Þingflokksformaður segir afstöðu Rósu og Andrésar visst áfall Heimir Már Pétursson skrifar 7. mars 2018 13:11 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þingflokksformaður VG. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það hafi verið visst áfall að tveir þingmanna flokksins hafi ekki greitt atkvæði með stjórnarmeirihlutanum við vantrauststillögu á dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. Einhverjir muni eflaust líta á þetta sem veikleika í stjórnarsamstarfinu og ræða þurfi þá stöðu nánar innan þingflokksins. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra varðist vantrausti í atkvæðagreiðslu á Alþingi í gærkvöldi þegar 33 þingmenn greiddu atkvæði á móti vantrauststillögu Samfylkingarinnar og Pírata, 29 greiddu atkvæði með tillögunni en einn þingmaður Miðflokksins sat hjá. Þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir sem voru mótfallin myndun núverandi ríkisstjórnar greiddu atkvæði með vantrauststillögunni. „Hér verður ráðherra dómsmála í landinu að bera pólitíska ábyrgð á sínum embættisverkum. Hún hefur ekki gert það. Þrátt fyrir að hún þurfi að fylgja meginreglum íslensku stjórnsýslulaganna eins og aðrir ráðherrar. Þess vegna styð ég þessa vantrauststillögu því ég vil ekki fúin og trénuð vinnubrögð. Ég vil ný vinnubrögð,“ sagði Rósa Björk. „Mér þótti landsréttarmálið slæmt í nóvember en síðan hefur það stöðugt versnað. Ráðherra hefur sýnt að hún sé ekki traustsins verð. Vinnubrögðin sæma ekki ráðherra og almenningur getur ekki treyst því að vandað sé til verka til að tryggja óháða dómstóla,“ sagði Andrés Ingi. Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn VG.Vísir/Stefán Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir að þau Rósa Björk og Andrés Ingi hafi greint þingflokknum frá því fyrir atkvæðagreiðsluna að þau myndu greiða atkvæði með vantrauststillögunni. „Það er óhætt að segja að einhverjir meta þetta sem ákveðin veikleika. Það er að segja eru ekki vissir um að þessir tveir þingmenn styðji ríkisstjórnarsamstarfið í framhaldinu. Eða séu hluti af því,“ segir Bjarkey. Þingflokkurinn eigi eftir að taka félagslega umræðu um það hvernig hann vinni sig út úr þessari stöðu. Þingmennirnir hafi ekki að öðru leyti greint frá afstöðu sinni til mála ríkisstjórnarinnar í framtíðinni. Þingflokkar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hafa 35 þingmenn. Bjarkey vill ekki að svo stöddu segja að í raun hafi stjórnin aðeins 33 þingmenn að baki sér. Það þurfi að ræða frekar. „Því auðvitað er þetta ákveðið áfall að það styðji ekki allir ríkisstjórnarsamstarfið með fullum þunga. En eins og ég segi við þurfum að taka þetta samtal,“ segir þingflokksformaður Vinstri grænna. Hún sé hins vegar ekki sannfærð um að Vinstri græn hefðu greitt atkvæði með öðrum hætti í stjórnarandstöðu þar sem flokkurinn hafi almennt verið spar á stuðning við vantrauststillögur. Það hafi oft komið til tals og flokkurinn ákveðið að fylgja ekki slíkum tillögum. „Ég held að það hefði kannski litlu breytt í gær ef við hefðum verið hinum megin við borðið hvað þetta varðar,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Vantrausti ekki lýst á ráðherra í 100 ár Tillaga um vantraust á dómsmálaráðherra var felld á Alþingi í gær. Skýr munur er á tillögum um vantraust á ríkisstjórn og vantraust á ráðherra. Ráðherrar segja af sér frekar en þola vantraust. 7. mars 2018 11:00 Forsætisráðherra: Hefur afleiðingar fyrir ríkisstjórnarsamstarfið ef vantraust á einn ráðherra er samþykkt Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir að það hafi verið vonbrigði að þingmenn VG, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 12:45 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það hafi verið visst áfall að tveir þingmanna flokksins hafi ekki greitt atkvæði með stjórnarmeirihlutanum við vantrauststillögu á dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. Einhverjir muni eflaust líta á þetta sem veikleika í stjórnarsamstarfinu og ræða þurfi þá stöðu nánar innan þingflokksins. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra varðist vantrausti í atkvæðagreiðslu á Alþingi í gærkvöldi þegar 33 þingmenn greiddu atkvæði á móti vantrauststillögu Samfylkingarinnar og Pírata, 29 greiddu atkvæði með tillögunni en einn þingmaður Miðflokksins sat hjá. Þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir sem voru mótfallin myndun núverandi ríkisstjórnar greiddu atkvæði með vantrauststillögunni. „Hér verður ráðherra dómsmála í landinu að bera pólitíska ábyrgð á sínum embættisverkum. Hún hefur ekki gert það. Þrátt fyrir að hún þurfi að fylgja meginreglum íslensku stjórnsýslulaganna eins og aðrir ráðherrar. Þess vegna styð ég þessa vantrauststillögu því ég vil ekki fúin og trénuð vinnubrögð. Ég vil ný vinnubrögð,“ sagði Rósa Björk. „Mér þótti landsréttarmálið slæmt í nóvember en síðan hefur það stöðugt versnað. Ráðherra hefur sýnt að hún sé ekki traustsins verð. Vinnubrögðin sæma ekki ráðherra og almenningur getur ekki treyst því að vandað sé til verka til að tryggja óháða dómstóla,“ sagði Andrés Ingi. Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn VG.Vísir/Stefán Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir að þau Rósa Björk og Andrés Ingi hafi greint þingflokknum frá því fyrir atkvæðagreiðsluna að þau myndu greiða atkvæði með vantrauststillögunni. „Það er óhætt að segja að einhverjir meta þetta sem ákveðin veikleika. Það er að segja eru ekki vissir um að þessir tveir þingmenn styðji ríkisstjórnarsamstarfið í framhaldinu. Eða séu hluti af því,“ segir Bjarkey. Þingflokkurinn eigi eftir að taka félagslega umræðu um það hvernig hann vinni sig út úr þessari stöðu. Þingmennirnir hafi ekki að öðru leyti greint frá afstöðu sinni til mála ríkisstjórnarinnar í framtíðinni. Þingflokkar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hafa 35 þingmenn. Bjarkey vill ekki að svo stöddu segja að í raun hafi stjórnin aðeins 33 þingmenn að baki sér. Það þurfi að ræða frekar. „Því auðvitað er þetta ákveðið áfall að það styðji ekki allir ríkisstjórnarsamstarfið með fullum þunga. En eins og ég segi við þurfum að taka þetta samtal,“ segir þingflokksformaður Vinstri grænna. Hún sé hins vegar ekki sannfærð um að Vinstri græn hefðu greitt atkvæði með öðrum hætti í stjórnarandstöðu þar sem flokkurinn hafi almennt verið spar á stuðning við vantrauststillögur. Það hafi oft komið til tals og flokkurinn ákveðið að fylgja ekki slíkum tillögum. „Ég held að það hefði kannski litlu breytt í gær ef við hefðum verið hinum megin við borðið hvað þetta varðar,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Vantrausti ekki lýst á ráðherra í 100 ár Tillaga um vantraust á dómsmálaráðherra var felld á Alþingi í gær. Skýr munur er á tillögum um vantraust á ríkisstjórn og vantraust á ráðherra. Ráðherrar segja af sér frekar en þola vantraust. 7. mars 2018 11:00 Forsætisráðherra: Hefur afleiðingar fyrir ríkisstjórnarsamstarfið ef vantraust á einn ráðherra er samþykkt Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir að það hafi verið vonbrigði að þingmenn VG, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 12:45 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15
Vantrausti ekki lýst á ráðherra í 100 ár Tillaga um vantraust á dómsmálaráðherra var felld á Alþingi í gær. Skýr munur er á tillögum um vantraust á ríkisstjórn og vantraust á ráðherra. Ráðherrar segja af sér frekar en þola vantraust. 7. mars 2018 11:00
Forsætisráðherra: Hefur afleiðingar fyrir ríkisstjórnarsamstarfið ef vantraust á einn ráðherra er samþykkt Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir að það hafi verið vonbrigði að þingmenn VG, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 12:45