Fjármálaráðherra segir ASÍ og SA ekki geta varpað ábyrgð samninga í fang ríkisstjórnarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 16. febrúar 2018 18:30 Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa lagt ýmislegt af mörkum til að auka frið á vinnumarkaði meðal annars með nýlegum samningum við fjölda aðildarfélaga Bandalags háskólamanna. Viss tímamót séu nú á vinnumarkaði en ríkisstjórnin taki ekki ábyrgð á gerð samninga á almenna vinnumarkaðnum af viðsemjendum þar. Um hálfur mánuður er í dag þar til frestur félaga innan Alþýðusambandsins til að segja upp kjarasamningum eftir að endurskoðun þeirra rennur út. Háværar raddir eru innan verkalýðsfélaganna um að segja samningunum upp meðal annars út af úrskurðum kjararáðs undanfarin tvö ár. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir tillögur starfshóps varðandi kjararáð frá í gær miða að því að auka gegnsæi á launamálum æðstu embættismanna. Þá hafi verið gerðir samningar að undanförnu við 12 félög innan BHM á allt öðrum nótum en samningar á síðustu árum. En verkalýðshreyfingin þrýstir líka m.a. á breytingar í skattamálum og húsnæðis- og barnabótum. „Já, já við erum með öll þessi mál á dagskrá. Ég segi nú stundum við aðila vinnumarkaðarins; þið eruð að tala fyrir fólk sem líka kýs stjórnmálaflokka. Við erum með þessi mál á dagskrá í stjórnarsáttmálanum. Samtalið er kannski um það hvernig við náum að forgangsraða, fjármagna og hrinda í framkvæmd mörgum af þessum áformum,“ segir Bjarni. Eins og er séu engar tilteknar aðgerðir tilbúnar að hálfu stjórnvalda vegna komandi kjarasamninga. Hins vegar leggi ríkisstjórnin til að félagslegur stöðugleiki verði eitt af verkefnum þjóðhagsráðs. En verkalýðshreyfingin hefur hingað til ekki viljað skipa fulltrúa í það ráð. „Ég held að við höfum lagt ýmislegt af mörkum til þess að auka samstöðu og frið á vinnumarkaði að undanförnu. Hvort það dugar verður síðan að koma í ljós,“ segir Bjarni. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun Alþýðusambandið leggja fram kröfur á ríkisstjórnina í tengslum við endurnýjun kjarasamninga í næstu viku. Bjarni bindur meiri vonir við það nú en áður að það takist að halda friði á vinnumarkaði á næstu árum. Til að mynda hafi verið gerðir samningar við lækna um mitt síðasta ár á allt öðrum nótum en áður ásamt nýgerðum hóflegum samningum við aðildarfélög BHM. Nú séu viss tímamót og ríkisstjórnin vilji horfa fram veginn í samstöðu með aðilum vinnumarkaðarins. „Þetta er viðkvæmt. Það getur brugðið til beggja vona. Einstök aðildarfélög geta verið ósátt vegna einhverra hluta sem við ráðum ekki við. En við getum ekki tekið af og ætlum ekki að taka ábyrgðina af aðilum vinnumarkaðarins á því að semja. ASÍ og SA verða að semja sín á milli. Þeir geta ekki varpað allri ábyrgð á þeirri viðræðulotu í fangið á ríkinu. En við höfum hins vegar verið viljug til að koma með svör og skýringar og erum mjög opin fyrir því að eiga þéttara samstarf en verið hefur lengi,“ segir Bjarni Benediktsson. Kjaramál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa lagt ýmislegt af mörkum til að auka frið á vinnumarkaði meðal annars með nýlegum samningum við fjölda aðildarfélaga Bandalags háskólamanna. Viss tímamót séu nú á vinnumarkaði en ríkisstjórnin taki ekki ábyrgð á gerð samninga á almenna vinnumarkaðnum af viðsemjendum þar. Um hálfur mánuður er í dag þar til frestur félaga innan Alþýðusambandsins til að segja upp kjarasamningum eftir að endurskoðun þeirra rennur út. Háværar raddir eru innan verkalýðsfélaganna um að segja samningunum upp meðal annars út af úrskurðum kjararáðs undanfarin tvö ár. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir tillögur starfshóps varðandi kjararáð frá í gær miða að því að auka gegnsæi á launamálum æðstu embættismanna. Þá hafi verið gerðir samningar að undanförnu við 12 félög innan BHM á allt öðrum nótum en samningar á síðustu árum. En verkalýðshreyfingin þrýstir líka m.a. á breytingar í skattamálum og húsnæðis- og barnabótum. „Já, já við erum með öll þessi mál á dagskrá. Ég segi nú stundum við aðila vinnumarkaðarins; þið eruð að tala fyrir fólk sem líka kýs stjórnmálaflokka. Við erum með þessi mál á dagskrá í stjórnarsáttmálanum. Samtalið er kannski um það hvernig við náum að forgangsraða, fjármagna og hrinda í framkvæmd mörgum af þessum áformum,“ segir Bjarni. Eins og er séu engar tilteknar aðgerðir tilbúnar að hálfu stjórnvalda vegna komandi kjarasamninga. Hins vegar leggi ríkisstjórnin til að félagslegur stöðugleiki verði eitt af verkefnum þjóðhagsráðs. En verkalýðshreyfingin hefur hingað til ekki viljað skipa fulltrúa í það ráð. „Ég held að við höfum lagt ýmislegt af mörkum til þess að auka samstöðu og frið á vinnumarkaði að undanförnu. Hvort það dugar verður síðan að koma í ljós,“ segir Bjarni. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun Alþýðusambandið leggja fram kröfur á ríkisstjórnina í tengslum við endurnýjun kjarasamninga í næstu viku. Bjarni bindur meiri vonir við það nú en áður að það takist að halda friði á vinnumarkaði á næstu árum. Til að mynda hafi verið gerðir samningar við lækna um mitt síðasta ár á allt öðrum nótum en áður ásamt nýgerðum hóflegum samningum við aðildarfélög BHM. Nú séu viss tímamót og ríkisstjórnin vilji horfa fram veginn í samstöðu með aðilum vinnumarkaðarins. „Þetta er viðkvæmt. Það getur brugðið til beggja vona. Einstök aðildarfélög geta verið ósátt vegna einhverra hluta sem við ráðum ekki við. En við getum ekki tekið af og ætlum ekki að taka ábyrgðina af aðilum vinnumarkaðarins á því að semja. ASÍ og SA verða að semja sín á milli. Þeir geta ekki varpað allri ábyrgð á þeirri viðræðulotu í fangið á ríkinu. En við höfum hins vegar verið viljug til að koma með svör og skýringar og erum mjög opin fyrir því að eiga þéttara samstarf en verið hefur lengi,“ segir Bjarni Benediktsson.
Kjaramál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Sjá meira