Aldursmörk hjá Strætó setja öryrkja í þriggja ára tómarúm Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. janúar 2018 07:00 Brúa þarf þriggja ára bil milli örorkuafsláttar og eldri borgara afsláttar hjá Strætó með fiffi. vísir/anton brink „Um leið og stjórnin bregst við og breytir þessu þá er þetta vandamál sjálfleyst. Það myndi einfalda margt,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó, um þann vanda sem hækkun aldursmarka á afslætti eldri borgara í 70 ár olli öryrkjum. Fréttablaðið fjallaði um það í vikunni að stjórn Strætó hafi fyrir áramót viljað lækka aldursmörk afsláttarins aftur niður í 67 ár eftir að þau voru hækkuð í 70 ár í hagræðingaraðgerðum árið 2011. Breytingunum var hins vegar frestað þar sem stjórnin vildi vita hver kostnaðurinn við hana yrði. Fólk á aldursbilinu 67 til 69 ára telst því til eldri borgara víðast hvar í þjóðfélaginu, nema í strætó. Þetta skapar vandamál fyrir fleiri. Öryrkjar njóta sömu afsláttarkjara og sjötugir eldri borgarar hjá Strætó og fá sömu kort og miða. Hins vegar fellur greiðsla örorkulífeyris eða örorkustyrks niður við 67 ára aldur og við tekur ellilífeyrir. Öryrkjar teljast þá til eldri borgara, bara ekki í Strætó. Samkvæmt reglum Strætó ættu öryrkjar, sem náð hafa 67 ára aldri, því að þurfa að greiða fullt fargjald til sjötugs. Guðmundur Heiðar segir þetta vissulega óhentugt en að málin hafi hingað til verið leyst hverju sinni til að brúa þetta þriggja ára bil og tryggja öryrkjum afsláttarkjör sín áfram. „Ég er sammála því að þetta er óheppilegt en yfirleitt hefur þetta verið þannig að þeir sem eru með öryrkjakortin, þótt þau séu útrunnin, hafa getað komið með þau og sýnt þau. Og ef þeir hafa losað sig við þau þá hefur það verið leyst öðruvísi, jafnvel með því að sýna gamla miða. Við höfum leyst málin og fundið út úr þeim í sameiningu með viðkomandi hverju sinni,“ segir Guðmundur Heiðar. Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, sagði í Fréttablaðinu í gær að krafa eldri borgara væri að aldursmörkin yrðu færð niður strax sem og að gjaldfrjálst yrði fyrir eldri borgara í strætó. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
„Um leið og stjórnin bregst við og breytir þessu þá er þetta vandamál sjálfleyst. Það myndi einfalda margt,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó, um þann vanda sem hækkun aldursmarka á afslætti eldri borgara í 70 ár olli öryrkjum. Fréttablaðið fjallaði um það í vikunni að stjórn Strætó hafi fyrir áramót viljað lækka aldursmörk afsláttarins aftur niður í 67 ár eftir að þau voru hækkuð í 70 ár í hagræðingaraðgerðum árið 2011. Breytingunum var hins vegar frestað þar sem stjórnin vildi vita hver kostnaðurinn við hana yrði. Fólk á aldursbilinu 67 til 69 ára telst því til eldri borgara víðast hvar í þjóðfélaginu, nema í strætó. Þetta skapar vandamál fyrir fleiri. Öryrkjar njóta sömu afsláttarkjara og sjötugir eldri borgarar hjá Strætó og fá sömu kort og miða. Hins vegar fellur greiðsla örorkulífeyris eða örorkustyrks niður við 67 ára aldur og við tekur ellilífeyrir. Öryrkjar teljast þá til eldri borgara, bara ekki í Strætó. Samkvæmt reglum Strætó ættu öryrkjar, sem náð hafa 67 ára aldri, því að þurfa að greiða fullt fargjald til sjötugs. Guðmundur Heiðar segir þetta vissulega óhentugt en að málin hafi hingað til verið leyst hverju sinni til að brúa þetta þriggja ára bil og tryggja öryrkjum afsláttarkjör sín áfram. „Ég er sammála því að þetta er óheppilegt en yfirleitt hefur þetta verið þannig að þeir sem eru með öryrkjakortin, þótt þau séu útrunnin, hafa getað komið með þau og sýnt þau. Og ef þeir hafa losað sig við þau þá hefur það verið leyst öðruvísi, jafnvel með því að sýna gamla miða. Við höfum leyst málin og fundið út úr þeim í sameiningu með viðkomandi hverju sinni,“ segir Guðmundur Heiðar. Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, sagði í Fréttablaðinu í gær að krafa eldri borgara væri að aldursmörkin yrðu færð niður strax sem og að gjaldfrjálst yrði fyrir eldri borgara í strætó.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira