Viðskipti innlent

Stefnir í formannsslag hjá SAF

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þórir Garðarsson varaformaður stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar.
Þórir Garðarsson varaformaður stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar.
Þórir Garðarsson, forstjóri Gray Line, hyggst gefa kost á sér til formennsku hjá Samtökum ferðaþjónustunnar á aðalfundi SAF þann 21. mars. Grímur Sæmundsson, formaður til síðustu fjögurra ára og forstjóri Bláa lónsins, ætlar ekki að gefa kost á sér.

Auk Þóris hefur Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, ákveðið að söðla um og tekur við framkvæmdastjórastöðu hjá Blue Lagoon Journeys ehf., dótturfélagi Bláa lónsins.

„Þeirra verður sárt saknað í forystusveit samtakanna,“ segir Þórir á Facebook en hann hefur sjálfur gegnt varaformennsku hjá SAF. Þórir segist hafa fengið mikla hvatningu um að stíga skrefið í formanninn en hann eigi erfitt með að taka því með þögninni þegar vegið sé að hagsmunum aðila í ferðaþjónustu

Hann segir það hafa haft áhrif á ákvörðun sína að hann teldi ekki gott ef formaður, varaformaður og framkvæmdastjóri myndu öll hverfa á braut á sama tíma.

Þórir segist í samtali við Túrista eiga von á samkeppni um formannsstöðuna. Bjarnheiður Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Kötlu Travel, segist í samtali við Túrista velta formannsframboði alvarlega fyrir sér. Framboðsfrestur rennur út þann 7. mars.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×