Enginn Guðjón Valur í fyrsta landsliðshópi Guðmundar Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. mars 2018 14:00 Guðjón Valur Sigurðsson verður ekki með. Vísir/Ernir Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi í dag sinn fyrsta hóp eftir að taka við landsliðinu í þriðja sinn en fyrsta verkefni hans verður sterkt fjögurra landa mót í Noregi í byrjun apríl. Miklar breytingar eru hópnum sem fór til Króatíu í janúar á EM 2018. Mótið sem um ræðir heitir Golden League eða Gulldeildin þar sem Ísland mætir Noregi, Frakklandi og fyrrverandi lærisveinum Guðmundar í danska landsliðinu. Mikla athygli vekur að Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska liðsins, er ekki í hópnum en hann hefur verið fastamaður í liðinu í tæpa tvo áratugi og verið fyrirliði síðan Ólafur Stefánsson lagði landsliðsskóna á hilluna. Stefán Rafn Sigurmannsson kemur inn í hópinn á ný eftir að vera úti í kuldanum undanfarin ár og er með Bjarka Má Elíssyni í vinstra horninu. Guðjón Valur Sigurðsson fékk frí frá landsliðinu að þessu sinni af fjölskylduástæðum en hann er á sama tíma að fylgja dóttur sinni til Bandaríkjanna sem er að velja sér háskóla. Alls eru sjö leikmenn ekki í hópnum sem voru með á EM í Króatíu. Fjórir aðrir eru ekki valdir og tveir eru meiddur en það eru þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og svo Janus Daði Smárason sem hefur ekki spilað með liði sínu Álaborg undanfarnar vikur. Haukur Þrastarson, 16 ára gamall leikstjórnandi Selfoss í Olís-deild karla, er nýliði í hópnum en hann hefur einn allra besti leikmaður íslensku deildarinnar í vetur, bæði í vörn og sókn. Alexander Júlíusson, leikmaður Vals, er einnig í hópnum. Aðrir reynsluboltar sem fá nú aftur tækifærið eftir komu Guðmundar eru þeir Vignir Svavarsson og Ólafur Gústafsson. Þá kemur Aron Rafn Eðvarðsson aftur í markið auk þess sem að hinn stórefnilegi markvörður Framara, Viktor Gísli Hallgrímsson, fer með til Noregs.Hópurinn:Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Haukar Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV Viktor Gísli Hallgrímsson, FramVinstri hornamenn: Bjarki Már Elísson, Füchse Berlín Stefán Rafn Sigurmannsson, Pick SzegedVinstri skyttur: Ólafur Guðmundsson, Kristianstad Aron Pálmarsson, Barcelona Ólafur Gústafsson, KoldingLeikstjórnendur: Haukur Þrastarson, Selfoss Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH Ólafur Bjarki Ragnarsson, KristianstadHægri skyttur: Rúnar Kárason, Hannover-Burgdorf Ragnar Jóhannsson, Hüttenberg Ómar Ingi Magnúson, AarhusHægri hornamenn: Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer Theodór Sigurbjörnsson, ÍBVLínumenn: Arnar Freyr Arnarsson, Kristianstad Vignir Svavarsson, Team-Tvis Holstebro Ýmir Örn Gíslason, ValurVarnarmenn: Alexander Örn Júlíusson, Valur Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Gummi Gumm velur fyrsta hópinn: Koma ferskir vindar inn í íslenska landsliðið í dag? Guðmundur Guðmundsson, nýráðinn landsliðsþjálfari, tilkynnir í dag fyrsta landsliðshóp sinn eftir að hann tók aftur við karlalandsliðinu í handbolta. 14. mars 2018 10:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi í dag sinn fyrsta hóp eftir að taka við landsliðinu í þriðja sinn en fyrsta verkefni hans verður sterkt fjögurra landa mót í Noregi í byrjun apríl. Miklar breytingar eru hópnum sem fór til Króatíu í janúar á EM 2018. Mótið sem um ræðir heitir Golden League eða Gulldeildin þar sem Ísland mætir Noregi, Frakklandi og fyrrverandi lærisveinum Guðmundar í danska landsliðinu. Mikla athygli vekur að Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska liðsins, er ekki í hópnum en hann hefur verið fastamaður í liðinu í tæpa tvo áratugi og verið fyrirliði síðan Ólafur Stefánsson lagði landsliðsskóna á hilluna. Stefán Rafn Sigurmannsson kemur inn í hópinn á ný eftir að vera úti í kuldanum undanfarin ár og er með Bjarka Má Elíssyni í vinstra horninu. Guðjón Valur Sigurðsson fékk frí frá landsliðinu að þessu sinni af fjölskylduástæðum en hann er á sama tíma að fylgja dóttur sinni til Bandaríkjanna sem er að velja sér háskóla. Alls eru sjö leikmenn ekki í hópnum sem voru með á EM í Króatíu. Fjórir aðrir eru ekki valdir og tveir eru meiddur en það eru þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og svo Janus Daði Smárason sem hefur ekki spilað með liði sínu Álaborg undanfarnar vikur. Haukur Þrastarson, 16 ára gamall leikstjórnandi Selfoss í Olís-deild karla, er nýliði í hópnum en hann hefur einn allra besti leikmaður íslensku deildarinnar í vetur, bæði í vörn og sókn. Alexander Júlíusson, leikmaður Vals, er einnig í hópnum. Aðrir reynsluboltar sem fá nú aftur tækifærið eftir komu Guðmundar eru þeir Vignir Svavarsson og Ólafur Gústafsson. Þá kemur Aron Rafn Eðvarðsson aftur í markið auk þess sem að hinn stórefnilegi markvörður Framara, Viktor Gísli Hallgrímsson, fer með til Noregs.Hópurinn:Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Haukar Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV Viktor Gísli Hallgrímsson, FramVinstri hornamenn: Bjarki Már Elísson, Füchse Berlín Stefán Rafn Sigurmannsson, Pick SzegedVinstri skyttur: Ólafur Guðmundsson, Kristianstad Aron Pálmarsson, Barcelona Ólafur Gústafsson, KoldingLeikstjórnendur: Haukur Þrastarson, Selfoss Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH Ólafur Bjarki Ragnarsson, KristianstadHægri skyttur: Rúnar Kárason, Hannover-Burgdorf Ragnar Jóhannsson, Hüttenberg Ómar Ingi Magnúson, AarhusHægri hornamenn: Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer Theodór Sigurbjörnsson, ÍBVLínumenn: Arnar Freyr Arnarsson, Kristianstad Vignir Svavarsson, Team-Tvis Holstebro Ýmir Örn Gíslason, ValurVarnarmenn: Alexander Örn Júlíusson, Valur
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Gummi Gumm velur fyrsta hópinn: Koma ferskir vindar inn í íslenska landsliðið í dag? Guðmundur Guðmundsson, nýráðinn landsliðsþjálfari, tilkynnir í dag fyrsta landsliðshóp sinn eftir að hann tók aftur við karlalandsliðinu í handbolta. 14. mars 2018 10:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira
Gummi Gumm velur fyrsta hópinn: Koma ferskir vindar inn í íslenska landsliðið í dag? Guðmundur Guðmundsson, nýráðinn landsliðsþjálfari, tilkynnir í dag fyrsta landsliðshóp sinn eftir að hann tók aftur við karlalandsliðinu í handbolta. 14. mars 2018 10:00