skúli stýrir, vinnur að því að kortleggja til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að ná þessum markmiðum. Ljóst sé að meðal annars þurfi að byggja nýja leikskóla. Liður í þessu verkefni sé að taka í notkun ungbarnadeildir á leikskólum í öllum hverfum borgarinnar. Sjö nýjar deildir hafi verið opnaðar í haust. Skúli segir að markmiðið sé að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla en tekur fram að hann vilji að foreldrum standi áfram til boða að vista börnin sín hjá dagforeldrum. Stefnt er að því að hópurinn skili af sér tillögum um nýjar ungbarnadeildir á allra næstu vikum og lokaskýrslu í mars. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Stofnun ungbarnadeilda á leikskólum í öllum hverfum Reykjavíkurborgar og fjölgun dagforeldra eru lykilatriði þegar kemur að lausn þess vanda sem að foreldrum ungra barna steðjar. Þetta er mat Skúla Helgasonar, formanns skóla- og frístundaráðs. Reykvíkingurinn Rebekka Júlía Magnúsdóttir sagði í Fréttablaðinu í gær frá glímu sinni við að finna dagforeldri fyrir dóttur sína. Þrátt fyrir að hafa leitað á öllu höfuðborgarsvæðinu frá því á meðgöngunni hefur Rebekku ekkert orðið ágengt. Alls staðar sé fullt og fæðingarorlofið sé að klárast. „Þetta veldur mér miklum áhyggjum,“ sagði Rebekka við Fréttablaðið. Rebekka er ekki ein í þessum sporum. Facebook-hópur foreldra sem ekki fá pláss hjá dagforeldrum var stofnaður í vikunni. Á fyrsta degi höfðu yfir 300 manns skráð sig í hópinn. Skúli segir vandamálið ekki síst stafa af manneklu haustsins í leikskólum borgarinnar. Þar hafi mikið áunnist. Í ágúst hafi 130 starfsmenn vantað inn í leikskólana, sem tafið hafi fyrir inntöku yngstu barnanna. Samkvæmt nýjustu tölum vanti 46 starfsmenn á 62 leikskóla borgarinnar, eða innan við eitt stöðugildi á hvern að meðaltali. Nú séu fjórir af hverjum fimm leikskólum borgarinnar fullmannaðir, innan við tvo starfsmenn vanti. Á miðvikudaginn var settur á fót sérstakur starfshópur um dagforeldrakerfið. „Hann á að fara heildstætt yfir þessa þjónustu,“ segir Skúli sem bendir á að dagforeldrar séu ekki á vegum borgarinnar. Hann segir að markmiðið sé að auka gæði og öryggi í þessari þjónustu til framtíðar. Það sé ekki endilega heppilegasta fyrirkomulagið að ein manneskja annist fjögur til fimm börn á heimili sínu, til dæmis ef slys eða óhapp ber að höndum. Skúli segir unnið að því markmiði borgarinnar að öllum 18 mánaða börnum standi pláss á leikskóla til boða en stefnt sé að því að lækka þann aldur enn frekar þegar fram í sækir. Annar starfshópur, Brúum bilið, hópur sem Skúli stýrir, vinnur að því að kortleggja til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að ná þessum markmiðum. Ljóst sé að meðal annars þurfi að byggja nýja leikskóla. Liður í þessu verkefni sé að taka í notkun ungbarnadeildir á leikskólum í öllum hverfum borgarinnar. Sjö nýjar deildir hafi verið opnaðar í haust. Skúli segir að markmiðið sé að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla en tekur fram að hann vilji að foreldrum standi áfram til boða að vista börnin sín hjá dagforeldrum. Stefnt er að því að hópurinn skili af sér tillögum um nýjar ungbarnadeildir á allra næstu vikum og lokaskýrslu í mars.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira