Sjáðu LeBron James koma Cleveland til bjargar með frábærum leik og flautukörfu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2018 07:00 LeBron James fagnar sigurkörfunni með félögum sínum. Vísir/Getty Cleveland Cavaliers vann loksins leik í NBA-deildinni í nótt og það getur félagið þakkað LeBron James sem var allt í öllu í leiknum og tryggði síðan sigurinn með körfu í lok framlengingar. Utah Jazz er búið að vinna sjö leiki í röð, Houston Rockets vann sinn sjötta leik í röð og Detroit Pistons vinnur alla leiki sína með Blake Griffin innaborðs en sigurganga liðsins telur nú fimm leiki.LeBron James skoraði sigurkörfuna yfir Jimmy Butler um leið og leiktíminn rann út í 140-138 sigri Cleveland Cavaliers á Minnesota Timberwolves í framlengdum leik en stuttu áður hafði James varið skot frá Butler hinum megin á vellinum. LeBron James var með þrennu í leiknum en hann skoraði 37 stig, gaf 15 stoðsendingar og tók 10 fráköst.J.R. Smith skoraði 20 stig og var með 13 stig og 7 stoðsendingar. Jimmy Butler skoraði 35 stig og Karl-Anthony Towns var með 30 stig. LeBron James fór upp fyrir Zydrunas Ilgauskas (5904) og er nú sá leikmaður sem hefur tekið flest fráköst í sögu Cleveland Cavaliers. Þetta var aðeins sjöundi sigur Cleveland liðsins í síðustu tuttugu leikjum en liðið hafði tapað stórt í undanförnum tveimur leikjum. Það sem meira er að liðið vann loksins leik sem var sýndur beint á einni af stóru stöðvunum sem ná til alls landsins. Cavaliers var búið að tapa átta slíkum leikjum í röð.James Harden skoraði 41 stig þegar Houston Rockets vann 109-101 útisigur á Miami Heat en þetta var sjötti sigur Houston liðsins í röð. Þetta er áttundi 40 stiga leikurinn hjá Harden á tímabilinu en hann var einnig með 6 stoðsendingar og 6 fráköst. Chris Paul bætti við 24 stigum, 7 stoðsendingum og 7 fráköstum. Goran Dragic og Josh Richardson voru báðir með 30 stig fyrir Miami sem hefur nú tapað fimm leikjum í röð.Andre Drummond skoraði 17 stig og tók 27 fráköst þegar Detroit Pistons vann 115-106 sigur á Brooklyn Nets en þetta var fimmti sigur Detriot í röð. Liðið hefur ekki tapað síðan það fékk Blake Griffin. Griffin skoraði 11 af 25 stigum sínum í fjórða leikhlutanum.Ricky Rubio skoraði 29 stig og tók 8 fráköst þegar Utah Jazz vann sinn sjöunda sigur í röð. Utah vann þá 92-88 sigur á Memphis Grizzlies. Rodney Hood var með 18 stig fyrir Utah-liðið.Úrslitin úr öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Phoenix Suns - San Antonio Spurs 81-129 Cleveland Cavaliers - Minnesota Timberwolves 140-138 (129-129) Memphis Grizzlies - Utah Jazz 88-92 Miami Heat - Houston Rockets 101-109 Detroit Pistons - Brooklyn Nets 115-106 NBA Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Sjá meira
Cleveland Cavaliers vann loksins leik í NBA-deildinni í nótt og það getur félagið þakkað LeBron James sem var allt í öllu í leiknum og tryggði síðan sigurinn með körfu í lok framlengingar. Utah Jazz er búið að vinna sjö leiki í röð, Houston Rockets vann sinn sjötta leik í röð og Detroit Pistons vinnur alla leiki sína með Blake Griffin innaborðs en sigurganga liðsins telur nú fimm leiki.LeBron James skoraði sigurkörfuna yfir Jimmy Butler um leið og leiktíminn rann út í 140-138 sigri Cleveland Cavaliers á Minnesota Timberwolves í framlengdum leik en stuttu áður hafði James varið skot frá Butler hinum megin á vellinum. LeBron James var með þrennu í leiknum en hann skoraði 37 stig, gaf 15 stoðsendingar og tók 10 fráköst.J.R. Smith skoraði 20 stig og var með 13 stig og 7 stoðsendingar. Jimmy Butler skoraði 35 stig og Karl-Anthony Towns var með 30 stig. LeBron James fór upp fyrir Zydrunas Ilgauskas (5904) og er nú sá leikmaður sem hefur tekið flest fráköst í sögu Cleveland Cavaliers. Þetta var aðeins sjöundi sigur Cleveland liðsins í síðustu tuttugu leikjum en liðið hafði tapað stórt í undanförnum tveimur leikjum. Það sem meira er að liðið vann loksins leik sem var sýndur beint á einni af stóru stöðvunum sem ná til alls landsins. Cavaliers var búið að tapa átta slíkum leikjum í röð.James Harden skoraði 41 stig þegar Houston Rockets vann 109-101 útisigur á Miami Heat en þetta var sjötti sigur Houston liðsins í röð. Þetta er áttundi 40 stiga leikurinn hjá Harden á tímabilinu en hann var einnig með 6 stoðsendingar og 6 fráköst. Chris Paul bætti við 24 stigum, 7 stoðsendingum og 7 fráköstum. Goran Dragic og Josh Richardson voru báðir með 30 stig fyrir Miami sem hefur nú tapað fimm leikjum í röð.Andre Drummond skoraði 17 stig og tók 27 fráköst þegar Detroit Pistons vann 115-106 sigur á Brooklyn Nets en þetta var fimmti sigur Detriot í röð. Liðið hefur ekki tapað síðan það fékk Blake Griffin. Griffin skoraði 11 af 25 stigum sínum í fjórða leikhlutanum.Ricky Rubio skoraði 29 stig og tók 8 fráköst þegar Utah Jazz vann sinn sjöunda sigur í röð. Utah vann þá 92-88 sigur á Memphis Grizzlies. Rodney Hood var með 18 stig fyrir Utah-liðið.Úrslitin úr öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Phoenix Suns - San Antonio Spurs 81-129 Cleveland Cavaliers - Minnesota Timberwolves 140-138 (129-129) Memphis Grizzlies - Utah Jazz 88-92 Miami Heat - Houston Rockets 101-109 Detroit Pistons - Brooklyn Nets 115-106
NBA Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn