Þingheimur sprakk úr hlátri þegar Alex steig í pontu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 13:53 Alex Björn er varaþingmaður Framsóknarflokksins Alþingi Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór mikinn í ræðu sinni undir dagskrárliðnum Störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Helgi gerði störf mannanafnanefndar að umfjöllunarefni sínu og var það frétt Morgunblaðsins um unga stúlku sem fær ekki að heita Alex sem veitti honum innblástur. Alex Emma má ekki heita Alex vegna þess að nefndin samþykkir eiginnafnið Alex ekki sem kvenmannsnafn. Foreldrar stúlkunnar ætla að leita réttar síns hjá dómstólum. „Þetta er úrskurður mannanafnandnefndar, þeirrar umdeildu nefndar sem er réttilega umdeild enda fráleitt fyrirbæri,“ sagði Helgi Hrafn Helgi Hrafn sagði lög um mannanöfn vera óskapnað sem hefði aldrei átt að festa í lög til að byrja með. „Hvernig gerðist það að Íslendingum datt til hugar að spyrja yfirvöld hvort þeir megi heita eitthvað eins og Alex ef þeir eru af „röngu kyni?“ Hvernig datt okkur þetta í hug?“Alex næstur í pontu Sagði Helgi Hrafn að fólk rökstyðji oft tilveru nefndarinnar með því að vísa í réttindi barna en benti Helgi þá á barnaverndarnefnd og barnaverndarlög. „Lög um mannanöfn voru ekki sett til að vernda börn heldur til að vernda hefðir.“ „Þá vill svo til að til máls tekur Alex Björn Bulow Stefánsson,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis að lokinni ræðu Helga Hrafns. Alex Björn er varaþingmaður Framsóknarflokksins sem tók í dag sæti fyrir Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Hélt Alex jómfrúarræðu sína eftir nokkur hlátrasköll í þingsal þegar hann var kynntur til leiks af forseta Alþingis. Alþingi Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór mikinn í ræðu sinni undir dagskrárliðnum Störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Helgi gerði störf mannanafnanefndar að umfjöllunarefni sínu og var það frétt Morgunblaðsins um unga stúlku sem fær ekki að heita Alex sem veitti honum innblástur. Alex Emma má ekki heita Alex vegna þess að nefndin samþykkir eiginnafnið Alex ekki sem kvenmannsnafn. Foreldrar stúlkunnar ætla að leita réttar síns hjá dómstólum. „Þetta er úrskurður mannanafnandnefndar, þeirrar umdeildu nefndar sem er réttilega umdeild enda fráleitt fyrirbæri,“ sagði Helgi Hrafn Helgi Hrafn sagði lög um mannanöfn vera óskapnað sem hefði aldrei átt að festa í lög til að byrja með. „Hvernig gerðist það að Íslendingum datt til hugar að spyrja yfirvöld hvort þeir megi heita eitthvað eins og Alex ef þeir eru af „röngu kyni?“ Hvernig datt okkur þetta í hug?“Alex næstur í pontu Sagði Helgi Hrafn að fólk rökstyðji oft tilveru nefndarinnar með því að vísa í réttindi barna en benti Helgi þá á barnaverndarnefnd og barnaverndarlög. „Lög um mannanöfn voru ekki sett til að vernda börn heldur til að vernda hefðir.“ „Þá vill svo til að til máls tekur Alex Björn Bulow Stefánsson,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis að lokinni ræðu Helga Hrafns. Alex Björn er varaþingmaður Framsóknarflokksins sem tók í dag sæti fyrir Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Hélt Alex jómfrúarræðu sína eftir nokkur hlátrasköll í þingsal þegar hann var kynntur til leiks af forseta Alþingis.
Alþingi Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira