Segist þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð Hersir Aron Ólafsson skrifar 22. janúar 2018 20:52 Skipun dómara í Landsrétt var ekki í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga innan stjórnsýslunnar. Þannig var Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vöruð við því að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndar án þess að leggja sjálfstætt mat á umsækjendur. Ráðherrann segir þessar upplýsingar hins vegar engu breyta um málið. Líkt og fram hefur komið samþykkti Alþingi í júní 2017 tillögu dómsmálaráðherra um þá fimmtán einstaklinga sem taka skyldu sæti við Landsrétt. Í fjórum tilfellum var vikið frá niðurstöðu hæfisnefndar og aðrir skipaðir en þeir sem metnir höfðu verið hæfastir. Af þessu leiðir að fjórir þeirra sem voru í hópi fimmtán hæfustu fengu ekki dómarasæti, en tveimur þeirra hafa þegar verið dæmdar bætur frá ríkinu og krefjast hinir tveir enn fremur bóta. Stundin birti í dag gögn úr dómsmálaráðuneytinu þar sem m.a. er að finna tölvupóstsamskipti milli lögfræðinga úr nokkrum ráðuneytum auk athugasemda sem sérfræðingar gerðu við bréf Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra til Alþingis vegna skipunar í Landsrétt. Í einu bréfanna segir lögfræðingur m.a. að ef ráðherra ætli að leggja tillögu fyrir þingið þar sem vikið sé frá niðurstöðu hæfisnefndar þurfi að leggja sjálfstætt mat á alla umsækjendur. Í sama streng tekur Snædís Ósk Sigurjónsdóttir, lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, en í athugasemdum við bréf Sigríðar til Alþingis segir hún m.a. „Það þarf að rökstyðja hverjir eru hæfastir ef ætlunin er að breyta. Hér þarf að hafa í huga að lögbundin nefnd sem á að meta hæfnina er búin að skila áliti sínu.“ Ekki náðist í viðkomandi sérfræðinga til viðtals í dag, en ráðherra segir gögnin litlu breyta um stöðuna. „Mér var fullkunnugt um þetta og ræddi við þessa starfsmenn og aðra sérfræðinga þessi álitaefni og ég ræddi það líka við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd síðasta sumar með hvaða hætti ég hefði innt þessa rannsóknarskyldu af hendi. Það var bara mitt mat á þessum tíma að henni væri fullnægt svona,“ segir dómsmálaráðherra. Vísar Sigríður meðal annars til þess að Alþingi hafi tekið þátt í afgreiðslu málsins, auk þess sem hún hafi haft skamman tíma til að taka ákvörðun. Í dómum sínum frá því í desember sagði Hæstiréttur m.a. að ráðherra hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni nægilega og væri ríkið því skaðabótaskylt. Ljóst er því að ákvörðunin kostar ríkissjóð talsverða fjármuni. Það mun auðvitað talsverður kostnaður falla á ríkið vegna þessarar skipunar.Sérðu fyrir þér að axla einhverja frekari pólitíska ábyrgð, segja af þér? „Ég hef náttúrulega bara gengið í gegnum kosningar og þannig er hin pólitíska ábyrgð og ég leiddi þann lista sem fékk nú næstflest atkvæði á landinu í síðustu kosningum. Þessi mál voru öll komin upp þá og héraðsdómur hafði nú fallið þá.“ Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur: Þingmaður Pírata kallar eftir afsögn dómsmálaráðherra Stjórnarandstæðingar á Alþingi sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en eins og kunnugt er komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að ráðherrann hefði brotið lög með skipun dómara við Landsrétt. 22. janúar 2018 17:54 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Skipun dómara í Landsrétt var ekki í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga innan stjórnsýslunnar. Þannig var Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vöruð við því að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndar án þess að leggja sjálfstætt mat á umsækjendur. Ráðherrann segir þessar upplýsingar hins vegar engu breyta um málið. Líkt og fram hefur komið samþykkti Alþingi í júní 2017 tillögu dómsmálaráðherra um þá fimmtán einstaklinga sem taka skyldu sæti við Landsrétt. Í fjórum tilfellum var vikið frá niðurstöðu hæfisnefndar og aðrir skipaðir en þeir sem metnir höfðu verið hæfastir. Af þessu leiðir að fjórir þeirra sem voru í hópi fimmtán hæfustu fengu ekki dómarasæti, en tveimur þeirra hafa þegar verið dæmdar bætur frá ríkinu og krefjast hinir tveir enn fremur bóta. Stundin birti í dag gögn úr dómsmálaráðuneytinu þar sem m.a. er að finna tölvupóstsamskipti milli lögfræðinga úr nokkrum ráðuneytum auk athugasemda sem sérfræðingar gerðu við bréf Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra til Alþingis vegna skipunar í Landsrétt. Í einu bréfanna segir lögfræðingur m.a. að ef ráðherra ætli að leggja tillögu fyrir þingið þar sem vikið sé frá niðurstöðu hæfisnefndar þurfi að leggja sjálfstætt mat á alla umsækjendur. Í sama streng tekur Snædís Ósk Sigurjónsdóttir, lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, en í athugasemdum við bréf Sigríðar til Alþingis segir hún m.a. „Það þarf að rökstyðja hverjir eru hæfastir ef ætlunin er að breyta. Hér þarf að hafa í huga að lögbundin nefnd sem á að meta hæfnina er búin að skila áliti sínu.“ Ekki náðist í viðkomandi sérfræðinga til viðtals í dag, en ráðherra segir gögnin litlu breyta um stöðuna. „Mér var fullkunnugt um þetta og ræddi við þessa starfsmenn og aðra sérfræðinga þessi álitaefni og ég ræddi það líka við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd síðasta sumar með hvaða hætti ég hefði innt þessa rannsóknarskyldu af hendi. Það var bara mitt mat á þessum tíma að henni væri fullnægt svona,“ segir dómsmálaráðherra. Vísar Sigríður meðal annars til þess að Alþingi hafi tekið þátt í afgreiðslu málsins, auk þess sem hún hafi haft skamman tíma til að taka ákvörðun. Í dómum sínum frá því í desember sagði Hæstiréttur m.a. að ráðherra hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni nægilega og væri ríkið því skaðabótaskylt. Ljóst er því að ákvörðunin kostar ríkissjóð talsverða fjármuni. Það mun auðvitað talsverður kostnaður falla á ríkið vegna þessarar skipunar.Sérðu fyrir þér að axla einhverja frekari pólitíska ábyrgð, segja af þér? „Ég hef náttúrulega bara gengið í gegnum kosningar og þannig er hin pólitíska ábyrgð og ég leiddi þann lista sem fékk nú næstflest atkvæði á landinu í síðustu kosningum. Þessi mál voru öll komin upp þá og héraðsdómur hafði nú fallið þá.“
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur: Þingmaður Pírata kallar eftir afsögn dómsmálaráðherra Stjórnarandstæðingar á Alþingi sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en eins og kunnugt er komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að ráðherrann hefði brotið lög með skipun dómara við Landsrétt. 22. janúar 2018 17:54 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur: Þingmaður Pírata kallar eftir afsögn dómsmálaráðherra Stjórnarandstæðingar á Alþingi sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en eins og kunnugt er komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að ráðherrann hefði brotið lög með skipun dómara við Landsrétt. 22. janúar 2018 17:54
Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46