Loftslags- og geimrannsóknir skornar við nögl í fjárlögum Trump Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2018 10:50 Jörðin séð með linsu DSCOVR-gervitungls NOAA. Trump-stjórnin vill að slökkt verði á mælitækjum þess sem fylgjast með jörðinni. NOAA/DSCOVR Verulega er dregið úr útgjöldum til rannsókna og eftirliti með loftslagi jarðar eða þeim hætt algerlega í drögum að fjárlögum fyrir næsta ár sem ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur gefið út. Þá vill stjórn hans einkavæða Alþjóðlegu geimstöðina og hætta við fimm jarðrannsóknagervitungl og næsta stóra geimsjónaukann. Loftslagsbreytingar eru aðeins nefndar á nafn einu sinni í 160 blaðsíðna samantekt Hvíta hússins á innihaldi fjárlagafrumvarps ársins 2019. Orðið kemur fyrir í heiti vísindaáætlunar Umhverfisstofnunarinnar (EPA) sem lagt er til að verði hætt, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Gegnumgangandi í tillögum ríkisstjórnarinnar er gríðarlegur niðurskurður í verkefnum alríkisstofnana sem miða að því að rannsaka og safna upplýsingum um jörðina og loftslag hennar. Í sumum tilfellum er þeim algerlega slátrað.Skera niður loftslagsbókhald um 87%Á meðal verkefna sem tengjast loftslagsmálum sem skorin verða niður hjá EPA er bókhald stofnunarinnar yfir losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum vegna alþjóðlegra skuldbindinga. Framlög til þess verkefnis yrðu skorin niður um 87%. Þá vill Hvíta húsið útrýma rannsóknarstyrkjum og stöðum á sviði umhverfisvísinda. Hjá Haf- og loftslagsstofnuninni (NOAA) stendur til að skera fjárveitingar til loftslagsrannsókna niður um þriðjung. Niðurskurðarhnífinn ber meðal annars niður í rannsóknum á minnkandi hafís á norðurskautinu. Á sama tíma vill Trump auka fjárfestingar í jarðefnaeldsneyti, olíu, kolum og gasi. Bruni á jarðefnaeldsneyti er orsök stóraukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda sem veldur nú loftslagsbreytingum á jörðinni. Fimm jarðvísindaleiðangrar sem geimvísindastofnunin NASA er með í gangi eða hafði á teikniborðinu verða einnig slegnir af ef ríkisstjórn Trump verður að vilja sínum. Þannig vill Trump að NASA hætti við OCO-3-mælitækið sem á að fylgist með styrk koltvísýrings í lofthjúpi jarðar. Því átti að koma fyrir utan á Alþjóðlegu geimstöðinni í ár.Wide-Field Infrared Survey Telescope (WFIRST) verður ekki að veruleika ef Hvíta húsið nær sínu fram í fjárlögum næsta árs.NASA„Ókeypis“ geimsjónauki sleginn út af borðinu Geimrannsóknir af ýmsu tagi fá einnig að finna fyrir niðurskurðarhnífnum í tillögum ríkisstjórnar Trump. Þar ber helst að nefna WFIRST-geimsjónaukann sem hefði gefið stjörnufræðingum hundrað sinnum stærra sjónsvið en Hubble-geimsjónaukinn býr yfir. Með honum hefði verið hægt að rannsaka hulduefni og orku, þróun alheimsins og fjarreikistjörnur, að því er segir í frétt Space.com. Stjörnufræðingum svíður ekki síst tillagana um að slá WFIRST af því til stóð að breyta njósnagervitungli sem er þegar á braut um jörðu frekar en að smíða nýtt. Því hefur verið talað um WFIRST sem „ókeypis“ geimsjónauka. Trump-stjórnin er hins vegar ekki tilbúinn í þau auknu fjárútlát sem leiðangurinn hefði kostað. Hvíta húsið vill einnig hætta að fjármagna Alþjóðlegu geimstöðina eftir árið 2024. Washington Post segir að í staðinn vilji Bandaríkjastjórn afhenda einkaaðilum stöðina. Yfirlýst markmið Trump-stjórnarinnar í geimferðum er að senda menn aftur til tunglsins. Þrátt fyrir það eru engar fjárveitingar til mannaðra ferða til tunglsins í fjárlagatillögum Hvíta hússins. Í raun segir New York Times að ekki sé gert ráð fyrir neinum nýjum fjárveitingum til tunglferða fyrr en eftir að Trump lætur af embætti, jafnvel þó að hann næði endurkjöri.„Þöngulhausum“ á fjárlagaskrifstofu um að kenna Afar ólíklegt er Bandaríkjaþing fallist á tillögur Hvíta hússins fyrir fjárlög næsta árs í óbreyttri mynd. Margt af því sem Trump-stjórnin leggur til að skera niður og hætta við nú var einnig lagt til í drögum sem Hvíta húsið lagði fram fyrir fjárlög þessa árs. Hugmyndir um að hætta að fjármagna rekstur Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir að Bandaríkin hafa lagt um hundrað milljarða dollara í hana síðustu áratugina fellur þannig ekki í kramið hjá lykilmönnum í flokki forsetans sjálfs. „Sem íhaldsmaður í fjármálum veit maður að eitt það heimskulegasta sem hægt er að gera er að hætta við verkefni eftir milljarðafjárfestingu þegar það er enn verulegt notagildi eftir,“ sagði Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Texas í síðustu viku. Kenndi Cruz „þöngulhausum“ á fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins um tillöguna um að hætta fjárveitingum til geimstöðvarinnar. Johnson-geimmiðstöð NASA er í Texas, heimaríki Cruz. