ÍBV vann tveggja marka sigur á Stjörnunni þegar liðin mættust í 13.umferð Olís-deildar kvenna í handbolta í dag.
Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda en heimakonur í Stjörnunni leiddu með einu marki í leikhléi, 12-11. Öflugur lokakafli Eyjakvenna sá hins vegar til þess að þær náðu að innbyrða stigin tvö. Lokatölur 25-27 fyrir ÍBV.
Ester Óskarsdóttir var atkvæðamest í liði gestanna með 8 mörk og Sandra Erlingsdóttir skammt undan með 7 mörk. Hanna Guðrún Stefánsdóttir var markahæst heimakvenna með 7 mörk og Ramune Pekarskyte bætti sex mörkum við.
Úrslitin þýða komið upp í 3.sæti deildarinnar með sautján stig á meðan Stjarnan hefur 11 stig í 5.sæti deildarinnar.
ÍBV sótti tvö stig í Ásgarð
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
