Þessa miða geturðu fengið á Super Bowl fyrir slétta milljón Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. janúar 2018 16:45 Milljón fyrir tvo með þetta útsýni. mynd/seatgeek.com Eins og kom fram í morgun verða það New England Patriots og Philadelphia Eagles sem mætast í Super Bowl 52 í Minnesota á glæsilegum og glænýjum heimavelli Minnesota Vikings. Enn eru lausir miðar á leikinn ef einhver Íslendingur vill láta drauminn rætast og skella sér á þennan langstærsta íþróttaleik hvers árs í Bandaríkjunum. Þeir sem vilja fara þurfa þó að hafa eitthvað lausafé á milli handanna eða þekkja góðan gjaldkera til að hækka yfirdráttinn eða VISA-heimildina verulega. Miðaðverðið er nefnilega sláandi en ódýrustu miðarnir kosta rétt sunnan við hálfa milljón króna og það eru miðar upp í rjáfri. Reyndar eru flest sæti í þessari nýju og geggjuðu höll Víkinganna góð. Á miðasöluvefsíðum eins og StubHub og SeatGeek er oftast bara hægt að kaupa tvo miða saman en sæti með útsýni sem sjá má á myndinni hér að ofan kosta eina milljón saman á SeatGeek.com. Miðarnir kosta í sitthvoru lagi 4.300 dali eða ríflega 440 þúsund íslenskar krónur. Þeir eru bara seldir saman og kostar parið því 8.600 dali eða 887 þúsund krónur. Við það bætast svo önnur gjöld sem nema 1.700 dollurum eða 175 þúsund krónum og svo er það 825 króna gjald fyrir að senda miðana. Samtals eru þetta 10.300 dollarar fyrir tvo miða upp í rjálfri eða rúmlega ein milljóna íslenskra króna. Nú ef að fólk á svo nóg af peningum og veit ekki hvað það á að gera við þá er alltaf hægt að kaupa sér miða í fremstu sætum fyrir miðju á 22.400 dollara eða tvær og hálfa miljón króna. NFL Tengdar fréttir New England Patriots og Philadelphia Eagles mætast í Super Bowl í ár Í nótt varð ljóst hvaða lið munu mætast í einum allra stærsta íþróttaleik ársins en úrslitaleikir deildanna í NFL-deildinni fóru þá fram. NFL-meistarar New England Patriots verða í Super Bowl leiknum í þriðja sinn á fjórum árum eftir endurkomusigur og liðið mætir nú Philadelphia Eagles sem burstaði Philadelphia Eagles Víkingana. 22. janúar 2018 08:23 Löggan sá til þess að allir staurar voru sleipir | Bara í Bandaríkjunum Philadelphia Eagles tryggði sér sæti í Super Bowl leiknum í nótt en þetta er í fyrsta sinn í þrettán ár sem liðið kemst alla leið í úrslitaleikinn um NFL-titilinn. 22. janúar 2018 12:00 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira
Eins og kom fram í morgun verða það New England Patriots og Philadelphia Eagles sem mætast í Super Bowl 52 í Minnesota á glæsilegum og glænýjum heimavelli Minnesota Vikings. Enn eru lausir miðar á leikinn ef einhver Íslendingur vill láta drauminn rætast og skella sér á þennan langstærsta íþróttaleik hvers árs í Bandaríkjunum. Þeir sem vilja fara þurfa þó að hafa eitthvað lausafé á milli handanna eða þekkja góðan gjaldkera til að hækka yfirdráttinn eða VISA-heimildina verulega. Miðaðverðið er nefnilega sláandi en ódýrustu miðarnir kosta rétt sunnan við hálfa milljón króna og það eru miðar upp í rjáfri. Reyndar eru flest sæti í þessari nýju og geggjuðu höll Víkinganna góð. Á miðasöluvefsíðum eins og StubHub og SeatGeek er oftast bara hægt að kaupa tvo miða saman en sæti með útsýni sem sjá má á myndinni hér að ofan kosta eina milljón saman á SeatGeek.com. Miðarnir kosta í sitthvoru lagi 4.300 dali eða ríflega 440 þúsund íslenskar krónur. Þeir eru bara seldir saman og kostar parið því 8.600 dali eða 887 þúsund krónur. Við það bætast svo önnur gjöld sem nema 1.700 dollurum eða 175 þúsund krónum og svo er það 825 króna gjald fyrir að senda miðana. Samtals eru þetta 10.300 dollarar fyrir tvo miða upp í rjálfri eða rúmlega ein milljóna íslenskra króna. Nú ef að fólk á svo nóg af peningum og veit ekki hvað það á að gera við þá er alltaf hægt að kaupa sér miða í fremstu sætum fyrir miðju á 22.400 dollara eða tvær og hálfa miljón króna.
NFL Tengdar fréttir New England Patriots og Philadelphia Eagles mætast í Super Bowl í ár Í nótt varð ljóst hvaða lið munu mætast í einum allra stærsta íþróttaleik ársins en úrslitaleikir deildanna í NFL-deildinni fóru þá fram. NFL-meistarar New England Patriots verða í Super Bowl leiknum í þriðja sinn á fjórum árum eftir endurkomusigur og liðið mætir nú Philadelphia Eagles sem burstaði Philadelphia Eagles Víkingana. 22. janúar 2018 08:23 Löggan sá til þess að allir staurar voru sleipir | Bara í Bandaríkjunum Philadelphia Eagles tryggði sér sæti í Super Bowl leiknum í nótt en þetta er í fyrsta sinn í þrettán ár sem liðið kemst alla leið í úrslitaleikinn um NFL-titilinn. 22. janúar 2018 12:00 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira
New England Patriots og Philadelphia Eagles mætast í Super Bowl í ár Í nótt varð ljóst hvaða lið munu mætast í einum allra stærsta íþróttaleik ársins en úrslitaleikir deildanna í NFL-deildinni fóru þá fram. NFL-meistarar New England Patriots verða í Super Bowl leiknum í þriðja sinn á fjórum árum eftir endurkomusigur og liðið mætir nú Philadelphia Eagles sem burstaði Philadelphia Eagles Víkingana. 22. janúar 2018 08:23
Löggan sá til þess að allir staurar voru sleipir | Bara í Bandaríkjunum Philadelphia Eagles tryggði sér sæti í Super Bowl leiknum í nótt en þetta er í fyrsta sinn í þrettán ár sem liðið kemst alla leið í úrslitaleikinn um NFL-titilinn. 22. janúar 2018 12:00