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Verulega er dregið úr útgjöldum til rannsókna og eftirliti með loftslagi jarðar eða þeim hætt algerlega í drögum að fjárlögum fyrir næsta ár sem ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur gefið út. Þá vill stjórn hans einkavæða Alþjóðlegu geimstöðina og hætta við fimm jarðrannsóknagervitungl og næsta stóra geimsjónaukann. Loftslagsbreytingar eru aðeins nefndar á nafn einu sinni í 160 blaðsíðna samantekt Hvíta hússins á innihaldi fjárlagafrumvarps ársins 2019. Orðið kemur fyrir í heiti vísindaáætlunar Umhverfisstofnunarinnar (EPA) sem lagt er til að verði hætt, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Gegnumgangandi í tillögum ríkisstjórnarinnar er gríðarlegur niðurskurður í verkefnum alríkisstofnana sem miða að því að rannsaka og safna upplýsingum um jörðina og loftslag hennar. Í sumum tilfellum er þeim algerlega slátrað.Skera niður loftslagsbókhald um 87%Á meðal verkefna sem tengjast loftslagsmálum sem skorin verða niður hjá EPA er bókhald stofnunarinnar yfir losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum vegna alþjóðlegra skuldbindinga. Framlög til þess verkefnis yrðu skorin niður um 87%. Þá vill Hvíta húsið útrýma rannsóknarstyrkjum og stöðum á sviði umhverfisvísinda. Hjá Haf- og loftslagsstofnuninni (NOAA) stendur til að skera fjárveitingar til loftslagsrannsókna niður um þriðjung. Niðurskurðarhnífinn ber meðal annars niður í rannsóknum á minnkandi hafís á norðurskautinu. Á sama tíma vill Trump auka fjárfestingar í jarðefnaeldsneyti, olíu, kolum og gasi. Bruni á jarðefnaeldsneyti er orsök stóraukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda sem veldur nú loftslagsbreytingum á jörðinni. Fimm jarðvísindaleiðangrar sem geimvísindastofnunin NASA er með í gangi eða hafði á teikniborðinu verða einnig slegnir af ef ríkisstjórn Trump verður að vilja sínum. Þannig vill Trump að NASA hætti við OCO-3-mælitækið sem á að fylgist með styrk koltvísýrings í lofthjúpi jarðar. Því átti að koma fyrir utan á Alþjóðlegu geimstöðinni í ár.Wide-Field Infrared Survey Telescope (WFIRST) verður ekki að veruleika ef Hvíta húsið nær sínu fram í fjárlögum næsta árs.NASA„Ókeypis“ geimsjónauki sleginn út af borðinu Geimrannsóknir af ýmsu tagi fá einnig að finna fyrir niðurskurðarhnífnum í tillögum ríkisstjórnar Trump. Þar ber helst að nefna WFIRST-geimsjónaukann sem hefði gefið stjörnufræðingum hundrað sinnum stærra sjónsvið en Hubble-geimsjónaukinn býr yfir. Með honum hefði verið hægt að rannsaka hulduefni og orku, þróun alheimsins og fjarreikistjörnur, að því er segir í frétt Space.com. Stjörnufræðingum svíður ekki síst tillagana um að slá WFIRST af því til stóð að breyta njósnagervitungli sem er þegar á braut um jörðu frekar en að smíða nýtt. Því hefur verið talað um WFIRST sem „ókeypis“ geimsjónauka. Trump-stjórnin er hins vegar ekki tilbúinn í þau auknu fjárútlát sem leiðangurinn hefði kostað. Hvíta húsið vill einnig hætta að fjármagna Alþjóðlegu geimstöðina eftir árið 2024. Washington Post segir að í staðinn vilji Bandaríkjastjórn afhenda einkaaðilum stöðina. Yfirlýst markmið Trump-stjórnarinnar í geimferðum er að senda menn aftur til tunglsins. Þrátt fyrir það eru engar fjárveitingar til mannaðra ferða til tunglsins í fjárlagatillögum Hvíta hússins. Í raun segir New York Times að ekki sé gert ráð fyrir neinum nýjum fjárveitingum til tunglferða fyrr en eftir að Trump lætur af embætti, jafnvel þó að hann næði endurkjöri.„Þöngulhausum“ á fjárlagaskrifstofu um að kenna Afar ólíklegt er Bandaríkjaþing fallist á tillögur Hvíta hússins fyrir fjárlög næsta árs í óbreyttri mynd. Margt af því sem Trump-stjórnin leggur til að skera niður og hætta við nú var einnig lagt til í drögum sem Hvíta húsið lagði fram fyrir fjárlög þessa árs. Hugmyndir um að hætta að fjármagna rekstur Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir að Bandaríkin hafa lagt um hundrað milljarða dollara í hana síðustu áratugina fellur þannig ekki í kramið hjá lykilmönnum í flokki forsetans sjálfs. „Sem íhaldsmaður í fjármálum veit maður að eitt það heimskulegasta sem hægt er að gera er að hætta við verkefni eftir milljarðafjárfestingu þegar það er enn verulegt notagildi eftir,“ sagði Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Texas í síðustu viku. Kenndi Cruz „þöngulhausum“ á fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins um tillöguna um að hætta fjárveitingum til geimstöðvarinnar. Johnson-geimmiðstöð NASA er í Texas, heimaríki Cruz.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira