Viljum fara úr þátttakendum yfir í að vera sigurvegarar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. janúar 2018 06:00 Darri Freyr Atlason. vísir/eyþór Þegar 17 umferðir eru búnar af Domino’s deild kvenna í körfubolta situr Valur á toppi hennar. Valskonur hafa unnið 13 leiki af 17 og náð í 26 stig. Valur fékk 24 stig á öllu síðasta tímabili og komst ekki í úrslitakeppnina. Viðsnúningurinn er því mikill. Fyrir tímabilið sótti Valur ungan þjálfara úr Vesturbænum, Darra Frey Atlason sem hafði áður þjálfað kvennalið KR tímabilið 2015-16. Darri er fæddur árið 1994 og verður ekki 24 ára fyrr en í byrjun júní. Hann er hógvær þegar talið berst að árangri Vals í vetur. „Við erum að vinna eftir gildum sem við settum okkur snemma og það gengur ágætlega,“ sagði Darri í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir að leikmenn Vals hafi æft vel í sumar og það sé að bera ávöxt. „Það voru allir rosalega tilbúnir að taka þetta föstum tökum. Það eru miklu fleiri en ég sem eiga hrós skilið. Þetta hefst með sterku baklandi og fókus á það sem félagið ætlar að reyna að gera,“ segir Darri. Að hans sögn var fyrsta markmið Vals að enda í einu af efstu fjórum sætum Domino’s deildarinnar og komast í úrslitakeppnina. „Við höfum alltaf talað um að enda í topp fjórum og svo tekur bara nýr kafli við eftir það. Okkur miðar ágætlega,“ segir Darri. En hefur hann trú á því að Valur geti farið alla leið í vor? „Að sjálfsögðu, annars værum við ekkert í þessu. Við höfum talað mikið um að breyta kúltúrnum úr því að vera þátttakendur yfir í að vera sigurvegarar; að trúa því að við séum betra lið þegar við löbbum inn á völlinn en skilja að það er af því að við leggjum hart að okkur og framkvæmum það sem lagt er upp með.“ Þrátt fyrir ungan aldur hefur Darri verið lengi í þjálfun. Hann segist hafa fengið góðan skóla hjá KR. „Ég byrjaði sem aðstoðarþjálfari hjá Finni Frey [Stefánssyni, þjálfara karlaliðs KR] þegar ég var 13 ára, þannig að það er kominn áratugur. Ég held ég hafi þjálfað alla yngri flokka áður en ég tók við kvennaliðinu,“ sagði Darri. „Ég fékk að alast upp hjá Finni Frey, Inga Þór [Steinþórssyni], Sigga Hjörleifs og Hrafni Kristjáns. Ég lærði mikið af þeim.“ Darri er hluti af ógnarsterkum 1994-árgangi KR sem var ósigrandi í yngri flokkunum. Í þeim árgangi eru til að mynda kappar á borð við Martin Hermannsson og Matthías Orra Sigurðarson. „Ég hljóp í hringi og setti hindranir fyrir Matta og Martin,“ segir Darri og hlær. „Það var frábært að læra af þeim og hvernig þeir nálguðust íþróttina. Það kom ekkert annað til greina hjá þeim en að verða afreksmenn.“ Darri lék í nokkur ár með meistaraflokki KR en hugurinn leitaði svo alfarið í þjálfun. „Ég sleit krossband þegar ég var 18 ára og náði mér ekki almennilega. Það var ekki meiðslunum að kenna, heldur að það var ekki nógu mikill eldur í mér,“ segir hann. „Ég fékk útgönguleið í þjálfun þegar ég var beðinn um að taka við kvennaliði KR. „Afsökun“ til að hætta og einbeita mér að þjálfun. Ég var ekkert á leiðinni að verða afreksmaður í körfubolta.“ Darri er ekki fyrsti ungi þjálfarinn sem gerir það gott í íslenskum körfubolta. Friðrik Ingi Rúnarsson var til að mynda kornungur þegar hann gerði karlalið Njarðvíkur að Íslandsmeisturum 1991 og áðurnefndur Finnur Freyr var aðeins þrítugur þegar hann tók við KR. Fordæmin eru því til staðar. Darri er ekki bara fær körfuboltaþjálfari heldur er hann einn af 20 vonarstjörnum í íslenskum viðskiptum samkvæmt lista almannatengilsins Andrésar Jónssonar. „Ég er í stafrænni þróun hjá Íslandsbanka, þar sem við erum að reyna að komast að því hvernig við verðum betri banki á morgun en við erum í dag. Maður þarf að forgangsraða og hafa gott bakland til að þetta gangi upp,“ segir Darri að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
Þegar 17 umferðir eru búnar af Domino’s deild kvenna í körfubolta situr Valur á toppi hennar. Valskonur hafa unnið 13 leiki af 17 og náð í 26 stig. Valur fékk 24 stig á öllu síðasta tímabili og komst ekki í úrslitakeppnina. Viðsnúningurinn er því mikill. Fyrir tímabilið sótti Valur ungan þjálfara úr Vesturbænum, Darra Frey Atlason sem hafði áður þjálfað kvennalið KR tímabilið 2015-16. Darri er fæddur árið 1994 og verður ekki 24 ára fyrr en í byrjun júní. Hann er hógvær þegar talið berst að árangri Vals í vetur. „Við erum að vinna eftir gildum sem við settum okkur snemma og það gengur ágætlega,“ sagði Darri í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir að leikmenn Vals hafi æft vel í sumar og það sé að bera ávöxt. „Það voru allir rosalega tilbúnir að taka þetta föstum tökum. Það eru miklu fleiri en ég sem eiga hrós skilið. Þetta hefst með sterku baklandi og fókus á það sem félagið ætlar að reyna að gera,“ segir Darri. Að hans sögn var fyrsta markmið Vals að enda í einu af efstu fjórum sætum Domino’s deildarinnar og komast í úrslitakeppnina. „Við höfum alltaf talað um að enda í topp fjórum og svo tekur bara nýr kafli við eftir það. Okkur miðar ágætlega,“ segir Darri. En hefur hann trú á því að Valur geti farið alla leið í vor? „Að sjálfsögðu, annars værum við ekkert í þessu. Við höfum talað mikið um að breyta kúltúrnum úr því að vera þátttakendur yfir í að vera sigurvegarar; að trúa því að við séum betra lið þegar við löbbum inn á völlinn en skilja að það er af því að við leggjum hart að okkur og framkvæmum það sem lagt er upp með.“ Þrátt fyrir ungan aldur hefur Darri verið lengi í þjálfun. Hann segist hafa fengið góðan skóla hjá KR. „Ég byrjaði sem aðstoðarþjálfari hjá Finni Frey [Stefánssyni, þjálfara karlaliðs KR] þegar ég var 13 ára, þannig að það er kominn áratugur. Ég held ég hafi þjálfað alla yngri flokka áður en ég tók við kvennaliðinu,“ sagði Darri. „Ég fékk að alast upp hjá Finni Frey, Inga Þór [Steinþórssyni], Sigga Hjörleifs og Hrafni Kristjáns. Ég lærði mikið af þeim.“ Darri er hluti af ógnarsterkum 1994-árgangi KR sem var ósigrandi í yngri flokkunum. Í þeim árgangi eru til að mynda kappar á borð við Martin Hermannsson og Matthías Orra Sigurðarson. „Ég hljóp í hringi og setti hindranir fyrir Matta og Martin,“ segir Darri og hlær. „Það var frábært að læra af þeim og hvernig þeir nálguðust íþróttina. Það kom ekkert annað til greina hjá þeim en að verða afreksmenn.“ Darri lék í nokkur ár með meistaraflokki KR en hugurinn leitaði svo alfarið í þjálfun. „Ég sleit krossband þegar ég var 18 ára og náði mér ekki almennilega. Það var ekki meiðslunum að kenna, heldur að það var ekki nógu mikill eldur í mér,“ segir hann. „Ég fékk útgönguleið í þjálfun þegar ég var beðinn um að taka við kvennaliði KR. „Afsökun“ til að hætta og einbeita mér að þjálfun. Ég var ekkert á leiðinni að verða afreksmaður í körfubolta.“ Darri er ekki fyrsti ungi þjálfarinn sem gerir það gott í íslenskum körfubolta. Friðrik Ingi Rúnarsson var til að mynda kornungur þegar hann gerði karlalið Njarðvíkur að Íslandsmeisturum 1991 og áðurnefndur Finnur Freyr var aðeins þrítugur þegar hann tók við KR. Fordæmin eru því til staðar. Darri er ekki bara fær körfuboltaþjálfari heldur er hann einn af 20 vonarstjörnum í íslenskum viðskiptum samkvæmt lista almannatengilsins Andrésar Jónssonar. „Ég er í stafrænni þróun hjá Íslandsbanka, þar sem við erum að reyna að komast að því hvernig við verðum betri banki á morgun en við erum í dag. Maður þarf að forgangsraða og hafa gott bakland til að þetta gangi upp,“ segir Darri að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira