Handbolti

Gunnar aðstoðar Guðmund

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gunnar Magnússon
Gunnar Magnússon vísir/anton
Gunnar Mangússon, þjálfari Hauka í Olís deild karla, mun verða Guðmundi Guðmundssyni, nýjum landsliðsþjálfara karlalandsliðs Íslands, til halds og traust.

HSÍ greindi frá ráðningu Gunnars sem aðstoðarlandsliðsþjálfara á blaðamannafundi sínum í dag.

Gunnar gerði Hauka að Íslandsmeisturum árið 2016 en hann hefur þjálfað liðið frá því 2015. Þar áður var hann þjálfari ÍBV og gerði Eyjamenn einnig að Íslandsmeisturum.

Þá var Gunnar í teymi Guðmundar síðast þegar hann var landsliðsþjálfari ásamt því að aðstoða Aron Kristjánsson, eftirmann Guðmunds.

Tomas Svensson mun verða markmannsþjálfari landsliðsins en hann er sænsk markvarðargoðsögn í lifanda lífi. Guðmundur sagði á blaðamannafundinum í dag að hann væri að hans mati einn besti markmannsþjálfari sem fyrir fyndist í heiminum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×