Gæti prentað raunveruleg líffæri Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. janúar 2018 20:00 Nýr tuttugu milljóna króna þrívíddarprentari markar þáttaskil fyrir skurðlækna hér á landi sem geta nú undirbúið aðgerðir með skoðun á nákvæmum þrívíddarprentuðum líffærum. Í framtíðinni gæti verið hægt að prenta raunveruleg líffæri í þessum prentara. Að kaupunum standa Háskólinn í Reykjavík, Landspítalinn, Össur og Háskóli Íslands. Dósent við Háskólann við Reykjavík og einn helsti sérfræðingur heims á sviði þrívíddarprentunar hefur unnið lengi að því að fá prentarann til landsins. Hjarta að verða til í þrívíddarprentaranum.Hann segir aðgerðir geta tekið styttri tíma með hjálp prentarans. „Kosturinn er að tíminn sem fer í hverja aðgerð verður styttri. Það má líkja þessu við að hlaupa maraþon en að tíu kílómetrar hafi verið teknir af leiðinni. Þannig verða skurðlæknarnir ferskari og það leiðir til betri útkomu fyrir sjúklinga," segir Paolo Gargiulo, forstöðumaður Heilbrigðistækniseturs HR og LSH. Þetta er ekki fyrsti þrívíddaprentari landsins sem notaður er í læknavísindum en sá lang fullkomnasti. Hægt er að prenta flókna hluti úr fjólbreyttum efnum, og þá bæði gagnsæju og lituðu, sveigjanlegu eða hörðu. Þannig er til dæmis hægt að prenta sjáanlegar taugar og æðar í líffærunum. Lýtalæknir við Landspítalann tekur sem dæmi að auðveldara sé að fjarlægja æxli í kjálka ef skurðlæknirinn hefur á grundvelli sneiðmynda þegar prentað út kjálkann og æxlið sem á að skera upp. Þá sé hægt móta málmspangir fyrir uppbyggingu eftir aðgerðina. „Þær getum við verið búin að móta fyrir fram af því við höfum módelið í hendinni. Þær koma þá á módelið og síðan í aðgerðinni þegar opið er inn á kjálkabeinið getum við komið þessari spöng fyrir og hún á þá að sitja rétt á. Þetta gerir það að verkum að aðgerðin verður á alla vegu nákvæmari og hraðari," segir Gunnar Auðólfsson, læknir á lýtaskurðdeild Landspítalans. Gunnar Auðólfsson, læknir á lýtaskurðdeild Landspítalans.Hjarta og ýmsir smáhlutir hafa þegar komið út úr nýja prentaranum en framkvæmdastjóri lækninga segir framtíðina spennandi. „Það gæti farið svo að í framtíðinni verði hægt að prenta líffæri eða líffærahluta," segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. „Sjálfsagt er það í tilraunaskyni hægt í dag og mun auðvitað taka mörg ár ennþá að þróa það. En það er svona það sem menn eru að horfa til," segir hann.Þessi prentari gæti mögulega verið notaður til þess? „Það er hugsanlegt í framtíðinni já," segir Ólafur. Heilbrigðismál Tækni Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Nýr tuttugu milljóna króna þrívíddarprentari markar þáttaskil fyrir skurðlækna hér á landi sem geta nú undirbúið aðgerðir með skoðun á nákvæmum þrívíddarprentuðum líffærum. Í framtíðinni gæti verið hægt að prenta raunveruleg líffæri í þessum prentara. Að kaupunum standa Háskólinn í Reykjavík, Landspítalinn, Össur og Háskóli Íslands. Dósent við Háskólann við Reykjavík og einn helsti sérfræðingur heims á sviði þrívíddarprentunar hefur unnið lengi að því að fá prentarann til landsins. Hjarta að verða til í þrívíddarprentaranum.Hann segir aðgerðir geta tekið styttri tíma með hjálp prentarans. „Kosturinn er að tíminn sem fer í hverja aðgerð verður styttri. Það má líkja þessu við að hlaupa maraþon en að tíu kílómetrar hafi verið teknir af leiðinni. Þannig verða skurðlæknarnir ferskari og það leiðir til betri útkomu fyrir sjúklinga," segir Paolo Gargiulo, forstöðumaður Heilbrigðistækniseturs HR og LSH. Þetta er ekki fyrsti þrívíddaprentari landsins sem notaður er í læknavísindum en sá lang fullkomnasti. Hægt er að prenta flókna hluti úr fjólbreyttum efnum, og þá bæði gagnsæju og lituðu, sveigjanlegu eða hörðu. Þannig er til dæmis hægt að prenta sjáanlegar taugar og æðar í líffærunum. Lýtalæknir við Landspítalann tekur sem dæmi að auðveldara sé að fjarlægja æxli í kjálka ef skurðlæknirinn hefur á grundvelli sneiðmynda þegar prentað út kjálkann og æxlið sem á að skera upp. Þá sé hægt móta málmspangir fyrir uppbyggingu eftir aðgerðina. „Þær getum við verið búin að móta fyrir fram af því við höfum módelið í hendinni. Þær koma þá á módelið og síðan í aðgerðinni þegar opið er inn á kjálkabeinið getum við komið þessari spöng fyrir og hún á þá að sitja rétt á. Þetta gerir það að verkum að aðgerðin verður á alla vegu nákvæmari og hraðari," segir Gunnar Auðólfsson, læknir á lýtaskurðdeild Landspítalans. Gunnar Auðólfsson, læknir á lýtaskurðdeild Landspítalans.Hjarta og ýmsir smáhlutir hafa þegar komið út úr nýja prentaranum en framkvæmdastjóri lækninga segir framtíðina spennandi. „Það gæti farið svo að í framtíðinni verði hægt að prenta líffæri eða líffærahluta," segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. „Sjálfsagt er það í tilraunaskyni hægt í dag og mun auðvitað taka mörg ár ennþá að þróa það. En það er svona það sem menn eru að horfa til," segir hann.Þessi prentari gæti mögulega verið notaður til þess? „Það er hugsanlegt í framtíðinni já," segir Ólafur.
Heilbrigðismál Tækni Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira