Bandaríkjaforseti stærir sig af því að hafa „skáldað“ upplýsingar við Trudeau Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2018 10:13 Trump kom við á fjáröflunarviðburði í Missouri í gær og gagnrýndi þar helstu bandalagsþjóðir Bandaríkjamanna harðlega. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti montaði sig af því að hafa „búið til“ fullyrðingar um meintan viðskiptahalla Bandaríkjanna við Kanada á fundi með Justin Trudeau, forsætisráðherra nágrannalandsins, á fjáröflunarviðburði í Missouri í gær.Washington Post segir að Trump hafi í ræðu stært sig af því að hafa fullyrt við Trudeau að það hallaði á Bandaríkin í vöruskiptum við Kanada án þess að hann hefði í raun hugmynd um hvort að það væri rétt. Hann hafi einnig hermt eftir Trudeau. Í frásögn Trump hafi Trudeau staðið fastur á því að enginn vöruskiptahalli væri til staðar fyrir Bandaríkin á fundinum. „Ég sagði: „Rangt, Justin, þið hafið hann“. Ég vissi það ekki einu sinni...ég hafði enga hugmynd. Ég sagði bara: „Þú hefur rangt fyrir þér“. Vitið þið af hverju? Vegna þess að við erum svo heimsk...og ég hélt að þeir væru snjallir,“ heyrist Trump segja á upptöku sem blaðið hefur undir höndum. Trump lét þó ekki staðar numið þar. Þannig fullyrti hann í ræðunni í gær að hann hefði sent aðstoðarmann sinn út af fundinum með Trudeau til að komast að raun um hvort að vöruskiptahallinn væri raunverulegur eða ekki. Í ljós hafi komið að hann sjálfur hefði haft á réttu að standa. „„Jæja, herra, þú hefur reyndar rétt fyrir þér. Við erum ekki með neinn vöruskiptahalla en það nær ekki til orku og timburs. Þegar þú tekur það með töpum við 17 milljörðum dollara á ári.“ Þetta er ótrúlegt,“ sagði Trump við fjárhagslega stuðningsmenn sína. Yfirlýsingar Trump stangast hins vegar á við gögn hans eigin ríkisstjórnar. Þannig segir skrifstofa viðskiptafulltrúa Bandaríkjanna að afgangur sé af viðskiptum við Kanada. Kanadíski blaðamaðurinn Daniel Dale frá Toronto Star bendir ennfremur á að þegar aðeins sé litið til viðskipta með vörur hafi hallað á Bandaríkin um 17 milljarða dollara í fyrra. Afgangur sé hins vegar af viðskiptunum fyrir Bandaríkin þegar þjónusta er tekin með í reikninginn.He's not right. $17 billion was last year's deficit in trade in goods: with services trade included, the net trade balance is a surplus, as his own economic advisers officially note. The repeat claim about Trudeau excluding energy and timber is fiction. https://t.co/VPnJHtuc4m— Daniel Dale (@ddale8) March 15, 2018 Bölsótaðist út í meint „keilukúlupróf“ Japana Í ræðunni gagnrýndi Trump nokkrar helstu bandalagsþjóðir Bandaríkjamanna harðlega og sakaði þær um að hafa notfært sér Bandaríkin í áraraðir. Virtist hann hóta því að draga herlið Bandaríkjanna frá Suður-Kóreu ef stjórnvöld þar fallast ekki á breytingar á viðskiptasambandi landanna. „Bandamenn okkar hugsa um sjálfa sig. Þeim er alveg sama um okkur,“ staðhæfði Trump. Þá sakaði Trump Japani um að beita bellibrögðum til að koma í veg fyrir aðgang bandarískra bílaframleiðenda að markaðinum. Bölsótaðist hann á torræðan hátt út í þessar meintu aðferðir Japana. „Þetta er keilukúluprófið. Þeir fara með keilukúlu upp í sex metra hæð og láta hana detta ofan á húdd bílsins. Ef það kemur beygla í húddið, þá uppfylla þeir ekki skilyrði. Þetta er hræðilegt,“ sagði Trump. Washington Post segir ekki ljóst um hvað forsetinn var að tala. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kína og Evrópa vara Trump við afleiðingum viðskiptastríðs Innan Evrópusambandsins er rætt um að leggja toll á bandarískar vörur sem koma frá heimaríkjum leiðtoga Repúblikanaflokksins. 8. mars 2018 14:44 Efnahagsráðgjafi Trump segir af sér Samkvæmt tilkynningunni er engin ein ástæða fyrir því að Cohn hverfur frá störfum 6. mars 2018 22:51 Trump vill skattleggja innflutta bíla frá ESB-ríkjum Donald Trump bandaríkjaforseti hótar því að leggja sérstakan skatt á bíla sem fluttir eru til Bandaríkjanna frá ríkjum innan Evrópusambandsins. 3. mars 2018 22:14 ESB ætlar að svara verndartollum Trump af hörku Á sama tíma tísti Bandaríkjaforseti um að viðskiptastríð séu auðvinnanleg og af hinu góða. 2. mars 2018 11:58 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Alvarlega slasaður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti montaði sig af því að hafa „búið til“ fullyrðingar um meintan viðskiptahalla Bandaríkjanna við Kanada á fundi með Justin Trudeau, forsætisráðherra nágrannalandsins, á fjáröflunarviðburði í Missouri í gær.Washington Post segir að Trump hafi í ræðu stært sig af því að hafa fullyrt við Trudeau að það hallaði á Bandaríkin í vöruskiptum við Kanada án þess að hann hefði í raun hugmynd um hvort að það væri rétt. Hann hafi einnig hermt eftir Trudeau. Í frásögn Trump hafi Trudeau staðið fastur á því að enginn vöruskiptahalli væri til staðar fyrir Bandaríkin á fundinum. „Ég sagði: „Rangt, Justin, þið hafið hann“. Ég vissi það ekki einu sinni...ég hafði enga hugmynd. Ég sagði bara: „Þú hefur rangt fyrir þér“. Vitið þið af hverju? Vegna þess að við erum svo heimsk...og ég hélt að þeir væru snjallir,“ heyrist Trump segja á upptöku sem blaðið hefur undir höndum. Trump lét þó ekki staðar numið þar. Þannig fullyrti hann í ræðunni í gær að hann hefði sent aðstoðarmann sinn út af fundinum með Trudeau til að komast að raun um hvort að vöruskiptahallinn væri raunverulegur eða ekki. Í ljós hafi komið að hann sjálfur hefði haft á réttu að standa. „„Jæja, herra, þú hefur reyndar rétt fyrir þér. Við erum ekki með neinn vöruskiptahalla en það nær ekki til orku og timburs. Þegar þú tekur það með töpum við 17 milljörðum dollara á ári.“ Þetta er ótrúlegt,“ sagði Trump við fjárhagslega stuðningsmenn sína. Yfirlýsingar Trump stangast hins vegar á við gögn hans eigin ríkisstjórnar. Þannig segir skrifstofa viðskiptafulltrúa Bandaríkjanna að afgangur sé af viðskiptum við Kanada. Kanadíski blaðamaðurinn Daniel Dale frá Toronto Star bendir ennfremur á að þegar aðeins sé litið til viðskipta með vörur hafi hallað á Bandaríkin um 17 milljarða dollara í fyrra. Afgangur sé hins vegar af viðskiptunum fyrir Bandaríkin þegar þjónusta er tekin með í reikninginn.He's not right. $17 billion was last year's deficit in trade in goods: with services trade included, the net trade balance is a surplus, as his own economic advisers officially note. The repeat claim about Trudeau excluding energy and timber is fiction. https://t.co/VPnJHtuc4m— Daniel Dale (@ddale8) March 15, 2018 Bölsótaðist út í meint „keilukúlupróf“ Japana Í ræðunni gagnrýndi Trump nokkrar helstu bandalagsþjóðir Bandaríkjamanna harðlega og sakaði þær um að hafa notfært sér Bandaríkin í áraraðir. Virtist hann hóta því að draga herlið Bandaríkjanna frá Suður-Kóreu ef stjórnvöld þar fallast ekki á breytingar á viðskiptasambandi landanna. „Bandamenn okkar hugsa um sjálfa sig. Þeim er alveg sama um okkur,“ staðhæfði Trump. Þá sakaði Trump Japani um að beita bellibrögðum til að koma í veg fyrir aðgang bandarískra bílaframleiðenda að markaðinum. Bölsótaðist hann á torræðan hátt út í þessar meintu aðferðir Japana. „Þetta er keilukúluprófið. Þeir fara með keilukúlu upp í sex metra hæð og láta hana detta ofan á húdd bílsins. Ef það kemur beygla í húddið, þá uppfylla þeir ekki skilyrði. Þetta er hræðilegt,“ sagði Trump. Washington Post segir ekki ljóst um hvað forsetinn var að tala.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kína og Evrópa vara Trump við afleiðingum viðskiptastríðs Innan Evrópusambandsins er rætt um að leggja toll á bandarískar vörur sem koma frá heimaríkjum leiðtoga Repúblikanaflokksins. 8. mars 2018 14:44 Efnahagsráðgjafi Trump segir af sér Samkvæmt tilkynningunni er engin ein ástæða fyrir því að Cohn hverfur frá störfum 6. mars 2018 22:51 Trump vill skattleggja innflutta bíla frá ESB-ríkjum Donald Trump bandaríkjaforseti hótar því að leggja sérstakan skatt á bíla sem fluttir eru til Bandaríkjanna frá ríkjum innan Evrópusambandsins. 3. mars 2018 22:14 ESB ætlar að svara verndartollum Trump af hörku Á sama tíma tísti Bandaríkjaforseti um að viðskiptastríð séu auðvinnanleg og af hinu góða. 2. mars 2018 11:58 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Alvarlega slasaður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Kína og Evrópa vara Trump við afleiðingum viðskiptastríðs Innan Evrópusambandsins er rætt um að leggja toll á bandarískar vörur sem koma frá heimaríkjum leiðtoga Repúblikanaflokksins. 8. mars 2018 14:44
Efnahagsráðgjafi Trump segir af sér Samkvæmt tilkynningunni er engin ein ástæða fyrir því að Cohn hverfur frá störfum 6. mars 2018 22:51
Trump vill skattleggja innflutta bíla frá ESB-ríkjum Donald Trump bandaríkjaforseti hótar því að leggja sérstakan skatt á bíla sem fluttir eru til Bandaríkjanna frá ríkjum innan Evrópusambandsins. 3. mars 2018 22:14
ESB ætlar að svara verndartollum Trump af hörku Á sama tíma tísti Bandaríkjaforseti um að viðskiptastríð séu auðvinnanleg og af hinu góða. 2. mars 2018 11:58