Neysla erlendra ferðamanna jókst á milli ára Kjartan Kjartansson skrifar 30. janúar 2018 10:31 Ferðamönnum fjölgaði um 24% í fyrra. Notkun þeirra á greiðslukortum jókst hins vegar aðeins um 12% mælt í íslenskum krónum. Vísir/Eyþór Þrátt fyrir að greiðslukortavelta erlendra ferðamanna hafi aukist um 28 milljarða króna í fyrra frá árinu áður var hlutfallsleg aukning hennar minni en fjölgun ferðamann. Hver ferðamaður hefur því dregið úr neyslu sinni um tæp 10%, samkvæmt Hagsjá Landsbankans. Þegar miðað er við fast gengi jókst neyslan hins vegar lítillega. Í Hagsjánni kemur fram að greiðslukortaveltan nam 259 milljörðum króna í fyrra og jókst hún um 12%. Til samanburðar fjölgaði erlendum ferðamönnum sem komu til landsins um Leifsstöð um 24% á sama tíma. Í krónum talði dróst neysla hvers ferðamanns því saman um 9,8%. Landsbankinn telur þá þróun ekki óeðlilega í ljósi þess að gengi íslensku krónunnar styrktist í fyrra. Sé neyslan mæld í gjaldmiðlum ferðamannanna sjálfra hafi hún ekki breyst mikið. Neyslan jókst þannig um 0,9% á hvern ferðamann á milli ára mælt í erlendri mynt. Mestu fé verja ferðamennirnir í samgöngur og gistingu, alls um 42% af heildarkostnaðinum við frí á Íslandi. Þriðji stærsti liðurinn er ferðaþjónusta af ýmsu tagi. Verslun nemur 12,5% af útgjöldum ferðamanna á Íslandi. Þar vegur dagvara þyngst með 29,4%, önnur verslun með 25% og fataverslun með 18%. Neysla á börum, veitingahúsum og skyndibitastöðum nam um 10,6% af verslun erlendra ferðamanna.Úttektir á reiðufé dregist saman um helming á sex árum Þá kemur fram að úttektir á reiðufé hafi dregist stöðugt saman síðustu árin. Þannig hafi hver ferðamaður tekið út 12.800 krónur með greiðslukorti árið 2012 mælt á föstu gengi síðasta árs. Þá var úttektin 15,1% af heildarkortaveltu ferðamannsins.Erlendir ferðamenn taka mun minna reiðufé út af greiðslukortum sínum nú en áður.Vísir/AntonÍ fyrra nam meðalúttektin hins vegar aðeins 6.100 krónum á hvern ferðamann og hlutfallið af kortaveltunni var komið niður í 5,1%. Þannig hafa úttektir á reiðufé lækkað um helming á sex árum. Sá fyrirvari er sleginn í Hagsjánni að kortanotkun ferðamanna mæli ekki alla neyslu ferðamanna. Umtalsverður hluti neyslunnar fari í gegnum erlenda söluaðila, til dæmis í gistingu og flug. Kortaveltutölurnar mæla aðeins kaup ferðamanna sem fara fram í gegnum innlenda aðila.Meiri virðisauki af ferðaþjónustu Mat Hagstofunnar á heildarneyslu ferðamanna í fyrra liggi ekki fyrir enn. Árið 2016 nam heildarneysla ferðamanna hér á landi að viðbættum útgjöldum vegna farþegaflugs 357 milljörðum króna samkvæmt mati Hagstofunnar. Til samanburðar nam heildarkortavelta þeirra 232 milljörðum króna, um 65% af heildarneyslunni. Það hlutfall hefur farið hækkað á síðustu árum og var 54% árið 2012. Þetta telur Hagsjá Landsbankans vísbendingu um að ferðaþjónustuaðilar séu sýnilegri á netinu og ferðamenn eigi því frekar bein viðskipti við innlenda aðila. „Ætla má því að dregið hafi úr umfangi erlendra milliliða og verður því meiri virðisauki af ferðaþjónustu eftir hér á landi að öðru óbreyttu,“ segir í Hagsjánni. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þrátt fyrir að greiðslukortavelta erlendra ferðamanna hafi aukist um 28 milljarða króna í fyrra frá árinu áður var hlutfallsleg aukning hennar minni en fjölgun ferðamann. Hver ferðamaður hefur því dregið úr neyslu sinni um tæp 10%, samkvæmt Hagsjá Landsbankans. Þegar miðað er við fast gengi jókst neyslan hins vegar lítillega. Í Hagsjánni kemur fram að greiðslukortaveltan nam 259 milljörðum króna í fyrra og jókst hún um 12%. Til samanburðar fjölgaði erlendum ferðamönnum sem komu til landsins um Leifsstöð um 24% á sama tíma. Í krónum talði dróst neysla hvers ferðamanns því saman um 9,8%. Landsbankinn telur þá þróun ekki óeðlilega í ljósi þess að gengi íslensku krónunnar styrktist í fyrra. Sé neyslan mæld í gjaldmiðlum ferðamannanna sjálfra hafi hún ekki breyst mikið. Neyslan jókst þannig um 0,9% á hvern ferðamann á milli ára mælt í erlendri mynt. Mestu fé verja ferðamennirnir í samgöngur og gistingu, alls um 42% af heildarkostnaðinum við frí á Íslandi. Þriðji stærsti liðurinn er ferðaþjónusta af ýmsu tagi. Verslun nemur 12,5% af útgjöldum ferðamanna á Íslandi. Þar vegur dagvara þyngst með 29,4%, önnur verslun með 25% og fataverslun með 18%. Neysla á börum, veitingahúsum og skyndibitastöðum nam um 10,6% af verslun erlendra ferðamanna.Úttektir á reiðufé dregist saman um helming á sex árum Þá kemur fram að úttektir á reiðufé hafi dregist stöðugt saman síðustu árin. Þannig hafi hver ferðamaður tekið út 12.800 krónur með greiðslukorti árið 2012 mælt á föstu gengi síðasta árs. Þá var úttektin 15,1% af heildarkortaveltu ferðamannsins.Erlendir ferðamenn taka mun minna reiðufé út af greiðslukortum sínum nú en áður.Vísir/AntonÍ fyrra nam meðalúttektin hins vegar aðeins 6.100 krónum á hvern ferðamann og hlutfallið af kortaveltunni var komið niður í 5,1%. Þannig hafa úttektir á reiðufé lækkað um helming á sex árum. Sá fyrirvari er sleginn í Hagsjánni að kortanotkun ferðamanna mæli ekki alla neyslu ferðamanna. Umtalsverður hluti neyslunnar fari í gegnum erlenda söluaðila, til dæmis í gistingu og flug. Kortaveltutölurnar mæla aðeins kaup ferðamanna sem fara fram í gegnum innlenda aðila.Meiri virðisauki af ferðaþjónustu Mat Hagstofunnar á heildarneyslu ferðamanna í fyrra liggi ekki fyrir enn. Árið 2016 nam heildarneysla ferðamanna hér á landi að viðbættum útgjöldum vegna farþegaflugs 357 milljörðum króna samkvæmt mati Hagstofunnar. Til samanburðar nam heildarkortavelta þeirra 232 milljörðum króna, um 65% af heildarneyslunni. Það hlutfall hefur farið hækkað á síðustu árum og var 54% árið 2012. Þetta telur Hagsjá Landsbankans vísbendingu um að ferðaþjónustuaðilar séu sýnilegri á netinu og ferðamenn eigi því frekar bein viðskipti við innlenda aðila. „Ætla má því að dregið hafi úr umfangi erlendra milliliða og verður því meiri virðisauki af ferðaþjónustu eftir hér á landi að öðru óbreyttu,“ segir í Hagsjánni.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira