Demókratar vilja koma hlífðarskildi yfir Mueller Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2018 21:30 Robert Mueller, sérstakur saksóknari. Vísir/EPA Þingmenn Demókrataflokksins vilja að þingið komi í veg fyrir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, geti vikið Robert Mueller, sérstökum saksóknara, úr starfi sínu og bundið enda á Rússarannsóknina svokölluðu. Það vilja þeir gera eftir að í ljós kom að Trump ætlaði sér að reka Mueller í júní í fyrra. Lögmenn og ráðgjafar Trump komu í veg fyrir að hann gerði það. Æðsti lögmaður Hvíta hússins hótaði að segja starfi sínu lausu ef það skref yrði tekið.Sjá einnig: Trump ætlaði að reka MuellerÞrátt fyrir áköll Demókrata og eins Repúblikana hafa leiðtogar Repúblikanaflokksins þó lítinn áhuga að binda hendur Trump. Samkvæmt frétt Washington Post segja þeir að hótanir forsetans hafi verið einangraðar og séu í fortíðinni. Ekkert tilefni sé til aðgerða.Charles E. Grassley, formaður dómsmálanefndar öldungadeildarinnar, segir að ef fregnirnar séu réttar sýni þær fram á að forsetinn hafi hlustað á góð ráð frá ráðgjöfum sínum. „Miðað við yfirlýsingar hans síðustu vikurnar eru hann og lögmenn hans að starfa með Mueller,“ sagði Grassley og vísaði þar til Trump.Demókratar eru þó ekki sammála og saka Repúblikana um að taka þátt í tilraunum til þess að grafa undan trúverðugleika Mueller og Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Þær árásir hafa færst verulega í aukana að undanförnu.Sjá einnig: Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar„Repúblikanar hafa sagt okkur í marga mánuði að það komi ekki til greina að Trump myndi reka Mueller og því þyrftum við ekki að koma hlífðarskildi yfir sérstaka saksóknarann. Hver er afsökunin þeirra núna?“ sagði aðstoðarmaður öldungadeildarþingmanns Demókrataflokksins við Politco. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump sagður vilja losna við aðstoðarráðherrann sem skipaði Mueller Aðstoðardómsmálaráðherrann skipaði Robert Mueller eftir að Trump rak forstjóra alríkislögreglunnar FBI. 27. janúar 2018 11:12 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Sjá meira
Þingmenn Demókrataflokksins vilja að þingið komi í veg fyrir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, geti vikið Robert Mueller, sérstökum saksóknara, úr starfi sínu og bundið enda á Rússarannsóknina svokölluðu. Það vilja þeir gera eftir að í ljós kom að Trump ætlaði sér að reka Mueller í júní í fyrra. Lögmenn og ráðgjafar Trump komu í veg fyrir að hann gerði það. Æðsti lögmaður Hvíta hússins hótaði að segja starfi sínu lausu ef það skref yrði tekið.Sjá einnig: Trump ætlaði að reka MuellerÞrátt fyrir áköll Demókrata og eins Repúblikana hafa leiðtogar Repúblikanaflokksins þó lítinn áhuga að binda hendur Trump. Samkvæmt frétt Washington Post segja þeir að hótanir forsetans hafi verið einangraðar og séu í fortíðinni. Ekkert tilefni sé til aðgerða.Charles E. Grassley, formaður dómsmálanefndar öldungadeildarinnar, segir að ef fregnirnar séu réttar sýni þær fram á að forsetinn hafi hlustað á góð ráð frá ráðgjöfum sínum. „Miðað við yfirlýsingar hans síðustu vikurnar eru hann og lögmenn hans að starfa með Mueller,“ sagði Grassley og vísaði þar til Trump.Demókratar eru þó ekki sammála og saka Repúblikana um að taka þátt í tilraunum til þess að grafa undan trúverðugleika Mueller og Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Þær árásir hafa færst verulega í aukana að undanförnu.Sjá einnig: Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar„Repúblikanar hafa sagt okkur í marga mánuði að það komi ekki til greina að Trump myndi reka Mueller og því þyrftum við ekki að koma hlífðarskildi yfir sérstaka saksóknarann. Hver er afsökunin þeirra núna?“ sagði aðstoðarmaður öldungadeildarþingmanns Demókrataflokksins við Politco.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump sagður vilja losna við aðstoðarráðherrann sem skipaði Mueller Aðstoðardómsmálaráðherrann skipaði Robert Mueller eftir að Trump rak forstjóra alríkislögreglunnar FBI. 27. janúar 2018 11:12 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Sjá meira
Trump sagður vilja losna við aðstoðarráðherrann sem skipaði Mueller Aðstoðardómsmálaráðherrann skipaði Robert Mueller eftir að Trump rak forstjóra alríkislögreglunnar FBI. 27. janúar 2018 11:12