Rannsakandinn ræddi einnig við fyrrverandi forstjóra FBI Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2018 19:43 Þegar Comey kom fyrir þingnefnd í sumar sagðist hann hafa strax byrjað að halda minnisblöð eftir fyrstu samskipti sín við Trump því hann óttaðist að forsetinn myndi ljúga um þau. Vísir/AFP Starfsmenn sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins ræddu við James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI sem Donald Trump forseti rak, í fyrra. Spurðu þeir hann meðal annars um minnisblöð sem hann hélt um samskipti sín við Trump. New York Times greindi frá því í dag að rannsakendur Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans sem rannsakar meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa og hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar, hefðu rætt við Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, í fleiri klukkustundir í síðustu viku. Sessions er fyrsti meðlimur ríkisstjórnar Trump sem hefur gefið Mueller skýrslu. Nú hefur blaðið eftir heimildarmönnum sínum að Comey hafi rætt við rannsakendurna í fyrra. Viðtalið hafi aðallega snúist um minnisblöð sem Comey hélt um það sem hann taldi óviðeigandi samskipti Trump við sig í fyrra. Í eitt skipti taldi Comey að Trump hefði beðið sig um að hætta rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sínum.Trump er sagður hafa verið bálreiður við Sessions þegar hann dró sig í hlé frá Rússarannsókninni í fyrra. Lögmaður Hvíta hússins hafi þrýst á hann að lýsa sig ekki vanhæfan til að fjalla um málið.Vísir/AFPEftir að Trump rak Comey í fyrra skipaði dómsmálaráðuneytið Mueller til að rannsaka möguleg tengsl við Rússa og jafnframt hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar sem FBI hafði þá unnið að frá því árið áður. Sessions er talinn vera lykilvitni um bæði atriði. Hann var bæði háttsettur starfsmaður framboðsins þegar meint samráð við Rússa á að hafa átt sér stað og kom nærri ákvörðun Trump um að reka Comey. Sessions lýsti sig vanhæfan til að fjalla um Rússarannsóknina í fyrra. Skömmu eftir að Trump rak Comey, lýsti hann í sjónvarpsviðtali að Rússarannsókn FBI hefði verið ástæðan. Flynn, sem Comey taldi að Trump vildi að hann hætti að rannsaka, játaði sig sekan af ákæru sérstaka rannsakandans um að hafa logið að alríkislögreglunni í byrjun síðasta mánaðar. Hann er sagður vinna með rannsókn Mueller. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flynn fullyrti að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ Framburður vitnis bendir til þess að ríkisstjórn Donalds Trump hafi ætlað að afnema refsiaðgerðir gegn Rússum sem voru meðal annars settar á vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 7. desember 2017 09:42 Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23 Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira
Starfsmenn sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins ræddu við James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI sem Donald Trump forseti rak, í fyrra. Spurðu þeir hann meðal annars um minnisblöð sem hann hélt um samskipti sín við Trump. New York Times greindi frá því í dag að rannsakendur Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans sem rannsakar meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa og hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar, hefðu rætt við Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, í fleiri klukkustundir í síðustu viku. Sessions er fyrsti meðlimur ríkisstjórnar Trump sem hefur gefið Mueller skýrslu. Nú hefur blaðið eftir heimildarmönnum sínum að Comey hafi rætt við rannsakendurna í fyrra. Viðtalið hafi aðallega snúist um minnisblöð sem Comey hélt um það sem hann taldi óviðeigandi samskipti Trump við sig í fyrra. Í eitt skipti taldi Comey að Trump hefði beðið sig um að hætta rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sínum.Trump er sagður hafa verið bálreiður við Sessions þegar hann dró sig í hlé frá Rússarannsókninni í fyrra. Lögmaður Hvíta hússins hafi þrýst á hann að lýsa sig ekki vanhæfan til að fjalla um málið.Vísir/AFPEftir að Trump rak Comey í fyrra skipaði dómsmálaráðuneytið Mueller til að rannsaka möguleg tengsl við Rússa og jafnframt hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar sem FBI hafði þá unnið að frá því árið áður. Sessions er talinn vera lykilvitni um bæði atriði. Hann var bæði háttsettur starfsmaður framboðsins þegar meint samráð við Rússa á að hafa átt sér stað og kom nærri ákvörðun Trump um að reka Comey. Sessions lýsti sig vanhæfan til að fjalla um Rússarannsóknina í fyrra. Skömmu eftir að Trump rak Comey, lýsti hann í sjónvarpsviðtali að Rússarannsókn FBI hefði verið ástæðan. Flynn, sem Comey taldi að Trump vildi að hann hætti að rannsaka, játaði sig sekan af ákæru sérstaka rannsakandans um að hafa logið að alríkislögreglunni í byrjun síðasta mánaðar. Hann er sagður vinna með rannsókn Mueller.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flynn fullyrti að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ Framburður vitnis bendir til þess að ríkisstjórn Donalds Trump hafi ætlað að afnema refsiaðgerðir gegn Rússum sem voru meðal annars settar á vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 7. desember 2017 09:42 Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23 Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira
Flynn fullyrti að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ Framburður vitnis bendir til þess að ríkisstjórn Donalds Trump hafi ætlað að afnema refsiaðgerðir gegn Rússum sem voru meðal annars settar á vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 7. desember 2017 09:42
Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23
Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41
Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45