Trump ætlaði að reka Mueller Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. janúar 2018 07:53 Donald Trump telur Robert Mueller vanhæfan til að sinna rannsókninni meðal annars vegna málsóknar gegn Jared Kushner, sem sést hér forsetanum á vinstri hönd. VÍSIR/AFP Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. Ekkert varð þó af uppsögninni vegna þess að lögmenn og ráðgjafar forsetans hótuðu að segja sjálfir upp störfum ef af yrði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umfjöllun New York Times en þar er haft eftir forsetaráðgjafanum Donald McGahn að brottrekstur Muellers hefði verið „stórslys“ fyrir embættið. Mikið skrið virðist vera komið á rannsókn Muellers á meintri aðkomu rússneskra stjórnvalda að forsetakosningunum vestanhafs árið 2016 en fjölmargir háttsettir embættismenn í Bandaríkjunum hafa verið yfirheyrðir á síðustu vikum vegna rannsóknarinnar.Sjá einnig: Trump þrýsti á þingmenn um að hætta rannsókn á RússatengslumRobert Mueller rannsakar tengsl Rússa við forsetann og ráðgjafa hans.VÍSIR/GETTYMeðal þess sem rannsóknarnefnd Muellers kannar er hvort forsetinn og ráðgjafar hans hafi hindrað framgang réttvísinnar þegar James Comey, fyrrverandi yfirmaður alríkislögreglunnar, var rekinn á síðasta ári. Robert Mueller fékk veður af því að forsetinn vildi láta reka sig einhvern tímann á síðustu mánuðum ef marka má umfjöllun NY Times. Um svipað leyti og orðrómurinn um að Mueller væri að undirbúa málsókn gegn forsetanum sagði Donald Trump að þrennt kæmi í veg fyrir það að sérstaki rannsakandinn gæti talist hlutlaus í rannsókn sinni. Að mati Trumps gera eftirfarandi þættir Mueller vanhæfan til að halda rannsókninni áfram: - Að Mueller hafi árið 2011 sagt upp áskrift sinni að golfklúbbi Trumps í Virginu-ríki vegna deilna um greiðslu félagsgjalds. - Að Mueller gæti ekki verið hlutlaus því hann hafi starfað fyrir lögfræðistofu sem rak mál gegn tengdasyni forsetans. - Að Mueller hafi verið boðið að taka við embætti stjórnanda FBI daginn áður en hann var skipaður sérstakur rannsakandi. Hvíta húsið hefur ekki brugðist við frétt New York Times sem byggir á fjórum nafnlausum heimildum. Washington Post birti skömmu síðar eigin frétt um málið sem byggði á ummælum tveggja einstaklinga sem þekkja til uppsagnaráhuga forsetans. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25 Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlega Forsetinn vandaði yfirmönnum FBI ekki kveðjuna í ræðu sem hann hélt í æfingarbúðum stofnunarinnar. 15. desember 2017 18:03 Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. Ekkert varð þó af uppsögninni vegna þess að lögmenn og ráðgjafar forsetans hótuðu að segja sjálfir upp störfum ef af yrði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umfjöllun New York Times en þar er haft eftir forsetaráðgjafanum Donald McGahn að brottrekstur Muellers hefði verið „stórslys“ fyrir embættið. Mikið skrið virðist vera komið á rannsókn Muellers á meintri aðkomu rússneskra stjórnvalda að forsetakosningunum vestanhafs árið 2016 en fjölmargir háttsettir embættismenn í Bandaríkjunum hafa verið yfirheyrðir á síðustu vikum vegna rannsóknarinnar.Sjá einnig: Trump þrýsti á þingmenn um að hætta rannsókn á RússatengslumRobert Mueller rannsakar tengsl Rússa við forsetann og ráðgjafa hans.VÍSIR/GETTYMeðal þess sem rannsóknarnefnd Muellers kannar er hvort forsetinn og ráðgjafar hans hafi hindrað framgang réttvísinnar þegar James Comey, fyrrverandi yfirmaður alríkislögreglunnar, var rekinn á síðasta ári. Robert Mueller fékk veður af því að forsetinn vildi láta reka sig einhvern tímann á síðustu mánuðum ef marka má umfjöllun NY Times. Um svipað leyti og orðrómurinn um að Mueller væri að undirbúa málsókn gegn forsetanum sagði Donald Trump að þrennt kæmi í veg fyrir það að sérstaki rannsakandinn gæti talist hlutlaus í rannsókn sinni. Að mati Trumps gera eftirfarandi þættir Mueller vanhæfan til að halda rannsókninni áfram: - Að Mueller hafi árið 2011 sagt upp áskrift sinni að golfklúbbi Trumps í Virginu-ríki vegna deilna um greiðslu félagsgjalds. - Að Mueller gæti ekki verið hlutlaus því hann hafi starfað fyrir lögfræðistofu sem rak mál gegn tengdasyni forsetans. - Að Mueller hafi verið boðið að taka við embætti stjórnanda FBI daginn áður en hann var skipaður sérstakur rannsakandi. Hvíta húsið hefur ekki brugðist við frétt New York Times sem byggir á fjórum nafnlausum heimildum. Washington Post birti skömmu síðar eigin frétt um málið sem byggði á ummælum tveggja einstaklinga sem þekkja til uppsagnaráhuga forsetans.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25 Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlega Forsetinn vandaði yfirmönnum FBI ekki kveðjuna í ræðu sem hann hélt í æfingarbúðum stofnunarinnar. 15. desember 2017 18:03 Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25
Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlega Forsetinn vandaði yfirmönnum FBI ekki kveðjuna í ræðu sem hann hélt í æfingarbúðum stofnunarinnar. 15. desember 2017 18:03
Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00