Trump óskar starfsmanni og meintum ofbeldismanni alls hins besta Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2018 19:19 Rob Porter og John Kelly. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist leiður yfir ásökunum um að háttsettur starfsmaður Hvíta hússins hafi beitt eiginkonur sínar ofbeldi. Starfsmaðurinn, Rob Porter, hefur sagt upp störfum en Trump sagði blaðamönnum í dag að hann hefði staðið sig frábærlega í starfi og óskaði honum alls hins besta. Þar að auki óskaði Trump Porter glæsilegs frama í því næsta sem hann tæki sér fyrir hendur. Tvær fyrrverandi eiginkonur Porter hafa sakaði hann um ofbeldi og í kjölfarið steig einnig gömul kærasta fram og sagði hann sömuleiðis hafa beitt sig ofbeldi. Porter þvertekur fyrir að hafa beitt konurnar ofbeldi.Sjá einnig: Starfsmaður Hvíta hússins hættir vegna ásakana um heimilisofbeldiTrump sagðist mjög sorgmæddur yfir þessum fregnum og að þær hefðu komið sér á óvart. Þá ítrekaði hann að Porter sagðist saklaus og að blaðamenn yrðu að muna það.John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, er nú undir þrýstingi fyrir að hafa komið Porter dyggilega til varnar. Hann mun sömuleiðis hafa vitað af ásökunum um nokkuð skeið eftir að starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, ræddu við eiginkonur Porter vegna umsóknar um að hann fengi heimild til að meðhöndla leynileg gögn. FBI sagði forsvarsmönnum Hvíta hússins frá hinu meinta heimilisofbeldi og þeirri staðreynd að önnur eiginkona Porter hafði fengið nálgunarbann á hann í júní í fyrra. Fyrir nokkrum vikum lagði FBI til að Porter myndi ekki fá þá heimild.Trump með augun á Kelly Trump er nú sagður íhuga að reka Kelly en það er þó ekki vegna þess að hann þagði yfir ásökunum eða leyfði Porter að starfa áfram í Hvíta húsinu þó hann fengi ekki öryggisheimild.Samkvæmt heimildum NBC News innan Hvíta hússins er ástæðan sú að Kelly sem kom Porter til varnar, dró úr stuðningi sínum við Porter þegar myndir voru birtar sem sýndu aðra eiginkonu hans með áverka á andliti sem hún segist hafa fengið eftir að Porter kýldi hana.Trump mun einnig vera pirraður út í Kelly vegna ummæla hans í fjölmiðlum undanfarið. Þar á meðal ummæla um að skoðanir Trump á innflytjendamálum væru að „þróast“ og að sumir innflytjendur væru of latir til að sækja um ríkisborgararétt. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist leiður yfir ásökunum um að háttsettur starfsmaður Hvíta hússins hafi beitt eiginkonur sínar ofbeldi. Starfsmaðurinn, Rob Porter, hefur sagt upp störfum en Trump sagði blaðamönnum í dag að hann hefði staðið sig frábærlega í starfi og óskaði honum alls hins besta. Þar að auki óskaði Trump Porter glæsilegs frama í því næsta sem hann tæki sér fyrir hendur. Tvær fyrrverandi eiginkonur Porter hafa sakaði hann um ofbeldi og í kjölfarið steig einnig gömul kærasta fram og sagði hann sömuleiðis hafa beitt sig ofbeldi. Porter þvertekur fyrir að hafa beitt konurnar ofbeldi.Sjá einnig: Starfsmaður Hvíta hússins hættir vegna ásakana um heimilisofbeldiTrump sagðist mjög sorgmæddur yfir þessum fregnum og að þær hefðu komið sér á óvart. Þá ítrekaði hann að Porter sagðist saklaus og að blaðamenn yrðu að muna það.John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, er nú undir þrýstingi fyrir að hafa komið Porter dyggilega til varnar. Hann mun sömuleiðis hafa vitað af ásökunum um nokkuð skeið eftir að starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, ræddu við eiginkonur Porter vegna umsóknar um að hann fengi heimild til að meðhöndla leynileg gögn. FBI sagði forsvarsmönnum Hvíta hússins frá hinu meinta heimilisofbeldi og þeirri staðreynd að önnur eiginkona Porter hafði fengið nálgunarbann á hann í júní í fyrra. Fyrir nokkrum vikum lagði FBI til að Porter myndi ekki fá þá heimild.Trump með augun á Kelly Trump er nú sagður íhuga að reka Kelly en það er þó ekki vegna þess að hann þagði yfir ásökunum eða leyfði Porter að starfa áfram í Hvíta húsinu þó hann fengi ekki öryggisheimild.Samkvæmt heimildum NBC News innan Hvíta hússins er ástæðan sú að Kelly sem kom Porter til varnar, dró úr stuðningi sínum við Porter þegar myndir voru birtar sem sýndu aðra eiginkonu hans með áverka á andliti sem hún segist hafa fengið eftir að Porter kýldi hana.Trump mun einnig vera pirraður út í Kelly vegna ummæla hans í fjölmiðlum undanfarið. Þar á meðal ummæla um að skoðanir Trump á innflytjendamálum væru að „þróast“ og að sumir innflytjendur væru of latir til að sækja um ríkisborgararétt.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira