Sagði 150 króna launahækkun á viku sýna fram á ágæti skattalaganna Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2018 10:45 Paul Ryan er forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Vísir/AFP Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið gagnrýndur fyrir tíst sem hann birti á Twitter-síðu sinni í gær. Í tístinu, sem var eytt skömmu eftir birtingu, reyndi Ryan að sýna fram á ágæti umdeildra skattalaga Repúblikanaflokksins með því að greina sérstaklega frá 150 króna launahækkun ritara í Pennsylvaníu-ríki, sem mörgum þótti hlægilega lítil. Skattafrumvarpið umdeilda varð að lögum í desember síðastliðnum en gagnrýnendur hafa sagt lögin koma sér vel fyrir ríka Bandaríkjamenn á kostnað þeirra efnaminni. Lögin eru talin munu kosta 1.500 milljarða dollara á næstu árum og framan af bentu skoðanakannanir til þess að þau væru almennt óvinsæl meðal þjóðarinnar. Samkvæmt frétt Washington Post virðast Bandaríkjamenn þó hliðhollari lögunum nú en áður en um helmingur svarenda var jákvæður í garð þeirra í nýrri könnun.Dugar fyrir Costco-aðildinni í eitt ár Repúblikanar með Paul Ryan í fararbroddi hafa keppst við að sýna fram á ágæti laganna og hafa t.d. fullyrt að meiriháttar skattalækkanir á fyrirtæki og tímabundnar skattalækkanir á einstaklinga muni borga fyrir sig sjálfar. Þær muni ýta undir hagvöxt og fjölga störfum í Bandaríkjunum. Máli sínu til enn frekari stuðnings birti Ryan tíst á Twitter-reikningi sínum í gær. Í tístinu, sem var eytt skömmu síðar, deildi hann tengli á frétt AP-fréttaveitunnar í hverri rætt var við Bandaríkjamenn um áhrif skattalaganna á fjárhag þeirra. Í fréttinni mátti lesa fjölda frásagna sem vörpuðu jákvæðu ljósi á lögin. Það vakti því furðu Twitter-notenda að Ryan skyldi sérstaklega taka fyrir frásögn Juliu Ketchum, ritara frá Pennsylvaníu-ríki, sem hafði hagnast, að því er mörgum fannst, hlægilega lítið á skattalækunum Repúblikana.Skjáskot af tísti Ryans.Vísir/Skjáskot„Ritari við opinberan menntaskóla í Lancaster, Pennsylvaníu, sagði það óvænta ánægju að kaup hennar hækkaði um 1,5 dollara á viku ... hún sagði það myndu duga fyrir Costco-aðildinni í ár, og meira til,“ skrifaði Ryan.Launahækkun á ári lægri en tímakaup Ryans 1,5 dollari er um 150 íslenskar krónur og því er ljóst að launahækkun konunnar er ekki ýkja há. Tíst Ryans þótti leggja áherslu á það sem gagnrýnendur laganna hafi lengi haldið fram, þ.e. að þau hygli þeim efnameiri á kostnað þeirra snauðari. Þannig eru skattalækkanir stórfyrirtækja varanlegar en lækkanir einstaklinga renna út á næsta áratuginum. Þá benti blaðamaður Washington Post á að launahækkun Ketchum á ársgrundvelli, samanlagt um 7800 íslenskar krónur, sé lægri en upphæðin sem Ryan sjálfur þénar á tímann, eða tæpar 11 þúsund krónur. Ryan þykir því sýna af sér töluvert skilningsleysi á högum hins almenna Bandaríkjamanns með tísti sínu.Extremely late to the dunk party on this but $1.50 a week works out to $78 a year, which is less than Paul Ryan makes in one hour (roughly $108) as Speaker of the House— Christopher Ingraham (@_cingraham) February 3, 2018 Hér að neðan má svo sjá nokkur tíst Twitter-notenda, þ.á.m. fulltrúardeildarþingmannsins Joe Kennedy, sem bæði gagnrýndu Ryan og hæddust óspart að honum.Meanwhile the wealthiest 0.1% of Americans receive an extra ~ $3,000 per week. pic.twitter.com/YFci8V5fnN— Rep. Joe Kennedy III (@RepJoeKennedy) February 3, 2018 AIDE: mr ryan ppl are saying ur only working to help the billionaires. they say you hate everyone who isn't richPAUL RYAN: oh yeah? well I'll show them *chucks a handful of loose nickels at the back of a teachers head*— KT NELSON (@KrangTNelson) February 3, 2018 [holding back tears]Paul Ryan.................thank you. pic.twitter.com/gQwYeY2RpR— Chris Jackson (@ChrisCJackson) February 3, 2018 That extra $1.50 Paul Ryan gave me a week in 2018 was totally worth giving up my mom's Medicaid.- A voter Paul Ryan keeps imagining he'll meet— LOLGOP (@LOLGOP) February 3, 2018 PAUL RYAN: The intern who did the bad tweet has been fired, which is a shame because his paycheck recently went up $0.07 per week under our tax plan— Chris Mohney (@chrismohney) February 3, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fátækum fórnað á altari hinna ríku Repúblikanar ætla sér að skera niður í aðstoð við aldraða og fátæka til að laga fjárlagahalla ríkisins sem mun aukast verulega með nýju skattafrumvarpi. 7. desember 2017 14:00 „Drepið frumvarpið" segja andstæðingar nýrrar skattalöggjafar Bandaríkjanna Andstæðingar umdeilds skattafrumvarpsins, sem öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í morgun, létu vel í sér heyra við atkvæðagreiðsluna. 20. desember 2017 20:00 Trump skrifar undir nýja skattalöggjöf Umdeild skattafrumvarp repúblikana í Bandaríkjunum er orðið að lögum með undirskrift Donalds Trump forseta. 22. desember 2017 20:19 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið gagnrýndur fyrir tíst sem hann birti á Twitter-síðu sinni í gær. Í tístinu, sem var eytt skömmu eftir birtingu, reyndi Ryan að sýna fram á ágæti umdeildra skattalaga Repúblikanaflokksins með því að greina sérstaklega frá 150 króna launahækkun ritara í Pennsylvaníu-ríki, sem mörgum þótti hlægilega lítil. Skattafrumvarpið umdeilda varð að lögum í desember síðastliðnum en gagnrýnendur hafa sagt lögin koma sér vel fyrir ríka Bandaríkjamenn á kostnað þeirra efnaminni. Lögin eru talin munu kosta 1.500 milljarða dollara á næstu árum og framan af bentu skoðanakannanir til þess að þau væru almennt óvinsæl meðal þjóðarinnar. Samkvæmt frétt Washington Post virðast Bandaríkjamenn þó hliðhollari lögunum nú en áður en um helmingur svarenda var jákvæður í garð þeirra í nýrri könnun.Dugar fyrir Costco-aðildinni í eitt ár Repúblikanar með Paul Ryan í fararbroddi hafa keppst við að sýna fram á ágæti laganna og hafa t.d. fullyrt að meiriháttar skattalækkanir á fyrirtæki og tímabundnar skattalækkanir á einstaklinga muni borga fyrir sig sjálfar. Þær muni ýta undir hagvöxt og fjölga störfum í Bandaríkjunum. Máli sínu til enn frekari stuðnings birti Ryan tíst á Twitter-reikningi sínum í gær. Í tístinu, sem var eytt skömmu síðar, deildi hann tengli á frétt AP-fréttaveitunnar í hverri rætt var við Bandaríkjamenn um áhrif skattalaganna á fjárhag þeirra. Í fréttinni mátti lesa fjölda frásagna sem vörpuðu jákvæðu ljósi á lögin. Það vakti því furðu Twitter-notenda að Ryan skyldi sérstaklega taka fyrir frásögn Juliu Ketchum, ritara frá Pennsylvaníu-ríki, sem hafði hagnast, að því er mörgum fannst, hlægilega lítið á skattalækunum Repúblikana.Skjáskot af tísti Ryans.Vísir/Skjáskot„Ritari við opinberan menntaskóla í Lancaster, Pennsylvaníu, sagði það óvænta ánægju að kaup hennar hækkaði um 1,5 dollara á viku ... hún sagði það myndu duga fyrir Costco-aðildinni í ár, og meira