Opnun alríkisstjórnarinnar komin á borð Trump Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2018 23:42 Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings yfirgefa þinghúsið eftir atkvæðagreiðsluna í kvöld. Vísir/AFP Báðar deildir Bandaríkjaþings hafa samþykkt frumvarp um bráðabirgðafjárlög svo hægt verði að opna alríkisstjórnina aftur eftir þriggja daga lokun. Lögin hafa verið send Donald Trump forseta til undirskriftar. Afgerandi meirihluti öldungadeildarinnar samþykkti frumvarpið fyrr í dag og nú í kvöld ljáðu 266 af 435 þingmönnum fulltrúadeildarinnar því samþykki sitt. Samkvæmt því verður rekstur alríkisstjórnarinnar fjármagnaður til 8. febrúar. Rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvaðist á miðnætti á föstudag eftir að þingmönnum tókst ekki að koma sér saman um bráðabirgðalausn. Rekstur alríkisstjórnarinnar hefur verið fjármagnaður með ítrekuðum bráðabirgðalausnum því þinginu tókst ekki að samþykkja fjárlög fyrir lok síðasta fjárlagaárs í september. Níu þingmenn demókrata í öldungadeildinni þurftu að samþykkja bráðabirgðalausnina en því höfnuðu þeir til að knýja á um vernd fyrir um 700.000 innflytjendur sem fluttir voru ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Trump forseti afnam DACA-áætlunina sem verndaði þá fyrir brottvísun í september en þingið hefur enn ekki samþykkt frumvarp um örlög skjólstæðinga hennar. Ætlun þingmanna er að nýta tímann til 8. febrúar til að ná samkomulagi um innflytjendamál. Repúblikanar eru klofnir í afstöðu sinni til þeirra. Sumir vilja veita skjólstæðingum DACA varanlegt dvalarleyfi eða ríkisborgararétt, harðlínumenn vilja hins vegar endurskoða allt innflytjendakerfið og draga verulega úr löglegum flutningi fólks til Bandaríkjanna.Washington Post segir að frjálslyndir stuðningsmenn demókrata og baráttufólk fyrir réttindum innflytjenda sé ævareitt ákvörðun demókrata um að falllast á málamiðlun við repúblikana. Þeir hafi ekki fengið neina fullvissu um samkomulag um örlög skjólstæðinga DACA annað en loforð Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, um að hann muni láta greiða atkvæði um frumvarp sem tekur á stöðu þeirra. Donald Trump Tengdar fréttir Símsvari Hvíta hússins veldur usla Hvíta húsið sakar Demókrata um að halda stjórnvöldum Bandaríkjanna í gíslingu vegna innflytjenda. 22. janúar 2018 14:00 Enn allt í hnút vestanhafs Hundruð þúsunda opinberra starfsmanna munu ekki geta mætt til vinnu í Bandaríkjunum í dag. 22. janúar 2018 07:36 Samkomulag um að opna alríkisstjórnina aftur Greidd verða atkvæði um bráðabirgðafjárlög í báðum deildum Bandaríkjaþings í dag. 22. janúar 2018 17:36 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Báðar deildir Bandaríkjaþings hafa samþykkt frumvarp um bráðabirgðafjárlög svo hægt verði að opna alríkisstjórnina aftur eftir þriggja daga lokun. Lögin hafa verið send Donald Trump forseta til undirskriftar. Afgerandi meirihluti öldungadeildarinnar samþykkti frumvarpið fyrr í dag og nú í kvöld ljáðu 266 af 435 þingmönnum fulltrúadeildarinnar því samþykki sitt. Samkvæmt því verður rekstur alríkisstjórnarinnar fjármagnaður til 8. febrúar. Rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvaðist á miðnætti á föstudag eftir að þingmönnum tókst ekki að koma sér saman um bráðabirgðalausn. Rekstur alríkisstjórnarinnar hefur verið fjármagnaður með ítrekuðum bráðabirgðalausnum því þinginu tókst ekki að samþykkja fjárlög fyrir lok síðasta fjárlagaárs í september. Níu þingmenn demókrata í öldungadeildinni þurftu að samþykkja bráðabirgðalausnina en því höfnuðu þeir til að knýja á um vernd fyrir um 700.000 innflytjendur sem fluttir voru ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Trump forseti afnam DACA-áætlunina sem verndaði þá fyrir brottvísun í september en þingið hefur enn ekki samþykkt frumvarp um örlög skjólstæðinga hennar. Ætlun þingmanna er að nýta tímann til 8. febrúar til að ná samkomulagi um innflytjendamál. Repúblikanar eru klofnir í afstöðu sinni til þeirra. Sumir vilja veita skjólstæðingum DACA varanlegt dvalarleyfi eða ríkisborgararétt, harðlínumenn vilja hins vegar endurskoða allt innflytjendakerfið og draga verulega úr löglegum flutningi fólks til Bandaríkjanna.Washington Post segir að frjálslyndir stuðningsmenn demókrata og baráttufólk fyrir réttindum innflytjenda sé ævareitt ákvörðun demókrata um að falllast á málamiðlun við repúblikana. Þeir hafi ekki fengið neina fullvissu um samkomulag um örlög skjólstæðinga DACA annað en loforð Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, um að hann muni láta greiða atkvæði um frumvarp sem tekur á stöðu þeirra.
Donald Trump Tengdar fréttir Símsvari Hvíta hússins veldur usla Hvíta húsið sakar Demókrata um að halda stjórnvöldum Bandaríkjanna í gíslingu vegna innflytjenda. 22. janúar 2018 14:00 Enn allt í hnút vestanhafs Hundruð þúsunda opinberra starfsmanna munu ekki geta mætt til vinnu í Bandaríkjunum í dag. 22. janúar 2018 07:36 Samkomulag um að opna alríkisstjórnina aftur Greidd verða atkvæði um bráðabirgðafjárlög í báðum deildum Bandaríkjaþings í dag. 22. janúar 2018 17:36 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Símsvari Hvíta hússins veldur usla Hvíta húsið sakar Demókrata um að halda stjórnvöldum Bandaríkjanna í gíslingu vegna innflytjenda. 22. janúar 2018 14:00
Enn allt í hnút vestanhafs Hundruð þúsunda opinberra starfsmanna munu ekki geta mætt til vinnu í Bandaríkjunum í dag. 22. janúar 2018 07:36
Samkomulag um að opna alríkisstjórnina aftur Greidd verða atkvæði um bráðabirgðafjárlög í báðum deildum Bandaríkjaþings í dag. 22. janúar 2018 17:36