Ekki hægt að leggja ofurskatta á grein í uppbyggingu Aron Ingi Guðmundsson skrifar 23. janúar 2018 06:00 Fiskeldisfyrirtæki hafa fengið leyfi fyrir stórauknu fiskeldi í Patreksfirði. Vísir/Aron Ingi Einar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva, segir ekki hægt að bera saman fiskeldisiðnaðinn hér á landi og í Noregi í ljósi ummæla Óttars Yngvasonar í Fréttablaðinu í gær. „Í fyrsta lagi er það þannig að í Noregi eru núna framleiddar 1,3 milljónir tonna af laxi. Fiskeldið þar hefur verið að byggjast sveiflukennt upp á síðustu fjörutíu árum. Við erum að slíta barnsskónum og heildarframleiðsla af laxi hjá okkur í sjókvíum í fyrra var í kringum 10.000 tonn. Það sjá allir að það er ekki hægt að leggja ofurskatta á grein sem er í uppbyggingu, enda gerðu Norðmenn það ekki fyrr en þeir voru komnir með um 500.000 tonna framleiðslu. Þá fóru þeir að beita þeirri gjaldtöku sem þekkist hjá þeim í dag,“ segir Einar og bætir við að leyfin sem veitt eru í Noregi séu varanleg leyfi, en tímabundin leyfi séu gefin út á Íslandi. „En þrátt fyrir að við séum stutt komin þá eru fiskeldisfyrirtæki farin að skila inn verulegum tekjum til sveitarfélaga þar sem þau starfa. Við erum með væntingar um 70-130.000 tonna ársframleiðslu og miðað við það getum við verið að tala um að tekjur sveitarfélaga verði upp á um það bil tvo milljarða króna.“ Einar segir að það séu góðar ástæður fyrir því að erlent eignarhald sé áberandi hjá fiskeldisfyrirtækjum hérlendis. „Það hefur verið lögð áhersla á að fá erlent fjármagn inn í atvinnugreinar hér á landi. Því miður kom ekki inn mikið fé frá Íslendingum þegar leitað var eftir fjárfestingu í fiskeldi á sínum tíma. En með því að fá inn erlenda aðila með þekkingu og reynslu í greininni þá styrkist iðnaðurinn hér.“ Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir norsk fiskeldisfyrirtæki spara milljarða á að flytja til Íslands Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarfélagið Laxinn lifi og átta veiðifélög og veiðiréttarhafar krefjast þess að ógilt verði starfsleyfi Umhverfisstofnunar frá 22. nóvember síðastliðnum fyrir Arctic Sea Farm hf. á 4.000 tonna ársframleiðslu af regnbogasilungi og laxi í opnum sjókvíum í Dýrafirði. 22. janúar 2018 06:00 Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva, segir ekki hægt að bera saman fiskeldisiðnaðinn hér á landi og í Noregi í ljósi ummæla Óttars Yngvasonar í Fréttablaðinu í gær. „Í fyrsta lagi er það þannig að í Noregi eru núna framleiddar 1,3 milljónir tonna af laxi. Fiskeldið þar hefur verið að byggjast sveiflukennt upp á síðustu fjörutíu árum. Við erum að slíta barnsskónum og heildarframleiðsla af laxi hjá okkur í sjókvíum í fyrra var í kringum 10.000 tonn. Það sjá allir að það er ekki hægt að leggja ofurskatta á grein sem er í uppbyggingu, enda gerðu Norðmenn það ekki fyrr en þeir voru komnir með um 500.000 tonna framleiðslu. Þá fóru þeir að beita þeirri gjaldtöku sem þekkist hjá þeim í dag,“ segir Einar og bætir við að leyfin sem veitt eru í Noregi séu varanleg leyfi, en tímabundin leyfi séu gefin út á Íslandi. „En þrátt fyrir að við séum stutt komin þá eru fiskeldisfyrirtæki farin að skila inn verulegum tekjum til sveitarfélaga þar sem þau starfa. Við erum með væntingar um 70-130.000 tonna ársframleiðslu og miðað við það getum við verið að tala um að tekjur sveitarfélaga verði upp á um það bil tvo milljarða króna.“ Einar segir að það séu góðar ástæður fyrir því að erlent eignarhald sé áberandi hjá fiskeldisfyrirtækjum hérlendis. „Það hefur verið lögð áhersla á að fá erlent fjármagn inn í atvinnugreinar hér á landi. Því miður kom ekki inn mikið fé frá Íslendingum þegar leitað var eftir fjárfestingu í fiskeldi á sínum tíma. En með því að fá inn erlenda aðila með þekkingu og reynslu í greininni þá styrkist iðnaðurinn hér.“
Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir norsk fiskeldisfyrirtæki spara milljarða á að flytja til Íslands Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarfélagið Laxinn lifi og átta veiðifélög og veiðiréttarhafar krefjast þess að ógilt verði starfsleyfi Umhverfisstofnunar frá 22. nóvember síðastliðnum fyrir Arctic Sea Farm hf. á 4.000 tonna ársframleiðslu af regnbogasilungi og laxi í opnum sjókvíum í Dýrafirði. 22. janúar 2018 06:00 Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Segir norsk fiskeldisfyrirtæki spara milljarða á að flytja til Íslands Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarfélagið Laxinn lifi og átta veiðifélög og veiðiréttarhafar krefjast þess að ógilt verði starfsleyfi Umhverfisstofnunar frá 22. nóvember síðastliðnum fyrir Arctic Sea Farm hf. á 4.000 tonna ársframleiðslu af regnbogasilungi og laxi í opnum sjókvíum í Dýrafirði. 22. janúar 2018 06:00