Jarðskjálfti að stærðinni 3,2 varð um 15 kílómetra norðnorðaustan af Grímsey á níunda tímanum í gærkvöldi. Hann átti upptök sín á 13,8 kílómetra dýpi. Jarðskjálftahrina hefur gengið yfir þetta svæði síðastliðna sólahringa en jarðskjálftar eru tíðir á þessum slóðum.
Nokkrir snarpir skjálftar hafa hrist upp í eyjaskeggjum síðastliðna viku. Til að mynda mældist skjálfti upp á 4,1 á þriðjudag sem fannst vel í Grímey og Eyjafirði. Skömmu síðar mældist skjálfti að stærðinni 3,1 og fylgdu einhver hundruð litlir skjálftar þar á eftir, allir mun vægari.
