Handbolti

Árni Steinn: Ég hugsaði ekki neitt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stuðningsmenn Selfoss eru á leið í Höllina. Aftur.
Stuðningsmenn Selfoss eru á leið í Höllina. Aftur. vísir/ernir
Árni Steinn Steinþórsson var hetja Selfoss í gær er hann skoraði ævintýralegt sigurmark liðsins í bikarleiknum gegn Þrótti í Laugardalshöllinni í gær.

Árni Steinn lét þá skot vaða yfir allan völlinn er leiktíminn var að renna út og hitti markið. Áhöld eru um hvort leiktíminn var liðinn en markið fékk að standa og Selfoss slapp með skrekkinn gegn liðinu sem er í fimmta sæti í Grill 66 deildinni.

„Við vorum næstir því búnir að gera upp á hnakka í þessum leik en það slapp,“ segir Árni Steinn en tap fyrir Þrótti hefði verið afar neyðarlegt fyrir Selfyssinga sem eru í toppbaráttunni í Olís-deildinni.

„Ég veit ekki hvað við vorum að gera í þessum leik. Þetta var hræðilegt frá a til ö. Við ætluðum að verja eitthvað að vera komnir í Höllina í stað þess að sækja sigurinn. Við duttum í pirring um leið og á móti blés.“

Selfyssingar komust með sigrinum í undanúrslitin sem fara fram í Laugardalshöll. Bar þessi leikur þess merki að þeim líði ekki vel þar?

„Við getum ekki sagt það. Þetta var vond general-prufa en við erum vonandi búnir að hrista af okkur skrekkinn núna.“

Eins og sjá má hér að neðan er sigurmarkið algerlega ótrúlegt. Hvað var Árni að hugsa?

„Ég í raun og veru hugsaði ekki neitt. Þrumaði bara á markið og um leið og ég sleppti boltanum sá ég að markvörðurinn var í skógarferð. Ég var mjög feginn að sjá boltann fara inn. Ég vissi að leiktíminn var að klárast og brást bara við. Ég verð að segja að þetta hafi verið mitt flottasta mark á ferlinum enda var það líka mikilvægt,“ segir Árni Steinn en var tíminn liðinn er boltinn fór inn?

„Ég held að bjallan sé aðeins á eftir klukkunni og því erfitt fyrir dómarana að meta þetta. Ég hefði samt verið brjálaður ef markið hefði verið dæmt af.“






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×