til,“ skrifaði Ryan.Launahækkun á ári lægri en tímakaup Ryans 1,5 dollari er um 150 íslenskar krónur og því er ljóst að launahækkun konunnar er ekki ýkja há. Tíst Ryans þótti leggja áherslu á það sem gagnrýnendur laganna hafi lengi haldið fram, þ.e. að þau hygli þeim efnameiri á kostnað þeirra snauðari. Þannig eru skattalækkanir stórfyrirtækja varanlegar en lækkanir einstaklinga renna út á næsta áratuginum. Þá benti blaðamaður Washington Post á að launahækkun Ketchum á ársgrundvelli, samanlagt um 7800 íslenskar krónur, sé lægri en upphæðin sem Ryan sjálfur þénar á tímann, eða tæpar 11 þúsund krónur. Ryan þykir því sýna af sér töluvert skilningsleysi á högum hins almenna Bandaríkjamanns með tísti sínu.Extremely late to the dunk party on this but $1.50 a week works out to $78 a year, which is less than Paul Ryan makes in one hour (roughly $108) as Speaker of the House— Christopher Ingraham (@_cingraham) February 3, 2018 Hér að neðan má svo sjá nokkur tíst Twitter-notenda, þ.á.m. fulltrúardeildarþingmannsins Joe Kennedy, sem bæði gagnrýndu Ryan og hæddust óspart að honum.Meanwhile the wealthiest 0.1% of Americans receive an extra ~ $3,000 per week. pic.twitter.com/YFci8V5fnN— Rep. Joe Kennedy III (@RepJoeKennedy) February 3, 2018 AIDE: mr ryan ppl are saying ur only working to help the billionaires. they say you hate everyone who isn't richPAUL RYAN: oh yeah? well I'll show them *chucks a handful of loose nickels at the back of a teachers head*— KT NELSON (@KrangTNelson) February 3, 2018 [holding back tears]Paul Ryan.................thank you. pic.twitter.com/gQwYeY2RpR— Chris Jackson (@ChrisCJackson) February 3, 2018 That extra $1.50 Paul Ryan gave me a week in 2018 was totally worth giving up my mom's Medicaid.- A voter Paul Ryan keeps imagining he'll meet— LOLGOP (@LOLGOP) February 3, 2018 PAUL RYAN: The intern who did the bad tweet has been fired, which is a shame because his paycheck recently went up $0.07 per week under our tax plan— Chris Mohney (@chrismohney) February 3, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fátækum fórnað á altari hinna ríku Repúblikanar ætla sér að skera niður í aðstoð við aldraða og fátæka til að laga fjárlagahalla ríkisins sem mun aukast verulega með nýju skattafrumvarpi. 7. desember 2017 14:00 „Drepið frumvarpið" segja andstæðingar nýrrar skattalöggjafar Bandaríkjanna Andstæðingar umdeilds skattafrumvarpsins, sem öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í morgun, létu vel í sér heyra við atkvæðagreiðsluna. 20. desember 2017 20:00 Trump skrifar undir nýja skattalöggjöf Umdeild skattafrumvarp repúblikana í Bandaríkjunum er orðið að lögum með undirskrift Donalds Trump forseta. 22. desember 2017 20:19 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Fátækum fórnað á altari hinna ríku Repúblikanar ætla sér að skera niður í aðstoð við aldraða og fátæka til að laga fjárlagahalla ríkisins sem mun aukast verulega með nýju skattafrumvarpi. 7. desember 2017 14:00
„Drepið frumvarpið" segja andstæðingar nýrrar skattalöggjafar Bandaríkjanna Andstæðingar umdeilds skattafrumvarpsins, sem öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í morgun, létu vel í sér heyra við atkvæðagreiðsluna. 20. desember 2017 20:00
Trump skrifar undir nýja skattalöggjöf Umdeild skattafrumvarp repúblikana í Bandaríkjunum er orðið að lögum með undirskrift Donalds Trump forseta. 22. desember 2017 20:19