Merkar konur sem aldrei var minnst fá nú minningargreinar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. mars 2018 20:46 Charlotte Brontë, Ida B. Wells og Sylvia Plath eru meðal þeirra sem New York Times minnist nú, mörgum árum eftir dauða þeirra. Vísir/Getty The New York Times mun á næstunni birta eina minningargrein á viku um konur sem hefðu, að mati blaðamanna, átt að fá minningargrein um sig birta á síðum blaðsins þegar þær létust. Greinaröðin heitir Overlooked og voru fyrstu fimmtán greinarnar birtar í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. „Frá árinu 1851 hafa hvítir karlmenn verið fyrirferðarmestir á minningargreinasíðu New York Times. Nú bætum við í safnið sögum 15 merkilegra kvenna,“ segir í kynningu á greinaröðinni. Jessica Bennett, ritstjóri New York Times um jafnréttismál, hefur yfirumsjón með greinaröðinni. Í samtali við Women‘s Wear Daily segir hún að við undirbúning hafi teymi hennar rekist á nokkra skrítna hluti. Til að mynda að minningargreinar og dánartilkynningar kvenna voru birtar undir nafni eiginmanns þeirra þar til fyrir nokkrum áratugum síðan.Höfuðstöðvar The New York Times.Vísir/Getty.Meðal þeirra kvenna sem New York Times minnist nú, mörgum árum eftir dauða þeirra, eru rithöfundurinn Charlotte Bontë, ljóðskáldið Sylvia Plath og Marsha P. Johnson, transkona og aðgerðarsinni sem kastaði fyrsta steininum í Stonewall mótmælunum árið 1969 sem var upphafspunktur réttindabaráttu hinsegin fólks. Á listanum er einnig að finna blaðakonuna Idu B. Wells sem skrifaði bókina Southern Horrors um aftökur svartra karlmanna á almannafæri án dóms og laga sem voru algengar í suðurríkjum Bandaríkjanna í kjölfar við lok nítjándu aldar og á fyrri hluta þeirrar 20. Þegar Ida B. Wells gifti sig birtist frétt um giftinguna á forsíðu The New York Times en blaðið fjallaði aldrei um fráfall hennar. Ada Lovelace fær einnig minningargrein, en hún lést árið 1852. Ada Lovelace var stærðfræðingur og er nú til dags talin vera fyrsti forritari sögunnar. New York Times mun taka við áendingum um konur sem fengu ekki verðskuldaðar minningargreinar hjá miðlinum og verður ein grein birt í hverri viku. Fjölmiðlar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
The New York Times mun á næstunni birta eina minningargrein á viku um konur sem hefðu, að mati blaðamanna, átt að fá minningargrein um sig birta á síðum blaðsins þegar þær létust. Greinaröðin heitir Overlooked og voru fyrstu fimmtán greinarnar birtar í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. „Frá árinu 1851 hafa hvítir karlmenn verið fyrirferðarmestir á minningargreinasíðu New York Times. Nú bætum við í safnið sögum 15 merkilegra kvenna,“ segir í kynningu á greinaröðinni. Jessica Bennett, ritstjóri New York Times um jafnréttismál, hefur yfirumsjón með greinaröðinni. Í samtali við Women‘s Wear Daily segir hún að við undirbúning hafi teymi hennar rekist á nokkra skrítna hluti. Til að mynda að minningargreinar og dánartilkynningar kvenna voru birtar undir nafni eiginmanns þeirra þar til fyrir nokkrum áratugum síðan.Höfuðstöðvar The New York Times.Vísir/Getty.Meðal þeirra kvenna sem New York Times minnist nú, mörgum árum eftir dauða þeirra, eru rithöfundurinn Charlotte Bontë, ljóðskáldið Sylvia Plath og Marsha P. Johnson, transkona og aðgerðarsinni sem kastaði fyrsta steininum í Stonewall mótmælunum árið 1969 sem var upphafspunktur réttindabaráttu hinsegin fólks. Á listanum er einnig að finna blaðakonuna Idu B. Wells sem skrifaði bókina Southern Horrors um aftökur svartra karlmanna á almannafæri án dóms og laga sem voru algengar í suðurríkjum Bandaríkjanna í kjölfar við lok nítjándu aldar og á fyrri hluta þeirrar 20. Þegar Ida B. Wells gifti sig birtist frétt um giftinguna á forsíðu The New York Times en blaðið fjallaði aldrei um fráfall hennar. Ada Lovelace fær einnig minningargrein, en hún lést árið 1852. Ada Lovelace var stærðfræðingur og er nú til dags talin vera fyrsti forritari sögunnar. New York Times mun taka við áendingum um konur sem fengu ekki verðskuldaðar minningargreinar hjá miðlinum og verður ein grein birt í hverri viku.
Fjölmiðlar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira