Williams skoraði 50 stig í leiknum, þar af 27 í þriðja leikhluta. Hann nýtti alls 16 af 27 skotum sínum og setti niður átta þriggja stiga körfur.
Munurinn að loknum þriðja leikhluta var sjö stig en Golden State náði ekki brúa bilið í fjórða leikhluta.
Kevin Durant, sem hafði misst af síðustu þremur leikjum Golden State vegna meiðsla, sneri aftur í nótt og var með 40 stig. Þar með varð hann 44. leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem afrekar að skora 20 þúsund stig á ferlinum.
Tvíframlengja þurfti leik Chicago og New York í Madison Square Garden í nótt og fór svo að gestirnir frá Chicago höfðu betur, 112-119. Finnski landsliðsmaðurinn Lauri Markkanen var frábær í liði Chicago og skoraði 33 stig.
Þetta var áttunda tap New York í síðustu tíu leikjum liðsins. Michael Beasley skoraði 26 stig fyrir liðið og Kristaps Porzingis 24.
Houston vann Portland 121-112, þar sem Chris Paul skoraði 37 stig fyrir Houston. James Harden spilaði ekki með liðinu vegna meiðsla.
Úrslit næturinnar:
Charlotte - Dallas 111-115
Indiana - Miami 106-114
Washington - Utah 104-107
Brooklyn - Detroit 80-114
New York - Chicago 119-112
Houston - Portland 121-112
Memphis - New Orleans 105-102
Milwaukee - Orlando 110-103
Minnesota - Oklahoma City 104-88
Denver - Atlanta 97-110
Golden State - LA Clippers 106-125