Evrópskir stjórnmálamenn blandast inn í Rússarannsóknina Kjartan Kjartansson skrifar 23. febrúar 2018 23:00 Manafort hélt störfum sínum og greiðslum frá úkraínskum stjórnvöldum leyndum fyrir bandarískum yfirvöldum. Vísir/AFP Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump, er sagður hafa greitt evrópskum fyrrverandi háttsettum stjórnmálamönnum á laun fyrir að halda uppi málstað ríkisstjórnar Úkraínu sem var hliðholl Rússum árin 2012 og 2013. Þetta kemur fram í ákæru Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Evrópsku stjórnmálamennirnir eru ekki nafngreindir í ákæruliðunum sem bætt var við í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Manafort er sakaður um að hafa millifært meira en tvær milljónir dollara til ónefndu stjórnmálamannanna fyrrverandi. Reuters segir að Manafort hafi stofnað „Hapsborgarhópinn“ þar sem fyrrverandi stjórnmálamenn komu fram og gáfu álit sitt á aðgerðum úkraínsku ríkisstjórnarinnar. Fyrrverandi „kanslari“ í Evrópu fór fyrir hópnum. Hann er nefndur „erlendur stjórnmálamaður A“ í ákærunni. Fréttastofa NBC-sjónvarpsstöðvarinnar segir að embættisheitið kanslari sé aðeins notað í fáum Evrópulöndum, þar á meðal Þýskalandi og Austurríki. Vitnar hún í frétt AP-fréttastofunnar frá því í fyrra um að fyrirtæki sem tengdist erindrekstri Manafort fyrir erlend ríki hafi haft Alfred Gusenbauer, fyrrverandi kanslara Austurríkis, á launum sem sérfræðing.Chicago Tribune sagði frá því í apríl í fyrra að Romano Prodi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hafi einnig unnið fyrir sama fyrirtæki, Mercury LLC.Sporin falin með því að stofna félögÍ frétt AP-fréttastofunnar kemur fram að Manafort hafi greitt stjórnmálamönnunum til að virðast vera „sjálfstæðir“ stjórnmálaskýrendur þegar þeir voru í raun launaðir talsmenn úkraínskra stjórnvalda. Félagasamtök voru stofnuð til þess að fela tengslin við úkraínsk stjórnvöld og notaði Manafort aflandsfélag til að greiða þeim fyrir þátttöku sína. Manafort vann meðal annars fyrir Viktor Janúkovitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu, sem var hallur undir stjórnvöld í Kreml. Janúkovitsj hrökklaðist frá völdum eftir mikil mótmæli í landinu árið 2014. Hann flúði til Rússlands í kjölfarið. Ástæðan fyrir því að Manafort steig til hliðar sem kosningastjóri Trump í ágúst 2016 var sú að ásakanir höfðu komið fram um að hann hefði þegið milljónir dollara frá stjórmálaflokki Janúkovitsj. Þegar Manafort var ákærður í tengslum við rannsókn Mueller í október var það meðal annars fyrir peningaþvætti á tekjum sem hann hafði af erindrekstri fyrir erlend ríki og að hafa ekki skráð sig sem málafylgjumaður fyrir erlend ríki hjá bandarískum yfirvöldum eins og honum var skylt að gera. Fyrr í kvöld var greint frá því að Rick Gates, aðstoðarkosningastjóri Trump og viðskiptafélagi Manafort til fleiri ára, sem Mueller ákærði á sama tíma og Manafort hefði játað sök. Hann hafi náð samkomulagi um að vinna með rannsakendunum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38 Bætt við ákærurnar gegn starfsmönnum framboðs Trump Ekki er ljóst hvort að nýjum áskökunum hafi verið bætt við eða hugsanlegu samkomulagi um játningu annars eða beggja sakborninga. 21. febrúar 2018 22:15 Mueller ákærir lögmann fyrir lygar Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012. 20. febrúar 2018 15:55 Starfsmenn framboðs Trump ákærðir fyrir fleiri fjármálaglæpi Fleiri liðum um fjársvik og peningaþvætti hefur verið bætt við ákæru á hendur fyrrverandi kosningastjóra og aðstoðarkosningastjóra Donalds Trump. 22. febrúar 2018 22:12 Starfsmaður framboðs Trump játar sök Rick Gates gæti veitt rannsakendum upplýsingar um það sem gekk á innan forsetaframboðs Donalds Trump fyrir kosningarnar árið 2016. Hann hefur gert samkomulag við saksóknara. 23. febrúar 2018 19:02 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Sjá meira
Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump, er sagður hafa greitt evrópskum fyrrverandi háttsettum stjórnmálamönnum á laun fyrir að halda uppi málstað ríkisstjórnar Úkraínu sem var hliðholl Rússum árin 2012 og 2013. Þetta kemur fram í ákæru Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Evrópsku stjórnmálamennirnir eru ekki nafngreindir í ákæruliðunum sem bætt var við í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Manafort er sakaður um að hafa millifært meira en tvær milljónir dollara til ónefndu stjórnmálamannanna fyrrverandi. Reuters segir að Manafort hafi stofnað „Hapsborgarhópinn“ þar sem fyrrverandi stjórnmálamenn komu fram og gáfu álit sitt á aðgerðum úkraínsku ríkisstjórnarinnar. Fyrrverandi „kanslari“ í Evrópu fór fyrir hópnum. Hann er nefndur „erlendur stjórnmálamaður A“ í ákærunni. Fréttastofa NBC-sjónvarpsstöðvarinnar segir að embættisheitið kanslari sé aðeins notað í fáum Evrópulöndum, þar á meðal Þýskalandi og Austurríki. Vitnar hún í frétt AP-fréttastofunnar frá því í fyrra um að fyrirtæki sem tengdist erindrekstri Manafort fyrir erlend ríki hafi haft Alfred Gusenbauer, fyrrverandi kanslara Austurríkis, á launum sem sérfræðing.Chicago Tribune sagði frá því í apríl í fyrra að Romano Prodi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hafi einnig unnið fyrir sama fyrirtæki, Mercury LLC.Sporin falin með því að stofna félögÍ frétt AP-fréttastofunnar kemur fram að Manafort hafi greitt stjórnmálamönnunum til að virðast vera „sjálfstæðir“ stjórnmálaskýrendur þegar þeir voru í raun launaðir talsmenn úkraínskra stjórnvalda. Félagasamtök voru stofnuð til þess að fela tengslin við úkraínsk stjórnvöld og notaði Manafort aflandsfélag til að greiða þeim fyrir þátttöku sína. Manafort vann meðal annars fyrir Viktor Janúkovitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu, sem var hallur undir stjórnvöld í Kreml. Janúkovitsj hrökklaðist frá völdum eftir mikil mótmæli í landinu árið 2014. Hann flúði til Rússlands í kjölfarið. Ástæðan fyrir því að Manafort steig til hliðar sem kosningastjóri Trump í ágúst 2016 var sú að ásakanir höfðu komið fram um að hann hefði þegið milljónir dollara frá stjórmálaflokki Janúkovitsj. Þegar Manafort var ákærður í tengslum við rannsókn Mueller í október var það meðal annars fyrir peningaþvætti á tekjum sem hann hafði af erindrekstri fyrir erlend ríki og að hafa ekki skráð sig sem málafylgjumaður fyrir erlend ríki hjá bandarískum yfirvöldum eins og honum var skylt að gera. Fyrr í kvöld var greint frá því að Rick Gates, aðstoðarkosningastjóri Trump og viðskiptafélagi Manafort til fleiri ára, sem Mueller ákærði á sama tíma og Manafort hefði játað sök. Hann hafi náð samkomulagi um að vinna með rannsakendunum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38 Bætt við ákærurnar gegn starfsmönnum framboðs Trump Ekki er ljóst hvort að nýjum áskökunum hafi verið bætt við eða hugsanlegu samkomulagi um játningu annars eða beggja sakborninga. 21. febrúar 2018 22:15 Mueller ákærir lögmann fyrir lygar Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012. 20. febrúar 2018 15:55 Starfsmenn framboðs Trump ákærðir fyrir fleiri fjármálaglæpi Fleiri liðum um fjársvik og peningaþvætti hefur verið bætt við ákæru á hendur fyrrverandi kosningastjóra og aðstoðarkosningastjóra Donalds Trump. 22. febrúar 2018 22:12 Starfsmaður framboðs Trump játar sök Rick Gates gæti veitt rannsakendum upplýsingar um það sem gekk á innan forsetaframboðs Donalds Trump fyrir kosningarnar árið 2016. Hann hefur gert samkomulag við saksóknara. 23. febrúar 2018 19:02 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Sjá meira
Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38
Bætt við ákærurnar gegn starfsmönnum framboðs Trump Ekki er ljóst hvort að nýjum áskökunum hafi verið bætt við eða hugsanlegu samkomulagi um játningu annars eða beggja sakborninga. 21. febrúar 2018 22:15
Mueller ákærir lögmann fyrir lygar Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012. 20. febrúar 2018 15:55
Starfsmenn framboðs Trump ákærðir fyrir fleiri fjármálaglæpi Fleiri liðum um fjársvik og peningaþvætti hefur verið bætt við ákæru á hendur fyrrverandi kosningastjóra og aðstoðarkosningastjóra Donalds Trump. 22. febrúar 2018 22:12
Starfsmaður framboðs Trump játar sök Rick Gates gæti veitt rannsakendum upplýsingar um það sem gekk á innan forsetaframboðs Donalds Trump fyrir kosningarnar árið 2016. Hann hefur gert samkomulag við saksóknara. 23. febrúar 2018 19:02