Guðmundur til í uppgjör við Wilbek sem reyndi að láta reka hann Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. febrúar 2018 10:00 Guðmundur Guðmundsson og Ulrik Wilbek voru engir vinir þegar stormurinn var sem mestur. vísir/getty Guðmundur Þórður Guðmundsson var á þriðjudaginn ráðinn landsliðsþjálfari karla í handbolta í þriðja sinn en þessi sigursæli þjálfari var síðast þjálfari landsliðs Barein. Það var með danska landsliðinu þar sem hann náði sínum mesta árangri en hann gerði liðið að Ólympíumeistara árið 2016 í Ríó í skugga mikillar valdabaráttu og leiðinda. Ulrik Wilbek, fyrrverandi landsliðsþjálfari Dana og þáverandi íþróttastjóri danska handboltasambandsins, lét eins og kjáni á meðan Ólympíuleikunum stóð og reyndi að láta reka Guðmund á meðan mótinu stóð. Í skugga þess stóð Guðmundur uppi með gullið.Guðmundur var ráðinn í þriðja sinn til HSÍ á þriðjudaginn.tomUpplifað ýmislegt „Maður þarf að upplifa neikvæða hluti og jákvæða í þessu. Eins og með Danina. Ég geri þá að Ólympíumeisturum en svo eru bara endalaus leiðindi,“ segir Guðmundur, en hann var í ríflega hálftíma löngu viðtali í Akraborginni á X977 í gær sem óhætt er að mæla með að hlusta á. „Ég skil þetta ekki enn þá. En, svo eftir á, hugsa ég með mér að ég vann Ólympíugull með Dönum. Allt sem gerðist í kringum það fer bara í reynslubankann í dag.“ Það var á endanum Wilbek sem þurfti að víkja og Guðmudur fór með Danina á HM 2017 í Frakklandi en féll þar úr leik í átta liða úrslitum fyrir Svíþjóð. Hann var búinn að segja upp fyrir mótið og kvaddi sem Ólympíumeistari. „Ég er búinn að upplifa ýmislegt á mínum ferli og á endanum verð ég bara að taka það jákvæða út úr því. Ég endaði á því að kveðja Dani bara með virtum. Ég vildi ekki skella einhverjum hurðum. Ég hefði getað sagt frá öllu í viðtölum. Það hafa margir beðið mig um að koma í viðtal og segja frá mínum samskiptum við Ulrik Wilbek, danska sambandið og fréttamennina en ég ákvað að gera það ekki,“ segir Guðmundur.Guðmundur stýrði Barein síðast.vísir/gettyHann myndi heilsa mér „Mér fannst það ekki hafa neitt upp á sig. Ég bara nýtti þessa reynslu fyrir mig og tók þá ákvörðun að kúpla mig aðeins út úr þessu og fara til Barein. Það var frábær ákvörðun. Hluti af þeirri ákvörðun var að fara út úr þessu fjölmiðlafári og taka við liði sem kunni virkilega að meta mig. Þetta var stórkostlegur tími.“ Aðspurður hvort hann myndi heilsa Ulrik Wilbek í dag byrjar Guðmundur á því að skellihlæja en segir svo: „Já, ég hugsa það. Ég efast ekki um að hann myndi heilsa mér á móti. Staðreyndin er þessi: Ég lenti aldrei í neinum átökum við hann beint. Það sem að hann gerði einhvers staðar á bakvið tjöldin vissi ég ekki af. Ég hugsa að ég myndi bara tala við hann. Það þýðir lítið að vera í einhverjum deilum við hann eða láta sér líða illa yfir því. Alls ekki.“ Væri Guðmundur til í uppgjör við Wilbek? „Já, ég væri alveg til í það. Ég verð að segja það.“ Allt viðtalið má heyra hér að neðan. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson var á þriðjudaginn ráðinn landsliðsþjálfari karla í handbolta í þriðja sinn en þessi sigursæli þjálfari var síðast þjálfari landsliðs Barein. Það var með danska landsliðinu þar sem hann náði sínum mesta árangri en hann gerði liðið að Ólympíumeistara árið 2016 í Ríó í skugga mikillar valdabaráttu og leiðinda. Ulrik Wilbek, fyrrverandi landsliðsþjálfari Dana og þáverandi íþróttastjóri danska handboltasambandsins, lét eins og kjáni á meðan Ólympíuleikunum stóð og reyndi að láta reka Guðmund á meðan mótinu stóð. Í skugga þess stóð Guðmundur uppi með gullið.Guðmundur var ráðinn í þriðja sinn til HSÍ á þriðjudaginn.tomUpplifað ýmislegt „Maður þarf að upplifa neikvæða hluti og jákvæða í þessu. Eins og með Danina. Ég geri þá að Ólympíumeisturum en svo eru bara endalaus leiðindi,“ segir Guðmundur, en hann var í ríflega hálftíma löngu viðtali í Akraborginni á X977 í gær sem óhætt er að mæla með að hlusta á. „Ég skil þetta ekki enn þá. En, svo eftir á, hugsa ég með mér að ég vann Ólympíugull með Dönum. Allt sem gerðist í kringum það fer bara í reynslubankann í dag.“ Það var á endanum Wilbek sem þurfti að víkja og Guðmudur fór með Danina á HM 2017 í Frakklandi en féll þar úr leik í átta liða úrslitum fyrir Svíþjóð. Hann var búinn að segja upp fyrir mótið og kvaddi sem Ólympíumeistari. „Ég er búinn að upplifa ýmislegt á mínum ferli og á endanum verð ég bara að taka það jákvæða út úr því. Ég endaði á því að kveðja Dani bara með virtum. Ég vildi ekki skella einhverjum hurðum. Ég hefði getað sagt frá öllu í viðtölum. Það hafa margir beðið mig um að koma í viðtal og segja frá mínum samskiptum við Ulrik Wilbek, danska sambandið og fréttamennina en ég ákvað að gera það ekki,“ segir Guðmundur.Guðmundur stýrði Barein síðast.vísir/gettyHann myndi heilsa mér „Mér fannst það ekki hafa neitt upp á sig. Ég bara nýtti þessa reynslu fyrir mig og tók þá ákvörðun að kúpla mig aðeins út úr þessu og fara til Barein. Það var frábær ákvörðun. Hluti af þeirri ákvörðun var að fara út úr þessu fjölmiðlafári og taka við liði sem kunni virkilega að meta mig. Þetta var stórkostlegur tími.“ Aðspurður hvort hann myndi heilsa Ulrik Wilbek í dag byrjar Guðmundur á því að skellihlæja en segir svo: „Já, ég hugsa það. Ég efast ekki um að hann myndi heilsa mér á móti. Staðreyndin er þessi: Ég lenti aldrei í neinum átökum við hann beint. Það sem að hann gerði einhvers staðar á bakvið tjöldin vissi ég ekki af. Ég hugsa að ég myndi bara tala við hann. Það þýðir lítið að vera í einhverjum deilum við hann eða láta sér líða illa yfir því. Alls ekki.“ Væri Guðmundur til í uppgjör við Wilbek? „Já, ég væri alveg til í það. Ég verð að segja það.“ Allt viðtalið má heyra hér að neðan.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn