Stormzy stjarna Brit-verðlaunanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 23:50 Stormzy var eðlilega skælbrosandi með verðlaunin sín í kvöld. vísir/getty Breski tónlistarmaðurinn Stormzy stal senunni á Brit, bresku tónlistarverðlaununum, í kvöld. Stormzy hirti öll helstu verðlaunin en Ed Sheeran var á meðal þeirra sem einnig voru tilnefndir. Stormzy var þannig valinn besti breski karlkyns tónlistarmaðurinn og plata hans, Gang Signs and Prayer, var valin breska plata ársins. Stormzy er grime-tónlistarmaður en grime er ákveðin tegund tónlistar sem varð til í London við upphaf aldarinnar. Grime er einhvers konar blanda af meðal annars raftónlist, reggí-danstónlist og hipp hoppi. Dua Lipa var valin besti breski kvenkyns tónlistarmaðurinn og Gorillaz besta breska hljómsveitin. Stjarna kvöldsins var óumdeilanlega Stormzy, að því er fram kemur í umfjöllun BBC um hátíðina. Hann hélt um höfuð sér þegar hann var kynntur sem besti karlkyns tónlistarmaðurinn og datt svo í gólfið þegar hann hlaut verðlaunin fyrir bestu plötuna. Stormzy sagði plötuna vera það erfiðasta sem hann hefði gert. „Ég hef aldrei unnið að neinu svona á lífsleiðinni. Við bjuggum eitthvað til sem er ekki hægt að líta framhjá og ég get staðið með í dag,“ sagði Stormzy sem kemur fram á Secret Solstice í Laugardalnum í sumar. Ed Sheeran, sem var vinsælasti tónlistarmaður liðins árs sé litið til spilana og seldra plötueintaka, var langt í frá tapsár heldur sagði fyrir hátíðina að honum þætti Stormzy eiga bestu plötu ársins. Mest lesið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn Stormzy stal senunni á Brit, bresku tónlistarverðlaununum, í kvöld. Stormzy hirti öll helstu verðlaunin en Ed Sheeran var á meðal þeirra sem einnig voru tilnefndir. Stormzy var þannig valinn besti breski karlkyns tónlistarmaðurinn og plata hans, Gang Signs and Prayer, var valin breska plata ársins. Stormzy er grime-tónlistarmaður en grime er ákveðin tegund tónlistar sem varð til í London við upphaf aldarinnar. Grime er einhvers konar blanda af meðal annars raftónlist, reggí-danstónlist og hipp hoppi. Dua Lipa var valin besti breski kvenkyns tónlistarmaðurinn og Gorillaz besta breska hljómsveitin. Stjarna kvöldsins var óumdeilanlega Stormzy, að því er fram kemur í umfjöllun BBC um hátíðina. Hann hélt um höfuð sér þegar hann var kynntur sem besti karlkyns tónlistarmaðurinn og datt svo í gólfið þegar hann hlaut verðlaunin fyrir bestu plötuna. Stormzy sagði plötuna vera það erfiðasta sem hann hefði gert. „Ég hef aldrei unnið að neinu svona á lífsleiðinni. Við bjuggum eitthvað til sem er ekki hægt að líta framhjá og ég get staðið með í dag,“ sagði Stormzy sem kemur fram á Secret Solstice í Laugardalnum í sumar. Ed Sheeran, sem var vinsælasti tónlistarmaður liðins árs sé litið til spilana og seldra plötueintaka, var langt í frá tapsár heldur sagði fyrir hátíðina að honum þætti Stormzy eiga bestu plötu ársins.
Mest lesið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira