Telja spillingarásakanir gegn seðlabankastjóra geta verið hluta af áróðursherferð Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2018 22:13 Lögreglumenn gerðu húsleit á heimili og skrifstofu Ilmars Rimsevics um helgina. Vísir/AFP Lettneska varnarmálaráðuneytið segir hugsanlegt að ásaskanir um spillingu sem leiddu til þess að seðlabankastjóri landsins var handtekinn séu liður í meiriháttar áróðursherferð sem sé ætlað að draga úr trausti á landið og hafa áhrif á kosningar þar í haust. Ilmars Rimsevics, seðlabankastjóri Lettlands, var settur í gæsluvarðhald á sunnudag. Hann er grunaður um að hafa þegið mútur. Þá hafa komið fram ásakanir um að ABLV-bankinn, þriðji stærsti lánveitandi lettneska ríkisins, hafi gerst sekur um peningaþvætti og hjálpað Norður-Kóreu að komast undan refsiaðgerðum. Í yfirlýsingu segir varnarmálaráðuneyti landsins að þær ásakanir gætu verið runnar undan rifjum viðamikillar áróðursherferðar utanaðkomandi aðila, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.Vitna til reynslu Frakka, Þjóðverja og BandaríkjamannaEkki kemur fram í yfirlýsingunni hver gæti staðið þar að baki en ráðuneytið segir að herferðinni svipi til þeirra sem hafa átt sér stað fyrir kosningar í Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum undanfarið. Bandaríska leyniþjónustan er fullviss um að Rússar hafi staðið að baki tilraunum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar þar árið 2016. Þrettán Rússar voru ákærðir á föstudag, grunaðir um að hafa tekið þátt í áróðursherferð Rússa á samfélagsmiðlum. Rússum hefur einnig verið kennt um tilraunir til afskipta af forsetakosningum í Frakklandi í fyrra. Varnarmálaráðuneytið Lettlands telur að herferðin haldi áfram og hún beinist líklega að því að hafa áhrif á innanríkismál landsins og þingkosningar sem fara fram í október. Tilgangurinn sé að draga upp þá mynd að Lettar séu óáreiðanlegir bandamenn. Lettland Tengdar fréttir Forstjóri lettneska seðlabankans í gæsluvarðhald grunaður um spillingu Lögregluyfirvöld ruddust inn á heimili hans og skrifstofu fyrr í dag til að leita að vísbendingum vegna spillingarmáls. 18. febrúar 2018 16:43 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Lettneska varnarmálaráðuneytið segir hugsanlegt að ásaskanir um spillingu sem leiddu til þess að seðlabankastjóri landsins var handtekinn séu liður í meiriháttar áróðursherferð sem sé ætlað að draga úr trausti á landið og hafa áhrif á kosningar þar í haust. Ilmars Rimsevics, seðlabankastjóri Lettlands, var settur í gæsluvarðhald á sunnudag. Hann er grunaður um að hafa þegið mútur. Þá hafa komið fram ásakanir um að ABLV-bankinn, þriðji stærsti lánveitandi lettneska ríkisins, hafi gerst sekur um peningaþvætti og hjálpað Norður-Kóreu að komast undan refsiaðgerðum. Í yfirlýsingu segir varnarmálaráðuneyti landsins að þær ásakanir gætu verið runnar undan rifjum viðamikillar áróðursherferðar utanaðkomandi aðila, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.Vitna til reynslu Frakka, Þjóðverja og BandaríkjamannaEkki kemur fram í yfirlýsingunni hver gæti staðið þar að baki en ráðuneytið segir að herferðinni svipi til þeirra sem hafa átt sér stað fyrir kosningar í Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum undanfarið. Bandaríska leyniþjónustan er fullviss um að Rússar hafi staðið að baki tilraunum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar þar árið 2016. Þrettán Rússar voru ákærðir á föstudag, grunaðir um að hafa tekið þátt í áróðursherferð Rússa á samfélagsmiðlum. Rússum hefur einnig verið kennt um tilraunir til afskipta af forsetakosningum í Frakklandi í fyrra. Varnarmálaráðuneytið Lettlands telur að herferðin haldi áfram og hún beinist líklega að því að hafa áhrif á innanríkismál landsins og þingkosningar sem fara fram í október. Tilgangurinn sé að draga upp þá mynd að Lettar séu óáreiðanlegir bandamenn.
Lettland Tengdar fréttir Forstjóri lettneska seðlabankans í gæsluvarðhald grunaður um spillingu Lögregluyfirvöld ruddust inn á heimili hans og skrifstofu fyrr í dag til að leita að vísbendingum vegna spillingarmáls. 18. febrúar 2018 16:43 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Forstjóri lettneska seðlabankans í gæsluvarðhald grunaður um spillingu Lögregluyfirvöld ruddust inn á heimili hans og skrifstofu fyrr í dag til að leita að vísbendingum vegna spillingarmáls. 18. febrúar 2018 16:43