Laun lykilstjórnenda bankanna þriggja 1.000 milljónir í fyrra Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. febrúar 2018 06:00 Ríkið á rúm 98 prósent í Landsbankanum, en Íslandsbanki er að fullu í eigu ríkisins. Ríkið átti 13 prósenta hlut í Arion þar til í gær. Vísir Laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur til 26 lykilstjórnenda stóru bankanna þriggja námu 1.023 milljónum króna í fyrra. Launakostnaður bankanna vegna lykilstjórnenda, að stjórnum meðtöldum, hefur hækkað um 40 prósent frá árinu 2013, eða um nærri 340 milljónir króna. Á sama tíma hefur launavísitalan hækkað um 34 prósent. Þetta kemur fram þegar laun bankastjóra og framkvæmdastjóra Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka eru skoðuð í nýbirtum ársreikningum bankanna þriggja. Í heildina er um 26 starfsmenn í bönkunum þremur að ræða eins og þeir birtast í ársreikningum bankanna. Við það má bæta að greiðslur til stjórnarmanna bankanna námu samanlagt rúmum 196 milljónum króna. Íslandsbanki, sem er að fullu í eigu ríkisins, er með sex framkvæmdastjóra en í uppgjöri síðasta árs er einnig færður inn kostnaður vegna starfsloka tveggja framkvæmdastjóra. Alls 331,5 milljónir króna.Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, var svo með 58 milljónir í árslaun eða sem nemur rúmlega 4,8 milljónum króna á mánuði. Lækka þau eilítið milli ára. Landsbankinn, sem ríkið á rúm 98 prósent í, greiddi 205,5 milljónir til fimm framkvæmdastjóra og vegna starfsloka eins fyrrverandi. Lilja Björk Einarsdóttir, sem ráðin var bankastjóri í fyrra, var með 2,8 milljónir á mánuði á níu og hálfs mánaðar tímabili. Arion banki, sem íslenska ríkið átti 13 prósenta hlut í þar til í gær er með níu framkvæmdastjóra sem fengu alls 329,8 milljónir í sinn hlut. Árslaun bankastjórans, Höskuldar Ólafssonar, námu 71,2 milljónum króna í fyrra, eða sem nemur ríflega 5,9 milljónum á mánuði. Laun Höskuldar hækkuðu um ríflega níu prósent milli ára. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það ekki fara fram hjá nokkrum manni að sjálftakan og misskiptingin sé sífellt að aukast.„Þetta er ein af ástæðum kraumandi óánægju í grasrót stéttarfélaganna með hversu getulaus hún virðist vera til að streitast á móti þessari þróun.“ Ragnar segir grátlegt að mörg þessara fyrirtækja á fjármálamarkaði séu í eigu lífeyrissjóða fólksins eða ríkisins. „Það er óþolandi að fylgjast með þessari taumlausu græðgi þegar hinum almenna launamanni er gert að sýna hófsemi. Það virðist alltaf vera svigrúm til að moka undir toppana.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur til 26 lykilstjórnenda stóru bankanna þriggja námu 1.023 milljónum króna í fyrra. Launakostnaður bankanna vegna lykilstjórnenda, að stjórnum meðtöldum, hefur hækkað um 40 prósent frá árinu 2013, eða um nærri 340 milljónir króna. Á sama tíma hefur launavísitalan hækkað um 34 prósent. Þetta kemur fram þegar laun bankastjóra og framkvæmdastjóra Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka eru skoðuð í nýbirtum ársreikningum bankanna þriggja. Í heildina er um 26 starfsmenn í bönkunum þremur að ræða eins og þeir birtast í ársreikningum bankanna. Við það má bæta að greiðslur til stjórnarmanna bankanna námu samanlagt rúmum 196 milljónum króna. Íslandsbanki, sem er að fullu í eigu ríkisins, er með sex framkvæmdastjóra en í uppgjöri síðasta árs er einnig færður inn kostnaður vegna starfsloka tveggja framkvæmdastjóra. Alls 331,5 milljónir króna.Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, var svo með 58 milljónir í árslaun eða sem nemur rúmlega 4,8 milljónum króna á mánuði. Lækka þau eilítið milli ára. Landsbankinn, sem ríkið á rúm 98 prósent í, greiddi 205,5 milljónir til fimm framkvæmdastjóra og vegna starfsloka eins fyrrverandi. Lilja Björk Einarsdóttir, sem ráðin var bankastjóri í fyrra, var með 2,8 milljónir á mánuði á níu og hálfs mánaðar tímabili. Arion banki, sem íslenska ríkið átti 13 prósenta hlut í þar til í gær er með níu framkvæmdastjóra sem fengu alls 329,8 milljónir í sinn hlut. Árslaun bankastjórans, Höskuldar Ólafssonar, námu 71,2 milljónum króna í fyrra, eða sem nemur ríflega 5,9 milljónum á mánuði. Laun Höskuldar hækkuðu um ríflega níu prósent milli ára. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það ekki fara fram hjá nokkrum manni að sjálftakan og misskiptingin sé sífellt að aukast.„Þetta er ein af ástæðum kraumandi óánægju í grasrót stéttarfélaganna með hversu getulaus hún virðist vera til að streitast á móti þessari þróun.“ Ragnar segir grátlegt að mörg þessara fyrirtækja á fjármálamarkaði séu í eigu lífeyrissjóða fólksins eða ríkisins. „Það er óþolandi að fylgjast með þessari taumlausu græðgi þegar hinum almenna launamanni er gert að sýna hófsemi. Það virðist alltaf vera svigrúm til að moka undir toppana.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira