Töluverð röskun á millilandaflugi: Lentu á Egilsstöðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. febrúar 2018 14:32 Ýmist hefur þurft að aflýsa eða seinka flugi í dag. Vísir/Eyþór Millilandaflugi hefur ýmist verið aflýst eða seinkað verulega sökum veðurs. Evrópuflugi Icelandair og WOW air verður seinkað til kvölds og þá hefur Norður-Ameríku flugi verið aflýst. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA segir að allt útlit hafi verið á því að þetta gæti farið með þessum hætti: „Það sem er að hamla er þessi mikli vindur mér skilst að í mestu kviðunum gæti þetta farið upp í 75 hnúta. Viðmiðunarreglan er sú að ef þetta fer yfir 50 hnúta þá er ekki hægt að nota ranana þannig að vindhraðinn er talsverður. Svo bætist ofan á að skyggni er vont sökum élja og fjúks. Þetta vinnur saman í að trufla flugsamgöngur.“Þurftu að lenda á EgilsstöðumEllefu flugvélar sem fóru út í morgun á vegum WOW air koma ekki til baka til landsins á áætlun vegna þess að flugvöllurinn er ónothæfur sem sakir standa. „Skyggni er langt undir mörkum og vindurinn er vel yfir mörkum til að hægt sé að lenda hérna,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air. Vélarnar leggja af stað frá Evrópu til Íslands á milli tíu og ellefu á íslenskum tíma. Flug WOW air frá Tel aviv gat ekki lent á Keflavíkurflugvelli eins og áætlað var og er hún lent á Egilsstöðum í staðinn. Svanhvít segir að flugfélagið sé búið að koma öllum farþegum fyrir á hóteli. Vélin mun fara frá Egilsstöðum til Keflavíkur klukkan ellefu í kvöld. Aflýsa þurfti öllu Norður-Ameríuflugi vegna verður. Til stóð að vélarnar færu núna síðdegis en flogið verður til Chicago síðar í kvöld. Verið er að vinna í því að komast í samband við farþega. Ferþegar eru beðnir um að fylgjast vel með því þeir fá bæði smáskilaboð og tölvupóst með stöðu mála.Flugi ýmist aflýst eða seinkað verulega„Staðan er þannig að þetta veður veldur verulegri röskun á flugi í dag,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Það er töluvert mikil seinkun á flugi sem kemur frá Evrópu núna seinni partinn og flugi sem yfirleitt fer milli fjögur og fimm til Norður-Ameríku hefur verið aflýst. „Þetta veður kemur á versta tíma sólarhringsins þannig að þetta hefur töluvert mikil áhrif,“ segir Guðjón. Á síðu Keflavíkurflugvallar er hægt að fylgjast með gangi mála. Veður Mest lesið Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Sjá meira
Millilandaflugi hefur ýmist verið aflýst eða seinkað verulega sökum veðurs. Evrópuflugi Icelandair og WOW air verður seinkað til kvölds og þá hefur Norður-Ameríku flugi verið aflýst. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA segir að allt útlit hafi verið á því að þetta gæti farið með þessum hætti: „Það sem er að hamla er þessi mikli vindur mér skilst að í mestu kviðunum gæti þetta farið upp í 75 hnúta. Viðmiðunarreglan er sú að ef þetta fer yfir 50 hnúta þá er ekki hægt að nota ranana þannig að vindhraðinn er talsverður. Svo bætist ofan á að skyggni er vont sökum élja og fjúks. Þetta vinnur saman í að trufla flugsamgöngur.“Þurftu að lenda á EgilsstöðumEllefu flugvélar sem fóru út í morgun á vegum WOW air koma ekki til baka til landsins á áætlun vegna þess að flugvöllurinn er ónothæfur sem sakir standa. „Skyggni er langt undir mörkum og vindurinn er vel yfir mörkum til að hægt sé að lenda hérna,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air. Vélarnar leggja af stað frá Evrópu til Íslands á milli tíu og ellefu á íslenskum tíma. Flug WOW air frá Tel aviv gat ekki lent á Keflavíkurflugvelli eins og áætlað var og er hún lent á Egilsstöðum í staðinn. Svanhvít segir að flugfélagið sé búið að koma öllum farþegum fyrir á hóteli. Vélin mun fara frá Egilsstöðum til Keflavíkur klukkan ellefu í kvöld. Aflýsa þurfti öllu Norður-Ameríuflugi vegna verður. Til stóð að vélarnar færu núna síðdegis en flogið verður til Chicago síðar í kvöld. Verið er að vinna í því að komast í samband við farþega. Ferþegar eru beðnir um að fylgjast vel með því þeir fá bæði smáskilaboð og tölvupóst með stöðu mála.Flugi ýmist aflýst eða seinkað verulega„Staðan er þannig að þetta veður veldur verulegri röskun á flugi í dag,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Það er töluvert mikil seinkun á flugi sem kemur frá Evrópu núna seinni partinn og flugi sem yfirleitt fer milli fjögur og fimm til Norður-Ameríku hefur verið aflýst. „Þetta veður kemur á versta tíma sólarhringsins þannig að þetta hefur töluvert mikil áhrif,“ segir Guðjón. Á síðu Keflavíkurflugvallar er hægt að fylgjast með gangi mála.
Veður Mest lesið Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Sjá meira