Gríðarlegur vatnsleki í Álfkonuhvarfi Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2018 23:52 Vatnsyfirborð í bílakjallaranum hefur hækkað hratt síðan klukkan 16 í dag. Anna María Ragnarsdóttir Gríðarlegt magn af vatni hefur lekið inn í bílakjallara við Álfkonuhvarf í Kópavogi í kvöld. Íbúi segir allt hafa verið með felldu um klukkan 16 í dag en vatnsyfirborð hafi hækkað hratt síðustu klukkutímana. Eins og áður hefur komið fram er aftakaveður á höfuðborgarsvæðinu og hefur slökkviliðið staðið í ströngu við að aðstoða íbúa í kvöld. Anna María Ragnarsdóttir, íbúi í Álfkonuhvarfi, er ein þeirra sem þurft hefur á aðstoð slökkviliðsins að halda. Hún segir í samtali við Vísi að nágranni hafi bankað upp á hjá sér um klukkan 17 og þá hafi vatn verið byrjað að flæða í stríðum straumum inn í bílakjallarann.Anna María segir að gríðarlegt tjón hafi orðið vegna vatnslekans í kvöld.Anna María RagnarsdóttirAnna María segist ekki hafa getað opnað dyrnar á bíl sínum þegar niður í bílakjallarann var komið og hafi hún því þurft að troða sér inn í gegnum skottið. Þá var vatnið orðið of djúpt til að koma bílnum út svo honum var komið fyrir á hæsta punkti í kjallaranum. Að því búnu var hringt á slökkviliðið. „Þeir koma og segja að þetta hljóti að stoppa og að ég eigi að hringja á dælubíl. Það virkaði ekki og þetta hækkar og hækkar og núna er þetta komið í hálfa lofthæð – ef ekki meira,“ segir Anna María sem hringdi þá aftur á slökkviliðið. „Slökkvilið kom svo aftur fyrir rúmum klukkutíma og eru núna með tvær dælur, en það hefur orðið gríðarlegt tjón og það eru bílar enn fastir inni.“ Anna María vill þó koma því á framfæri að hún sé þakklát slökkviliðsmönnunum sem hafi unnið ótrúlegt þrekvirki í kvöld. Heimili hafi verið ofar bílakjöllurum í forgangsröðinni, auk þess sem borið hefur á vatnslekum víða í Reykjavík í kvöld, og því skilji hún vel að ekki hafi verið hægt að bregðast strax við lekanum í Álfkonuhvarfi. Gengið hefur á með suðaustanstormi um land allt í dag, auk töluverðrar rigningar sunnan heiða. Á vef Veðurstofu Íslands segir að lægja muni í nótt, fyrst vestantil. Veður Tengdar fréttir Slökkviliðið á haus í veðurútköllum Mikill vatnsagi hefur gert mörgum borgarbúum lífið leitt. Slökkviliðið hefur þurft að forgangsraða útköllum vegna annríkis. 23. febrúar 2018 22:21 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Gríðarlegt magn af vatni hefur lekið inn í bílakjallara við Álfkonuhvarf í Kópavogi í kvöld. Íbúi segir allt hafa verið með felldu um klukkan 16 í dag en vatnsyfirborð hafi hækkað hratt síðustu klukkutímana. Eins og áður hefur komið fram er aftakaveður á höfuðborgarsvæðinu og hefur slökkviliðið staðið í ströngu við að aðstoða íbúa í kvöld. Anna María Ragnarsdóttir, íbúi í Álfkonuhvarfi, er ein þeirra sem þurft hefur á aðstoð slökkviliðsins að halda. Hún segir í samtali við Vísi að nágranni hafi bankað upp á hjá sér um klukkan 17 og þá hafi vatn verið byrjað að flæða í stríðum straumum inn í bílakjallarann.Anna María segir að gríðarlegt tjón hafi orðið vegna vatnslekans í kvöld.Anna María RagnarsdóttirAnna María segist ekki hafa getað opnað dyrnar á bíl sínum þegar niður í bílakjallarann var komið og hafi hún því þurft að troða sér inn í gegnum skottið. Þá var vatnið orðið of djúpt til að koma bílnum út svo honum var komið fyrir á hæsta punkti í kjallaranum. Að því búnu var hringt á slökkviliðið. „Þeir koma og segja að þetta hljóti að stoppa og að ég eigi að hringja á dælubíl. Það virkaði ekki og þetta hækkar og hækkar og núna er þetta komið í hálfa lofthæð – ef ekki meira,“ segir Anna María sem hringdi þá aftur á slökkviliðið. „Slökkvilið kom svo aftur fyrir rúmum klukkutíma og eru núna með tvær dælur, en það hefur orðið gríðarlegt tjón og það eru bílar enn fastir inni.“ Anna María vill þó koma því á framfæri að hún sé þakklát slökkviliðsmönnunum sem hafi unnið ótrúlegt þrekvirki í kvöld. Heimili hafi verið ofar bílakjöllurum í forgangsröðinni, auk þess sem borið hefur á vatnslekum víða í Reykjavík í kvöld, og því skilji hún vel að ekki hafi verið hægt að bregðast strax við lekanum í Álfkonuhvarfi. Gengið hefur á með suðaustanstormi um land allt í dag, auk töluverðrar rigningar sunnan heiða. Á vef Veðurstofu Íslands segir að lægja muni í nótt, fyrst vestantil.
Veður Tengdar fréttir Slökkviliðið á haus í veðurútköllum Mikill vatnsagi hefur gert mörgum borgarbúum lífið leitt. Slökkviliðið hefur þurft að forgangsraða útköllum vegna annríkis. 23. febrúar 2018 22:21 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Slökkviliðið á haus í veðurútköllum Mikill vatnsagi hefur gert mörgum borgarbúum lífið leitt. Slökkviliðið hefur þurft að forgangsraða útköllum vegna annríkis. 23. febrúar 2018 22:21