Þrýstingur eykst á uppsögn en SA biður um ró og yfirvegun Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. febrúar 2018 06:00 Halldór Benjamín segir það skoðun SA að ekki sé innstæða fyrir frekari launahækkun. „En það þarf tvo til að dansa,“ segir hann. VÍSIR/ANTON BRINK Kjaramál „Það er mikilvægt að sýna ró og yfirvegun,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Forsendunefnd, skipuð fulltrúum SA og Alþýðusambands Íslands, á að komast að niðurstöðu fyrir mánaðamót um það hvort forsendur kjarasamninga standist. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær vill meirihluti félagsmanna Rafiðnaðarsambands Íslands að kjarasamningum verði sagt upp núna, enda sé skýr forsendubrestur. Þetta eru niðurstöður viðhorfskönnunar sem gerð var á meðal félagsmanna. Rafiðnaðarsambandið telur ljóst að forsendur hafi brostið fyrir ári en ákveðið hafi verið að fresta ákvörðun til þessa árs. Þá kallaði stjórn og trúnaðarráð stéttarfélagsins Framsýnar fyrr í vikunni eftir uppsögn samninga verði ekki orðið við kröfum um leiðréttingu launa og að ríkisstjórnin komi til móts við áherslur verkalýðshreyfingarinnar í velferðarmálum, Halldór Benjamín vill ekkert tjá sig um störf forsendunefndarinnar áður en hún lýkur störfum, en segir það skoðun Samtaka atvinnulífsins að mikilvægt sé að meta það sem áunnist hafi undanfarin ár.Kosningaspjall VÃsis. Ragnar Þór Ingólfsson hjá Dögun. „Til dæmis með tilliti til þróunar kaupmáttar, hækkunar lægstu launa sem hefur verið talsvert umfram hækkun annarra launa. Meta hvar við erum stödd í hagsveiflunni. Er einhver innstæða fyrir frekari launahækkun inni í atvinnulífinu? Mitt mat er að svo sé ekki. En það þarf tvo til að dansa. Við áttum okkur á því.“ Bæði forysta Framsýnar og Rafiðnaðarsambandið segja ákvarðanir kjararáðs hafa stuðlað að forsendubresti. Það hafi ákvarðanir í skattamálum líka gert. VR er stærsta stéttarfélagið innan ASÍ. Formaðurinn, Ragnar Þór Ingólfsson, segir fulltrúa atvinnulífsins hafa fundað fjórum sinnum með stjórnvöldum og fulltrúum sveitarfélaganna undanfarnar vikur, nú síðast á mánudaginn. Þar hafi meðal annars verið rædd mál tengd kjararáði. „Þegar maður skynjar vilja stjórnvalda til þess að reyna að leysa þetta mál þá erum við tilbúin til þess að hlusta,“ segir Ragnar. Líkur séu á því að VR geri sambærilega könnun meðal sinna félagsmanna og Rafiðnaðarsambandið gerði, en ekki fyrr en niðurstaða er fengin um kjararáðsmálin. Halldór segir að ferlið fram undan verði þannig að forsendunefndin komist að niðurstöðu fyrir mánaðamót. „Ef hún kemst að þeirri niðurstöðu að forsendur hafi haldist þá gerist ekki neitt. Ef forsendunefndin kemst að þeirri niðurstöðu að forsendur séu brostnar, þá er því vísað til samninganefndar ASÍ og framkvæmdastjórnar SA sem geta komið með viðbragð í framhaldinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Rafvirkjar vilja slíta samningi Meirihluti félagsmanna Rafiðnaðarsambands Íslands vill að kjarasamningum verði sagt upp núna í febrúar, enda sé skýr forsendubrestur. 15. febrúar 2018 06:00 Hálfur mánuður til stefnu varðandi uppsögn kjarasamninga Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. 15. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kjaramál „Það er mikilvægt að sýna ró og yfirvegun,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Forsendunefnd, skipuð fulltrúum SA og Alþýðusambands Íslands, á að komast að niðurstöðu fyrir mánaðamót um það hvort forsendur kjarasamninga standist. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær vill meirihluti félagsmanna Rafiðnaðarsambands Íslands að kjarasamningum verði sagt upp núna, enda sé skýr forsendubrestur. Þetta eru niðurstöður viðhorfskönnunar sem gerð var á meðal félagsmanna. Rafiðnaðarsambandið telur ljóst að forsendur hafi brostið fyrir ári en ákveðið hafi verið að fresta ákvörðun til þessa árs. Þá kallaði stjórn og trúnaðarráð stéttarfélagsins Framsýnar fyrr í vikunni eftir uppsögn samninga verði ekki orðið við kröfum um leiðréttingu launa og að ríkisstjórnin komi til móts við áherslur verkalýðshreyfingarinnar í velferðarmálum, Halldór Benjamín vill ekkert tjá sig um störf forsendunefndarinnar áður en hún lýkur störfum, en segir það skoðun Samtaka atvinnulífsins að mikilvægt sé að meta það sem áunnist hafi undanfarin ár.Kosningaspjall VÃsis. Ragnar Þór Ingólfsson hjá Dögun. „Til dæmis með tilliti til þróunar kaupmáttar, hækkunar lægstu launa sem hefur verið talsvert umfram hækkun annarra launa. Meta hvar við erum stödd í hagsveiflunni. Er einhver innstæða fyrir frekari launahækkun inni í atvinnulífinu? Mitt mat er að svo sé ekki. En það þarf tvo til að dansa. Við áttum okkur á því.“ Bæði forysta Framsýnar og Rafiðnaðarsambandið segja ákvarðanir kjararáðs hafa stuðlað að forsendubresti. Það hafi ákvarðanir í skattamálum líka gert. VR er stærsta stéttarfélagið innan ASÍ. Formaðurinn, Ragnar Þór Ingólfsson, segir fulltrúa atvinnulífsins hafa fundað fjórum sinnum með stjórnvöldum og fulltrúum sveitarfélaganna undanfarnar vikur, nú síðast á mánudaginn. Þar hafi meðal annars verið rædd mál tengd kjararáði. „Þegar maður skynjar vilja stjórnvalda til þess að reyna að leysa þetta mál þá erum við tilbúin til þess að hlusta,“ segir Ragnar. Líkur séu á því að VR geri sambærilega könnun meðal sinna félagsmanna og Rafiðnaðarsambandið gerði, en ekki fyrr en niðurstaða er fengin um kjararáðsmálin. Halldór segir að ferlið fram undan verði þannig að forsendunefndin komist að niðurstöðu fyrir mánaðamót. „Ef hún kemst að þeirri niðurstöðu að forsendur hafi haldist þá gerist ekki neitt. Ef forsendunefndin kemst að þeirri niðurstöðu að forsendur séu brostnar, þá er því vísað til samninganefndar ASÍ og framkvæmdastjórnar SA sem geta komið með viðbragð í framhaldinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Rafvirkjar vilja slíta samningi Meirihluti félagsmanna Rafiðnaðarsambands Íslands vill að kjarasamningum verði sagt upp núna í febrúar, enda sé skýr forsendubrestur. 15. febrúar 2018 06:00 Hálfur mánuður til stefnu varðandi uppsögn kjarasamninga Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. 15. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Rafvirkjar vilja slíta samningi Meirihluti félagsmanna Rafiðnaðarsambands Íslands vill að kjarasamningum verði sagt upp núna í febrúar, enda sé skýr forsendubrestur. 15. febrúar 2018 06:00
Hálfur mánuður til stefnu varðandi uppsögn kjarasamninga Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. 15. febrúar 2018 14:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda