Fjölgar vestanlands og Akranes á meira inni Sveinn Arnarsson skrifar 14. febrúar 2018 06:00 Samgöngur skipta gríðarlega miklu máli þegar búseta er valin. Að mati Vífils gæti það skipt miklu fyrir byggðaþróun Vesturlands að hætta gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin. vísir/pjetur Íbúum á Vesturlandi fjölgaði um 360 í fyrra samkvæmt ársfjórðungstölum Hagstofu Íslands. Þar af var fjölgunin um 280 íbúar á Akranesi og í Borgarbyggð. Á síðustu fimm árum hefur íbúum fjölgað í öllum sveitarfélögum landshlutans, þó mest í fyrrgreindum tveimur sveitarfélögum. Vesturland, líkt og það er skilgreint á vef Sambands sveitarfélaga, nær frá Akranesi og Hvalfjarðarsveit í suðri að Dalabyggð í norðri. Á þessu svæði eru tíu misstór sveitarfélög. Akranes er það stærsta, með um 7.300 íbúa, en Skorradalshreppur og Helgafellssveit þau minnstu með rétt ríflega 50 íbúa. Á þessu svæði búa 16.290 íbúar eða um 4,7 prósent landsmanna. Fjölgun á höfuðborgarsvæðinu í fyrra var 2,6 prósent og hefur verið um 6,6 prósent síðustu fimm árin. Fjölgunin á Vesturlandi var 2,2 prósent og á fimm ára tímabili um 5,6 prósent. Því er hlutfallsleg fjölgun á Vesturlandi alls ekki langt frá því að vera á pari við fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Síðustu áratugi hefur sameiningu sveitarfélaga á svæðinu borið á góma. Til að mynda hefur sveitarfélagið Dalabyggð horft í norður og viðrað hugmyndir um að sameinast Reykhólahreppi eða Strandabyggð. Einnig hafa heyrst raddir um að Helgafellssveit, Eyja- og Miklaholtshreppur og Dalabyggð sameinist stærri sveitarfélögum auk þess sem rætt hefur verið um sjálfstæði Skorradalshrepps.Vífill Karlsson, hagfræðingurBorgarbyggð er svo sameinað sveitarfélag ótal hreppa, fyrst með sameiningu árið 1994, þá 1998 og svo síðast í kjölfar kosninga 2006. Vífill Karlsson, hagfræðingur hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi og dósent við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri, segir Vesturland eiga mikið inni er kemur að fólksfjölgun. Hann nefnir að gjaldtaka í Hvalfjarðargöngin hafi þar áhrif. Einnig komi það á óvart að þegar horft sé til íslenskra ríkisborgara sé flutningsjöfnuður í Borgarbyggð á núlli, það er að jafn margir íslenskir ríkisborgarar flytji frá svæðinu og flytji inn á svæðið. Fólksfjölgun sé því keyrð áfram af náttúrulegri fjölgun og erlendum ríkisborgurum sem flytji til Borgarbyggðar. Erlendum ríkisborgurum hefur, eins og Fréttablaðið hefur tekið saman, fjölgað gífurlega síðustu ár. „Fargjaldið í göngin er ekki hátt en það hefur kannski hugarfarsleg áhrif á fólk sem gæti hugsað sér að búa á Vesturlandi. Við sem búum á svæðinu vitum að þetta er alls ekki stór upphæð,“ segir Vífill. „Þegar þessum hugsanlegu íbúum verður það heyrinkunnugt að það verði frítt í göngin þá huglægt gæti það virkað mikið. Þess vegna segi ég að Akranes og Borgarnes eigi eitthvað inni ásamt Hvalfjarðarsveit kannski.“ Vífill telur að þessir hugsanlegu íbúar séu að miklu leyti fólk með stórar barnafjölskyldur á ákjósanlegum aldri fyrir byggðaþróunina á Vesturlandi. „Þetta fólk sem er að flýja borgina og hátt fasteignaverð er oft fólk með frekar mörg börn og ungt fólk. Það fólk gæti hugsað sér að kjósa Akranes sem búsetuval þar sem góða þjónustu er að fá með aðgengi að borginni.“Fréttablaðið sagði frá því í fyrri frétt um byggðaþróun að Suðurnes væru hástökkvari síðustu ára þar sem æ fleiri ákveði að búa. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir svo mikinn vöxt skapa erfiðleika. Vífill segir Vesturland geta tekið hluta af þessum vexti til sín með því að göngin yrðu gerð gjaldfrjáls. „Já, algjörlega, það myndi gera það við að taka af gjald í Hvalfjarðargöngin. Og Akranes er staður sem barnafólk myndi horfa til; fasteignaverð er lægra en í borginni, ágætis nærþjónusta og stutt í alla þá menningu og afþreyingu sem fyrirfinnst í borginni.“ Akranes Birtist í Fréttablaðinu Dalabyggð Helgafellssveit Hvalfjarðarsveit Skorradalshreppur Strandabyggð Tengdar fréttir Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Íbúum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum á Suðurnesjum og er fólksfjölgunin þrefalt hraðari en á landinu í heild. 10. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjá meira
Íbúum á Vesturlandi fjölgaði um 360 í fyrra samkvæmt ársfjórðungstölum Hagstofu Íslands. Þar af var fjölgunin um 280 íbúar á Akranesi og í Borgarbyggð. Á síðustu fimm árum hefur íbúum fjölgað í öllum sveitarfélögum landshlutans, þó mest í fyrrgreindum tveimur sveitarfélögum. Vesturland, líkt og það er skilgreint á vef Sambands sveitarfélaga, nær frá Akranesi og Hvalfjarðarsveit í suðri að Dalabyggð í norðri. Á þessu svæði eru tíu misstór sveitarfélög. Akranes er það stærsta, með um 7.300 íbúa, en Skorradalshreppur og Helgafellssveit þau minnstu með rétt ríflega 50 íbúa. Á þessu svæði búa 16.290 íbúar eða um 4,7 prósent landsmanna. Fjölgun á höfuðborgarsvæðinu í fyrra var 2,6 prósent og hefur verið um 6,6 prósent síðustu fimm árin. Fjölgunin á Vesturlandi var 2,2 prósent og á fimm ára tímabili um 5,6 prósent. Því er hlutfallsleg fjölgun á Vesturlandi alls ekki langt frá því að vera á pari við fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Síðustu áratugi hefur sameiningu sveitarfélaga á svæðinu borið á góma. Til að mynda hefur sveitarfélagið Dalabyggð horft í norður og viðrað hugmyndir um að sameinast Reykhólahreppi eða Strandabyggð. Einnig hafa heyrst raddir um að Helgafellssveit, Eyja- og Miklaholtshreppur og Dalabyggð sameinist stærri sveitarfélögum auk þess sem rætt hefur verið um sjálfstæði Skorradalshrepps.Vífill Karlsson, hagfræðingurBorgarbyggð er svo sameinað sveitarfélag ótal hreppa, fyrst með sameiningu árið 1994, þá 1998 og svo síðast í kjölfar kosninga 2006. Vífill Karlsson, hagfræðingur hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi og dósent við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri, segir Vesturland eiga mikið inni er kemur að fólksfjölgun. Hann nefnir að gjaldtaka í Hvalfjarðargöngin hafi þar áhrif. Einnig komi það á óvart að þegar horft sé til íslenskra ríkisborgara sé flutningsjöfnuður í Borgarbyggð á núlli, það er að jafn margir íslenskir ríkisborgarar flytji frá svæðinu og flytji inn á svæðið. Fólksfjölgun sé því keyrð áfram af náttúrulegri fjölgun og erlendum ríkisborgurum sem flytji til Borgarbyggðar. Erlendum ríkisborgurum hefur, eins og Fréttablaðið hefur tekið saman, fjölgað gífurlega síðustu ár. „Fargjaldið í göngin er ekki hátt en það hefur kannski hugarfarsleg áhrif á fólk sem gæti hugsað sér að búa á Vesturlandi. Við sem búum á svæðinu vitum að þetta er alls ekki stór upphæð,“ segir Vífill. „Þegar þessum hugsanlegu íbúum verður það heyrinkunnugt að það verði frítt í göngin þá huglægt gæti það virkað mikið. Þess vegna segi ég að Akranes og Borgarnes eigi eitthvað inni ásamt Hvalfjarðarsveit kannski.“ Vífill telur að þessir hugsanlegu íbúar séu að miklu leyti fólk með stórar barnafjölskyldur á ákjósanlegum aldri fyrir byggðaþróunina á Vesturlandi. „Þetta fólk sem er að flýja borgina og hátt fasteignaverð er oft fólk með frekar mörg börn og ungt fólk. Það fólk gæti hugsað sér að kjósa Akranes sem búsetuval þar sem góða þjónustu er að fá með aðgengi að borginni.“Fréttablaðið sagði frá því í fyrri frétt um byggðaþróun að Suðurnes væru hástökkvari síðustu ára þar sem æ fleiri ákveði að búa. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir svo mikinn vöxt skapa erfiðleika. Vífill segir Vesturland geta tekið hluta af þessum vexti til sín með því að göngin yrðu gerð gjaldfrjáls. „Já, algjörlega, það myndi gera það við að taka af gjald í Hvalfjarðargöngin. Og Akranes er staður sem barnafólk myndi horfa til; fasteignaverð er lægra en í borginni, ágætis nærþjónusta og stutt í alla þá menningu og afþreyingu sem fyrirfinnst í borginni.“
Akranes Birtist í Fréttablaðinu Dalabyggð Helgafellssveit Hvalfjarðarsveit Skorradalshreppur Strandabyggð Tengdar fréttir Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Íbúum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum á Suðurnesjum og er fólksfjölgunin þrefalt hraðari en á landinu í heild. 10. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjá meira
Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Íbúum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum á Suðurnesjum og er fólksfjölgunin þrefalt hraðari en á landinu í heild. 10. febrúar 2018 08:00