Sjáðu LeBron James koma Cleveland til bjargar með frábærum leik og flautukörfu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2018 07:00 LeBron James fagnar sigurkörfunni með félögum sínum. Vísir/Getty Cleveland Cavaliers vann loksins leik í NBA-deildinni í nótt og það getur félagið þakkað LeBron James sem var allt í öllu í leiknum og tryggði síðan sigurinn með körfu í lok framlengingar. Utah Jazz er búið að vinna sjö leiki í röð, Houston Rockets vann sinn sjötta leik í röð og Detroit Pistons vinnur alla leiki sína með Blake Griffin innaborðs en sigurganga liðsins telur nú fimm leiki.LeBron James skoraði sigurkörfuna yfir Jimmy Butler um leið og leiktíminn rann út í 140-138 sigri Cleveland Cavaliers á Minnesota Timberwolves í framlengdum leik en stuttu áður hafði James varið skot frá Butler hinum megin á vellinum. LeBron James var með þrennu í leiknum en hann skoraði 37 stig, gaf 15 stoðsendingar og tók 10 fráköst.J.R. Smith skoraði 20 stig og var með 13 stig og 7 stoðsendingar. Jimmy Butler skoraði 35 stig og Karl-Anthony Towns var með 30 stig. LeBron James fór upp fyrir Zydrunas Ilgauskas (5904) og er nú sá leikmaður sem hefur tekið flest fráköst í sögu Cleveland Cavaliers. Þetta var aðeins sjöundi sigur Cleveland liðsins í síðustu tuttugu leikjum en liðið hafði tapað stórt í undanförnum tveimur leikjum. Það sem meira er að liðið vann loksins leik sem var sýndur beint á einni af stóru stöðvunum sem ná til alls landsins. Cavaliers var búið að tapa átta slíkum leikjum í röð.James Harden skoraði 41 stig þegar Houston Rockets vann 109-101 útisigur á Miami Heat en þetta var sjötti sigur Houston liðsins í röð. Þetta er áttundi 40 stiga leikurinn hjá Harden á tímabilinu en hann var einnig með 6 stoðsendingar og 6 fráköst. Chris Paul bætti við 24 stigum, 7 stoðsendingum og 7 fráköstum. Goran Dragic og Josh Richardson voru báðir með 30 stig fyrir Miami sem hefur nú tapað fimm leikjum í röð.Andre Drummond skoraði 17 stig og tók 27 fráköst þegar Detroit Pistons vann 115-106 sigur á Brooklyn Nets en þetta var fimmti sigur Detriot í röð. Liðið hefur ekki tapað síðan það fékk Blake Griffin. Griffin skoraði 11 af 25 stigum sínum í fjórða leikhlutanum.Ricky Rubio skoraði 29 stig og tók 8 fráköst þegar Utah Jazz vann sinn sjöunda sigur í röð. Utah vann þá 92-88 sigur á Memphis Grizzlies. Rodney Hood var með 18 stig fyrir Utah-liðið.Úrslitin úr öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Phoenix Suns - San Antonio Spurs 81-129 Cleveland Cavaliers - Minnesota Timberwolves 140-138 (129-129) Memphis Grizzlies - Utah Jazz 88-92 Miami Heat - Houston Rockets 101-109 Detroit Pistons - Brooklyn Nets 115-106 NBA Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira
Cleveland Cavaliers vann loksins leik í NBA-deildinni í nótt og það getur félagið þakkað LeBron James sem var allt í öllu í leiknum og tryggði síðan sigurinn með körfu í lok framlengingar. Utah Jazz er búið að vinna sjö leiki í röð, Houston Rockets vann sinn sjötta leik í röð og Detroit Pistons vinnur alla leiki sína með Blake Griffin innaborðs en sigurganga liðsins telur nú fimm leiki.LeBron James skoraði sigurkörfuna yfir Jimmy Butler um leið og leiktíminn rann út í 140-138 sigri Cleveland Cavaliers á Minnesota Timberwolves í framlengdum leik en stuttu áður hafði James varið skot frá Butler hinum megin á vellinum. LeBron James var með þrennu í leiknum en hann skoraði 37 stig, gaf 15 stoðsendingar og tók 10 fráköst.J.R. Smith skoraði 20 stig og var með 13 stig og 7 stoðsendingar. Jimmy Butler skoraði 35 stig og Karl-Anthony Towns var með 30 stig. LeBron James fór upp fyrir Zydrunas Ilgauskas (5904) og er nú sá leikmaður sem hefur tekið flest fráköst í sögu Cleveland Cavaliers. Þetta var aðeins sjöundi sigur Cleveland liðsins í síðustu tuttugu leikjum en liðið hafði tapað stórt í undanförnum tveimur leikjum. Það sem meira er að liðið vann loksins leik sem var sýndur beint á einni af stóru stöðvunum sem ná til alls landsins. Cavaliers var búið að tapa átta slíkum leikjum í röð.James Harden skoraði 41 stig þegar Houston Rockets vann 109-101 útisigur á Miami Heat en þetta var sjötti sigur Houston liðsins í röð. Þetta er áttundi 40 stiga leikurinn hjá Harden á tímabilinu en hann var einnig með 6 stoðsendingar og 6 fráköst. Chris Paul bætti við 24 stigum, 7 stoðsendingum og 7 fráköstum. Goran Dragic og Josh Richardson voru báðir með 30 stig fyrir Miami sem hefur nú tapað fimm leikjum í röð.Andre Drummond skoraði 17 stig og tók 27 fráköst þegar Detroit Pistons vann 115-106 sigur á Brooklyn Nets en þetta var fimmti sigur Detriot í röð. Liðið hefur ekki tapað síðan það fékk Blake Griffin. Griffin skoraði 11 af 25 stigum sínum í fjórða leikhlutanum.Ricky Rubio skoraði 29 stig og tók 8 fráköst þegar Utah Jazz vann sinn sjöunda sigur í röð. Utah vann þá 92-88 sigur á Memphis Grizzlies. Rodney Hood var með 18 stig fyrir Utah-liðið.Úrslitin úr öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Phoenix Suns - San Antonio Spurs 81-129 Cleveland Cavaliers - Minnesota Timberwolves 140-138 (129-129) Memphis Grizzlies - Utah Jazz 88-92 Miami Heat - Houston Rockets 101-109 Detroit Pistons - Brooklyn Nets 115-106
NBA Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira